Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2020 19:49 Vopnaðir mótmælendur við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan. Í bakgrunni stendur mótmælandi með skilti þar sem ríkisstjóranum Gretchen Whitmer er líkt við nasistaforingjanna Adolf Hitler vegna sóttvarnaaðgerðanna. AP/Paul Sancya Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hafa skipað íbúum að halda sig heima til að takmarka útbreiðslu faraldursins. Sumir hópar íhaldsmanna hafa verið ósáttir við þau fyrirmæli og boðuðu mótmæli í þremur ríkjum í dag, í trássi við tilmæli yfirvalda. Þeir krefjast þess að takmörkunum verði aflétt strax. Trump virtist lýsa yfir stuðningi við þau mótmæli þegar hann tísti „FRELSIÐ MINNESOTA“, „FRELSIÐ MICHIGAN“ og „FRELSIÐ VIRGINÍU“ í dag. Ríkin þrjú eiga það sameiginlegt að ríkisstjórar þeirra eru demókratar. LIBERATE MINNESOTA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2020 Kröfur mótmælendanna sem Trump virðist styðja stangast þó á við ráðleggingar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. Starfshópur Hvíta hússins kynnti leiðbeiningar um að ríkin ættu að aflétta takmörkunum vegna faraldursins hægt í gær. Washington Post segir að tístin frá Trump hafi komið rétt eftir að sjónvarpsstöðin Fox News sendi út umfjöllun um hóp sem kallar sig „Frelsum Minnesota“ og skipulagði mótmæli fyrir utan ríkisstjórasetrið þar í dag. Trump ver löngum stundum í að horfa á Fox News. Mótmælendur stöðvuðu umferð við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan á miðvikudag. Þeir eru ósáttir við að ríkisstjórinni skipi áfram fyrir að íbúar haldi sig heima og fyrirtæki verði lokuð vegna faraldursins.Vísir/EPA Slær úr og í um hlutverk ríkisstjóranna Mótmæli gegn sóttvarnaráðstöfunum í Michigan í gær trufluðu umferð í miðborg ríkishöfuðborgarinnar Lansing. Þar kom hópur fólks með rauður derhúfur með slagorði Trump forseta áletruðu saman og kyrjaði meðal annars „Læsið hana inni!“ um ríkisstjórann Gretchen Whitmer sem Trump hefur ítrekað gagnrýnt undanfarna daga. Whitmer sagði að mótmælin ykju hættuna á að framlengja þyrfti tilmæli um að fólk héldi sig heima með því að gera stóran hóp fólks útsettan fyrir smiti. Skilaboð Trump um sóttvarnaaðgerðirnar hafa sveiflast verulega dag frá degi. Fyrr í vikunni sagðist hann hafa „algert vald“ um hvenær aðgerðum yrði aflétt í einstökum ríkjum þrátt fyrir að hann hafi það ekki. Í gær varpaði hann allri ábyrgð á aðgerðunum á ríkisstjóra einstakra ríkja. Í dag reyndi hann svo að hvetja til mótmæla gegn aðgerðum ríkjanna. Ríkisstjórar úr báðum flokkum hafa sagst ætla að fara varlega í að aflétta takmörkunum í dag. Texas varð fyrsta ríkið til að kynna hvernig byrjað yrði að slaka á sóttvarnaraðgerðunum. Sum ríkin hafa þó áhyggjur af því að til að hægt sé að koma þjóðlífinu aftur í hefðbundið horf þurfi meiriháttar skimum fyrir veirunni að fara fram. Það sé ekki hægt án aðstoðar alríkisstjórnar Trump. Sjálfur hefur Trump vísað á ríkisstjórana sjálfa um skimun fyrir veirunni líkt og hann hefur einnig gert um nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira
Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hafa skipað íbúum að halda sig heima til að takmarka útbreiðslu faraldursins. Sumir hópar íhaldsmanna hafa verið ósáttir við þau fyrirmæli og boðuðu mótmæli í þremur ríkjum í dag, í trássi við tilmæli yfirvalda. Þeir krefjast þess að takmörkunum verði aflétt strax. Trump virtist lýsa yfir stuðningi við þau mótmæli þegar hann tísti „FRELSIÐ MINNESOTA“, „FRELSIÐ MICHIGAN“ og „FRELSIÐ VIRGINÍU“ í dag. Ríkin þrjú eiga það sameiginlegt að ríkisstjórar þeirra eru demókratar. LIBERATE MINNESOTA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2020 Kröfur mótmælendanna sem Trump virðist styðja stangast þó á við ráðleggingar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. Starfshópur Hvíta hússins kynnti leiðbeiningar um að ríkin ættu að aflétta takmörkunum vegna faraldursins hægt í gær. Washington Post segir að tístin frá Trump hafi komið rétt eftir að sjónvarpsstöðin Fox News sendi út umfjöllun um hóp sem kallar sig „Frelsum Minnesota“ og skipulagði mótmæli fyrir utan ríkisstjórasetrið þar í dag. Trump ver löngum stundum í að horfa á Fox News. Mótmælendur stöðvuðu umferð við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan á miðvikudag. Þeir eru ósáttir við að ríkisstjórinni skipi áfram fyrir að íbúar haldi sig heima og fyrirtæki verði lokuð vegna faraldursins.Vísir/EPA Slær úr og í um hlutverk ríkisstjóranna Mótmæli gegn sóttvarnaráðstöfunum í Michigan í gær trufluðu umferð í miðborg ríkishöfuðborgarinnar Lansing. Þar kom hópur fólks með rauður derhúfur með slagorði Trump forseta áletruðu saman og kyrjaði meðal annars „Læsið hana inni!“ um ríkisstjórann Gretchen Whitmer sem Trump hefur ítrekað gagnrýnt undanfarna daga. Whitmer sagði að mótmælin ykju hættuna á að framlengja þyrfti tilmæli um að fólk héldi sig heima með því að gera stóran hóp fólks útsettan fyrir smiti. Skilaboð Trump um sóttvarnaaðgerðirnar hafa sveiflast verulega dag frá degi. Fyrr í vikunni sagðist hann hafa „algert vald“ um hvenær aðgerðum yrði aflétt í einstökum ríkjum þrátt fyrir að hann hafi það ekki. Í gær varpaði hann allri ábyrgð á aðgerðunum á ríkisstjóra einstakra ríkja. Í dag reyndi hann svo að hvetja til mótmæla gegn aðgerðum ríkjanna. Ríkisstjórar úr báðum flokkum hafa sagst ætla að fara varlega í að aflétta takmörkunum í dag. Texas varð fyrsta ríkið til að kynna hvernig byrjað yrði að slaka á sóttvarnaraðgerðunum. Sum ríkin hafa þó áhyggjur af því að til að hægt sé að koma þjóðlífinu aftur í hefðbundið horf þurfi meiriháttar skimum fyrir veirunni að fara fram. Það sé ekki hægt án aðstoðar alríkisstjórnar Trump. Sjálfur hefur Trump vísað á ríkisstjórana sjálfa um skimun fyrir veirunni líkt og hann hefur einnig gert um nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00
Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45
Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49