Michael Jordan tjáir sig um morðið á George Floyd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 12:30 Michael Jordan hefur fengið sig fullsaddan af ofbeldinu sem er inngróið í bandarískt samfélag. Vísir/AP Michael Jordan, einn frægasti íþróttamaður allra tíma, og eigandi Charlotte Bobcats í NBA-deildinni hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar mótmælanna og óeirðanna í Bandaríkjunum. Jordan hefur ekki verið þekktur fyrir að tjá sig um eldfim málefni en í þáttunum The Last Dance á Netflix sagði hann til að mynda „Republicans buy sneakers too“ eða einfaldlega repúblikanar kaupa líka strigaskó. Er hann þar að vitna í Air Jordan merki sitt sem er líklega ein vinsælasta fatalína Nike. Nú virðist sem Jordan hafi fengið nóg enda hafa Bandaríkin nánast staðið í ljósum logum síðan George Floyd var myrtur af lögreglumanni í Minneapolis. Gaf hann út eftirfarandi tilkynningu í gegnum Twitter-síðu sína. Statement from Michael Jordan: pic.twitter.com/lWkZOf1Tmr— Jordan (@Jumpman23) May 31, 2020 „Ég er sorgmæddur og einfaldlega reiður. Ég stend með þeim sem hafa ákveðið að stíga upp gegn þessari áralöngu kúgun. Kynþáttafordómar og ofbeldi í garð litaðs fólks er rótgróið vandamál í Bandaríkjunum og nú höfum við einfaldlega fengið nóg,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Jordan. „Við þurfum öll að vera hluti af lausninni og við verðum að vinna saman í átt að réttlæti fyrir alla,“ segir hann ennfremur. Þá birti Nike mjög áhrifamikla auglýsingu sem sjá má hér að neðan. Be a part of the change. #JUMPMAN pic.twitter.com/wtxsv7Jhwg— Jordan (@Jumpman23) May 29, 2020 Körfubolti Bandaríkin NBA Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Clippers og Lakers standa saman gegn kynþáttafordómum NBA-liðin LA Clippers og LA Lakers hafa gefið út tilkynningar þar sem þau fordæma kynþáttahatur en það hefur verið í brennidepli í Bandaríkjunum síðustu daga. 1. júní 2020 09:00 Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00 Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Michael Jordan, einn frægasti íþróttamaður allra tíma, og eigandi Charlotte Bobcats í NBA-deildinni hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar mótmælanna og óeirðanna í Bandaríkjunum. Jordan hefur ekki verið þekktur fyrir að tjá sig um eldfim málefni en í þáttunum The Last Dance á Netflix sagði hann til að mynda „Republicans buy sneakers too“ eða einfaldlega repúblikanar kaupa líka strigaskó. Er hann þar að vitna í Air Jordan merki sitt sem er líklega ein vinsælasta fatalína Nike. Nú virðist sem Jordan hafi fengið nóg enda hafa Bandaríkin nánast staðið í ljósum logum síðan George Floyd var myrtur af lögreglumanni í Minneapolis. Gaf hann út eftirfarandi tilkynningu í gegnum Twitter-síðu sína. Statement from Michael Jordan: pic.twitter.com/lWkZOf1Tmr— Jordan (@Jumpman23) May 31, 2020 „Ég er sorgmæddur og einfaldlega reiður. Ég stend með þeim sem hafa ákveðið að stíga upp gegn þessari áralöngu kúgun. Kynþáttafordómar og ofbeldi í garð litaðs fólks er rótgróið vandamál í Bandaríkjunum og nú höfum við einfaldlega fengið nóg,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Jordan. „Við þurfum öll að vera hluti af lausninni og við verðum að vinna saman í átt að réttlæti fyrir alla,“ segir hann ennfremur. Þá birti Nike mjög áhrifamikla auglýsingu sem sjá má hér að neðan. Be a part of the change. #JUMPMAN pic.twitter.com/wtxsv7Jhwg— Jordan (@Jumpman23) May 29, 2020
Körfubolti Bandaríkin NBA Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Clippers og Lakers standa saman gegn kynþáttafordómum NBA-liðin LA Clippers og LA Lakers hafa gefið út tilkynningar þar sem þau fordæma kynþáttahatur en það hefur verið í brennidepli í Bandaríkjunum síðustu daga. 1. júní 2020 09:00 Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00 Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Clippers og Lakers standa saman gegn kynþáttafordómum NBA-liðin LA Clippers og LA Lakers hafa gefið út tilkynningar þar sem þau fordæma kynþáttahatur en það hefur verið í brennidepli í Bandaríkjunum síðustu daga. 1. júní 2020 09:00
Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00
Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu