Enski boltinn

Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson í leiknum gegn Leeds United á Home Park, heimavelli Plymouth Argyle, í lokaumferð ensku B-deildarinnar í dag.
Guðlaugur Victor Pálsson í leiknum gegn Leeds United á Home Park, heimavelli Plymouth Argyle, í lokaumferð ensku B-deildarinnar í dag. getty/Steven Paston

Lokaumferð ensku B-deildarinnar fór fram í dag. Þá réðust úrslitin á toppi og botni deildarinnar og hvaða lið fóru í umspil.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Plymouth Argyle sem tapaði fyrir Leeds United, 1-2. Hlutskipti liðanna var ólíkt. Leeds vann deildina en Plymouth féll. Manor Salomon skoraði sigurmark Leeds í uppbótartíma.

Leeds fékk hundrað stig, líkt og Burnley sem vann Millwall, 3-1. Markatala Leeds var hins vegar hagstæðari (+65 mörk gegn +53 mörkum).

Coventry City, sem Frank Lampard stýrir, tryggði sér 5. sætið með sigri á Middlesbrough, 2-0. Í umspilinu mætir Coventry Sunderland og Sheffield United og Bristol City eigast við.

Luton tapaði fyrir West Brom, 5-3, og þar með var ljóst að liðið félli annað árið í röð. Í fyrra féll Luton úr ensku úrvalsdeildinni og liðið er núna komið niður í C-deildina.

Stefán Teitur Þórðarson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu þegar Preston gerði 2-2 jafntefli við Bristol City á útivelli. Preston endaði í 20. sæti.

Úrslitin í lokaumferðinni

  • Plymouth 1-2 Leeds
  • Burnley 3-1 Millwall
  • Coventry 2-0 Middlesbrough
  • West Brom 5-3 Luton
  • Bristol City 2-2 Preston
  • Derby 0-0 Stoke
  • Norwich 4-2 Cardiff
  • Portsmouth 1-1 Hull
  • Sheffield United 1-1 Blackburn
  • Sunderland 0-1 QPR
  • Swansea 3-3 Oxford
  • Watford 1-1 Sheffield Wednesday



Fleiri fréttir

Sjá meira


×