Enskt úrvalsdeildarfélag tók lán upp á 29 milljarða til að ná endum saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 23:00 Þetta hefur verið strembið tímabil hjá Tottenham, innan vallar sem utan. EPA-EFE/ANDY RAIN Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur tók lán upp á 175 milljónir punda þar sem liðið verður af gífurlegum upphæðum sökum kórónufaraldursins. Íþróttafélög um allan heim verða af gífurlegum fjárhæðum sökum kórónufaraldursins. Talið er að Tottenham verði af allt að 200 milljónum punda sökum þess að þurfa leika fyrir luktum dyrum en völlur félagsins tekur ríflega 62 þúsund manns í sæti. Þá verður félagið af miklum tekjum vegna annarra viðburða sem áttu að fara fram á heimavelli þeirra - sem heitir einfaldlega Tottenham Hotspur völlurinn - en hefur nú verið aflýst. Þar má nefna tónleika hjá Lady Gaga og Guns N‘ Roses sem og titilbardaga Anthony Joshua gegn Kubrat Pulev. Hefur félagið því ákveðið að taka lán upp á 175 milljónir punda eða 29 milljarða íslenskra króna. Daniel Levy, formaður Tottenham, segir að félagið hafi aldrei lent í öðru eins. „Á mínum tuttugu árum sem formaður félagsins hafa verið margar hindranir sem hefur þurft að yfirstíga en engin af þessari stærðargráðu. Það er mikilvægt að við vinnum saman og finnum örugga leið til að hleypa áhorfendum aftur á íþróttaleikvanga,“ sagði Levy í viðtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins, BBC. Eftir að hafa tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár er Tottenham sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir nágrönnum sínum í Chelsea sem sitja í 4. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Það gæti þó farið svo að liðið í 5. sæti fái sæti í Meistaradeildinni fari það svo að Manchester City verði dæmt í bann fyrir brot á fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur tók lán upp á 175 milljónir punda þar sem liðið verður af gífurlegum upphæðum sökum kórónufaraldursins. Íþróttafélög um allan heim verða af gífurlegum fjárhæðum sökum kórónufaraldursins. Talið er að Tottenham verði af allt að 200 milljónum punda sökum þess að þurfa leika fyrir luktum dyrum en völlur félagsins tekur ríflega 62 þúsund manns í sæti. Þá verður félagið af miklum tekjum vegna annarra viðburða sem áttu að fara fram á heimavelli þeirra - sem heitir einfaldlega Tottenham Hotspur völlurinn - en hefur nú verið aflýst. Þar má nefna tónleika hjá Lady Gaga og Guns N‘ Roses sem og titilbardaga Anthony Joshua gegn Kubrat Pulev. Hefur félagið því ákveðið að taka lán upp á 175 milljónir punda eða 29 milljarða íslenskra króna. Daniel Levy, formaður Tottenham, segir að félagið hafi aldrei lent í öðru eins. „Á mínum tuttugu árum sem formaður félagsins hafa verið margar hindranir sem hefur þurft að yfirstíga en engin af þessari stærðargráðu. Það er mikilvægt að við vinnum saman og finnum örugga leið til að hleypa áhorfendum aftur á íþróttaleikvanga,“ sagði Levy í viðtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins, BBC. Eftir að hafa tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár er Tottenham sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir nágrönnum sínum í Chelsea sem sitja í 4. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Það gæti þó farið svo að liðið í 5. sæti fái sæti í Meistaradeildinni fari það svo að Manchester City verði dæmt í bann fyrir brot á fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira
Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00
Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30