Græna planið Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifa 2. júní 2020 17:00 Rétt í þessu var tillaga meirihlutans í borgarstjórn um Græna planið samþykkt á borgarstjórnarfundi. Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. Að fjárfestingar séu metnar út frá losun gróðurhúsalofttegunda og þær upplýsingar nýttar við forgangsröðun innviðauppbyggingar. Þannig tökum við upplýsta ákvörðun um að byggja upp kolefnishlutlausa borg. Við megum engan tíma missa því jafnrétti kynslóðanna er í húfi. Reykjavík er með þessu að taka forystu í loftslagsmálunum á Íslandi. Endurreisn landsins eftir heimsfaraldur kallar á viðbrögð yfirvalda. Svar okkar eru grænar áherslur og grænar ákvarðanir. Þær veita þá efnahagslegu viðspyrnu sem borgin og landið þarf á að halda. Í Græna planinu erum við erum að veita jarðvegi grænna og frjórra starfa næringu með grænni nýsköpun og að innleiða græna upplýsingatækni. Rafvæðing og nútímavæðing þjónustu sparar okkur sporin og gerir pappírsvinnslu óþarfa og dregur þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma erum við að skapa samkeppnishæfa borg. Því unga fólk vill ekki bara störf sem eru frek á náttúruauðlindir. Unga fólkið er menntaðasta kynslóð sem hefur byggt þetta land. Við þurfum að taka mið af því og beisla þá auðlind og þann kraft. Það þarf ekki alltaf að virkja fossa til þess að skapa orku og verðmæti. Við getum einfaldlega virkjað hugvitið. Það er vandasamt verk að leiða innviðauppbyggingu fyrir framtíðina. Framtíð sem við getum ekki séð fyrir að öllu leyti. Við þurfum að vera kvik, sveigjanleg og opin. Það er lykillinn að góðu nýsköpunarsamfélagi og það er lykillinn að framtíðinni. Til að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus borg verðum við einfaldlega að leita lausna í sameiningu. Stærstu áskoranir nútímans eru það flóknar að það verður að vinna saman að lausnum og er loftslagsvandinn kannski eitt besta dæmið. Þrátt fyrir nauðsyn sameiginlegs átaks er mikilvægt að halda til haga að það er á ábyrgð yfirvalda að upplýsa og fræða, að skipuleggja og fjárfesta, að byggja og breyta. Þegar kemur að umhverfismálum er ábyrgðin fyrst og fremst yfirvalda. Til að standast Parísarsáttmálann getum við ekki leyft okkur að krossleggja einfaldlega fingur og vona að allir borgarbúar geti keypt sér nýja Teslu eða að sjálfkeyrandi bílar leysi allan vanda. Við þurfum að skapa raunverulega valkosti fyrir borgarbúa. Það gerum við með því að setja aukinn kraft í uppbyggingu Borgarlínu, með því að gera ennþá fleiri hjólastíga, með því að endurhanna gatnamót og götur með gangandi og hjólandi í forgangi með grænum götum, auknum gróðri og með því að tengja saman græn svæði borgarinnar. Fyrir líffræðilegan fjölbreytileika með dýrum stórum og smáum. Við þurfum að taka stór og markviss skref í átt að kolefnishlutleysi. Tíminn er á þrotum. Nú er tími aðgerða. Höfundar eru Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Umhverfismál Skipulag Reykjavík Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt í þessu var tillaga meirihlutans í borgarstjórn um Græna planið samþykkt á borgarstjórnarfundi. Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. Að fjárfestingar séu metnar út frá losun gróðurhúsalofttegunda og þær upplýsingar nýttar við forgangsröðun innviðauppbyggingar. Þannig tökum við upplýsta ákvörðun um að byggja upp kolefnishlutlausa borg. Við megum engan tíma missa því jafnrétti kynslóðanna er í húfi. Reykjavík er með þessu að taka forystu í loftslagsmálunum á Íslandi. Endurreisn landsins eftir heimsfaraldur kallar á viðbrögð yfirvalda. Svar okkar eru grænar áherslur og grænar ákvarðanir. Þær veita þá efnahagslegu viðspyrnu sem borgin og landið þarf á að halda. Í Græna planinu erum við erum að veita jarðvegi grænna og frjórra starfa næringu með grænni nýsköpun og að innleiða græna upplýsingatækni. Rafvæðing og nútímavæðing þjónustu sparar okkur sporin og gerir pappírsvinnslu óþarfa og dregur þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma erum við að skapa samkeppnishæfa borg. Því unga fólk vill ekki bara störf sem eru frek á náttúruauðlindir. Unga fólkið er menntaðasta kynslóð sem hefur byggt þetta land. Við þurfum að taka mið af því og beisla þá auðlind og þann kraft. Það þarf ekki alltaf að virkja fossa til þess að skapa orku og verðmæti. Við getum einfaldlega virkjað hugvitið. Það er vandasamt verk að leiða innviðauppbyggingu fyrir framtíðina. Framtíð sem við getum ekki séð fyrir að öllu leyti. Við þurfum að vera kvik, sveigjanleg og opin. Það er lykillinn að góðu nýsköpunarsamfélagi og það er lykillinn að framtíðinni. Til að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus borg verðum við einfaldlega að leita lausna í sameiningu. Stærstu áskoranir nútímans eru það flóknar að það verður að vinna saman að lausnum og er loftslagsvandinn kannski eitt besta dæmið. Þrátt fyrir nauðsyn sameiginlegs átaks er mikilvægt að halda til haga að það er á ábyrgð yfirvalda að upplýsa og fræða, að skipuleggja og fjárfesta, að byggja og breyta. Þegar kemur að umhverfismálum er ábyrgðin fyrst og fremst yfirvalda. Til að standast Parísarsáttmálann getum við ekki leyft okkur að krossleggja einfaldlega fingur og vona að allir borgarbúar geti keypt sér nýja Teslu eða að sjálfkeyrandi bílar leysi allan vanda. Við þurfum að skapa raunverulega valkosti fyrir borgarbúa. Það gerum við með því að setja aukinn kraft í uppbyggingu Borgarlínu, með því að gera ennþá fleiri hjólastíga, með því að endurhanna gatnamót og götur með gangandi og hjólandi í forgangi með grænum götum, auknum gróðri og með því að tengja saman græn svæði borgarinnar. Fyrir líffræðilegan fjölbreytileika með dýrum stórum og smáum. Við þurfum að taka stór og markviss skref í átt að kolefnishlutleysi. Tíminn er á þrotum. Nú er tími aðgerða. Höfundar eru Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun