„Ég var föst á Íslandi frá 1. mars til 31. maí sem ferðamaður. Ég var það heppin að sjá árstíðirnar breytast og upplifa landið nánast ferðamannalaust,“ segir kona að nafni Meryl á Reddit.
Þar hefur hún opnað þráð til að ræða dvöl sína hér á landi. Hún bendir á Instagram-reikning sinn þar sem hún hefur birt myndir frá dvöl sinni.
Meryl ferðaðist töluvert um landið en hún segist hafa safnað fyrir þessari ferð í langan tíma en hafi þurft að gista á ódýrari stöðum vegna þess að dvölin varð lengri en til stóð.
Hér má sjá myndir á Instagram-reikningi Meryl og sjá landið nánast ferðamannalaust.