Telur Ísland ekki vera að heltast úr markaðssetningarlestinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 20:42 Ferðamenn gætu farið að tínast til landsins næsu mánuði. Vísir/vilhelm Ferðamenn sem líklegir eru til millilandaferðalaga næstu mánuði telja Ísland einn af öruggustu áfangastöðum sem völ er á með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Þetta herma niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir Breta, Bandaríkjamenn og Þjóðverja. Fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu segir að erlend fjölmiðlaumfjöllun um góðan árangur Íslands í baráttunni við veiruna hafi verið góð markaðssetning og Ísland sé því ekki að missa af lestinni í þeim efnum. Því var velt upp í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær að þegar leitað væri á netinu að öruggustu löndum heims með tilliti til kórónuveirunnar kæmu upp listar hvar Ísland væri hvergi að finna. Lýst var yfir áhyggjum af því að Ísland væri þannig að missa af lestinni hvað varðar markaðssetningu sem öruggt Covid-land á erlendri grundu. Daði Guðjónsson fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki taka undir að Ísland væri að missa af lestinni og benti á niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir innan „kjarnamarkaðssvæða“, þ.e. Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Þar kemur bersýnilega í ljós að það ríkir mikið traust gagnvart Íslandi sem áfangastað og sem landi að berjast gegn Covid-19. Eins og hefur komið fram í fréttum, Ísland skapar sér heimsathygli fyrir árangurinn,“ sagði Daði. „Þegar fólk er spurt opið, hvaða löndum treystirðu og Ísland er þar á meðal, 70 prósent af þessum ferðamönnum sem eru líklegri til að ferðast fyrr en aðrir þegar landamæri fara að opnast segjast treysta Íslandi gagnvart því að taka vel á málefnum varðandi Covid-19. Við erum þar á pari við Danmörku, Þýskaland og Kanada.“ Þá benti Daði á að umfjöllun erlendra fjölmiðla um árangur Íslands í baráttunni við veiruna hefði verið mjög mikil – og komið Íslandi rækilega á kortið í þessum efnum. „Það má líka geta þess að bara frá í lok febrúar og fram í miðjan maí var búið að birta um 50 þúsund fréttir í erlendum miðlum um árangur Íslands í tengslum við Covid. Og við sjáum það bersýnilega í könnununni að það er að skila sér til ferðamannanna sem eru kannski að huga að ferðalagi á næstu mánuðum og við erum á meðal þeirra efstu af löndunum sem eru að vinna gegn þessu ástandi,“ sagði Daði. „En þetta er áskorun með Ísland og smæð landsins að við fáum ekki að vera með á þessum listum því verg landsframleiðsla er ekki nógu há til að þeir taki okkur inn á þessa lista.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Ferðamenn sem líklegir eru til millilandaferðalaga næstu mánuði telja Ísland einn af öruggustu áfangastöðum sem völ er á með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Þetta herma niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir Breta, Bandaríkjamenn og Þjóðverja. Fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu segir að erlend fjölmiðlaumfjöllun um góðan árangur Íslands í baráttunni við veiruna hafi verið góð markaðssetning og Ísland sé því ekki að missa af lestinni í þeim efnum. Því var velt upp í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær að þegar leitað væri á netinu að öruggustu löndum heims með tilliti til kórónuveirunnar kæmu upp listar hvar Ísland væri hvergi að finna. Lýst var yfir áhyggjum af því að Ísland væri þannig að missa af lestinni hvað varðar markaðssetningu sem öruggt Covid-land á erlendri grundu. Daði Guðjónsson fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki taka undir að Ísland væri að missa af lestinni og benti á niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir innan „kjarnamarkaðssvæða“, þ.e. Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Þar kemur bersýnilega í ljós að það ríkir mikið traust gagnvart Íslandi sem áfangastað og sem landi að berjast gegn Covid-19. Eins og hefur komið fram í fréttum, Ísland skapar sér heimsathygli fyrir árangurinn,“ sagði Daði. „Þegar fólk er spurt opið, hvaða löndum treystirðu og Ísland er þar á meðal, 70 prósent af þessum ferðamönnum sem eru líklegri til að ferðast fyrr en aðrir þegar landamæri fara að opnast segjast treysta Íslandi gagnvart því að taka vel á málefnum varðandi Covid-19. Við erum þar á pari við Danmörku, Þýskaland og Kanada.“ Þá benti Daði á að umfjöllun erlendra fjölmiðla um árangur Íslands í baráttunni við veiruna hefði verið mjög mikil – og komið Íslandi rækilega á kortið í þessum efnum. „Það má líka geta þess að bara frá í lok febrúar og fram í miðjan maí var búið að birta um 50 þúsund fréttir í erlendum miðlum um árangur Íslands í tengslum við Covid. Og við sjáum það bersýnilega í könnununni að það er að skila sér til ferðamannanna sem eru kannski að huga að ferðalagi á næstu mánuðum og við erum á meðal þeirra efstu af löndunum sem eru að vinna gegn þessu ástandi,“ sagði Daði. „En þetta er áskorun með Ísland og smæð landsins að við fáum ekki að vera með á þessum listum því verg landsframleiðsla er ekki nógu há til að þeir taki okkur inn á þessa lista.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15
Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36
Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24