Klopp ánægður með að vera kominn aftur | Lofar skrúðgöngu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2020 15:00 Klopp er svona ánægður með að vera mættur aftur til starfa á æfingasvæði Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Jürgen Klopp, þjálfari verðandi Englandsmeistara Liverpool, gæti ekki verið ánægðari með að vera snúinn aftur á æfingavöllinn að horfa á „frábæra fótboltaliðið sitt.“ Þetta sagði hann myndbandsviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í morgunsárið. Ræddi hann til að mynda hvernig það væri að vera mættur aftur á æfingasvæðið, hvernig það yrði fyrir félögin að spila á tómum leikvöngum og ástand leikmanna eftir hartnær þriggja mánaða pásu sökum kórónufaraldursins. „Það er ótrúlegt hvað ég hef saknað þess mikið,“ sagði Klopp meðal annars í viðtalinu. Liverpool, líkt og önnur lið ensku úrvalsdeildarinnar, eru í miðjum undirbúningi fyrir lokakafla tímabilsins en deildinni var frestað þann 13. mars. Mun hún fara aftur af stað þann 17. júní og er ljóst að það verður þétt leikið til að klára tímabilið sem fyrst. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi deildarinnar og fari svo að það vinni sinn fyrsta leik og Manchester City tapi sínum þá eru liðsmenn Klopp orðnir Englandsmeistarar. Liverpool manager Jurgen Klopp says he is "really happy to be back" to watch his "wonderful football team again" https://t.co/fPDAzebrdU pic.twitter.com/rZuDIsu5fM— BBC Sport (@BBCSport) June 2, 2020 Klopp segir þó mikla vinnu framundan og að „Liverpool vilji vinna eins marga leiki og mögulegt er.“ „Við erum ekki enn orðnir meistarar og við munum gera okkar besta til að ná í þau 27 stig sem eru eftir í pottinum,“ sagði Klopp. Takist honum ætlunarverk sitt þá endar Liverpool með 109 stig sem væri nýtt stigamet í ensku úrvalsdeildinni. Það er ljóst að þeir leikir sem verða leiknir fram á haust verða fyrir luktum dyrum og myndi bikarafhending Liverpool fara fram á tómum leikvangi. Það yrði þó skrúðganga, á endanum. „Það verður skrúðganga þegar það er öruggt að halda fjöldasamkomur. Við munum fagna með stuðningsmönnum okkar um leið og hægt er. Ég get lofað því að það verður skrúðganga líka, sama hvenær það yrði.“ Varðandi heima- og útileiki þá segir Þjóðverjinn það ekki skipta máli en það gæti verið að sumir leikjanna muni fara fram á hlutlausum völlum. „Það er engin hjálp í að spila á heimavelli þar sem það verða engir stuðningsmenn í stúkunni svo ég hef ekki áhyggjur af því að spila á hlutlausum völlum. Ef þú horfir á þýsku deildina þá var ekki mikið af sigrum á heimavelli. Ef hinn valmöguleikinn er að spila ekki þá skal ég spila hvar sem er. Mér gæti ekki verið meira sama hvar leikirnir fara fram,“ sagði Klopp jafnframt. Þýska deildin fór af stað nýverið og virðast lið græða lítið sem ekkert á því að spila á heimavelli þegar stúkurnar eru tómar. Dortmund players still went to the Yellow Wall (normally 25k fans) and applauded the empty stand as a symbol of their appreciation and thoughts for the fans. pic.twitter.com/edBQORGe84— Stu Holden (@stuholden) May 16, 2020 „Leikmenn komu til baka í góðu ásigkomulagi en margir þeirra þurftu á hvíld að halda eftir að hafa spilað þétt í langan tíma,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira
Jürgen Klopp, þjálfari verðandi Englandsmeistara Liverpool, gæti ekki verið ánægðari með að vera snúinn aftur á æfingavöllinn að horfa á „frábæra fótboltaliðið sitt.“ Þetta sagði hann myndbandsviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í morgunsárið. Ræddi hann til að mynda hvernig það væri að vera mættur aftur á æfingasvæðið, hvernig það yrði fyrir félögin að spila á tómum leikvöngum og ástand leikmanna eftir hartnær þriggja mánaða pásu sökum kórónufaraldursins. „Það er ótrúlegt hvað ég hef saknað þess mikið,“ sagði Klopp meðal annars í viðtalinu. Liverpool, líkt og önnur lið ensku úrvalsdeildarinnar, eru í miðjum undirbúningi fyrir lokakafla tímabilsins en deildinni var frestað þann 13. mars. Mun hún fara aftur af stað þann 17. júní og er ljóst að það verður þétt leikið til að klára tímabilið sem fyrst. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi deildarinnar og fari svo að það vinni sinn fyrsta leik og Manchester City tapi sínum þá eru liðsmenn Klopp orðnir Englandsmeistarar. Liverpool manager Jurgen Klopp says he is "really happy to be back" to watch his "wonderful football team again" https://t.co/fPDAzebrdU pic.twitter.com/rZuDIsu5fM— BBC Sport (@BBCSport) June 2, 2020 Klopp segir þó mikla vinnu framundan og að „Liverpool vilji vinna eins marga leiki og mögulegt er.“ „Við erum ekki enn orðnir meistarar og við munum gera okkar besta til að ná í þau 27 stig sem eru eftir í pottinum,“ sagði Klopp. Takist honum ætlunarverk sitt þá endar Liverpool með 109 stig sem væri nýtt stigamet í ensku úrvalsdeildinni. Það er ljóst að þeir leikir sem verða leiknir fram á haust verða fyrir luktum dyrum og myndi bikarafhending Liverpool fara fram á tómum leikvangi. Það yrði þó skrúðganga, á endanum. „Það verður skrúðganga þegar það er öruggt að halda fjöldasamkomur. Við munum fagna með stuðningsmönnum okkar um leið og hægt er. Ég get lofað því að það verður skrúðganga líka, sama hvenær það yrði.“ Varðandi heima- og útileiki þá segir Þjóðverjinn það ekki skipta máli en það gæti verið að sumir leikjanna muni fara fram á hlutlausum völlum. „Það er engin hjálp í að spila á heimavelli þar sem það verða engir stuðningsmenn í stúkunni svo ég hef ekki áhyggjur af því að spila á hlutlausum völlum. Ef þú horfir á þýsku deildina þá var ekki mikið af sigrum á heimavelli. Ef hinn valmöguleikinn er að spila ekki þá skal ég spila hvar sem er. Mér gæti ekki verið meira sama hvar leikirnir fara fram,“ sagði Klopp jafnframt. Þýska deildin fór af stað nýverið og virðast lið græða lítið sem ekkert á því að spila á heimavelli þegar stúkurnar eru tómar. Dortmund players still went to the Yellow Wall (normally 25k fans) and applauded the empty stand as a symbol of their appreciation and thoughts for the fans. pic.twitter.com/edBQORGe84— Stu Holden (@stuholden) May 16, 2020 „Leikmenn komu til baka í góðu ásigkomulagi en margir þeirra þurftu á hvíld að halda eftir að hafa spilað þétt í langan tíma,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira