„Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2020 14:37 Samninganefnd hjúkrunarfræðinga hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Sigurjón „Þessar niðurstöður eru að mínu mati mjög afgerandi þannig að við bara förum í þetta að stefna á verkfall mánudaginn 22. júní klukkan 08:00,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við fréttastofu. Félagsmenn sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálaráðherra samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kynntar um hálf tvö í dag en boðað var til atkvæðagreiðslunnar á þriðjudaginn síðastliðinn eftir að fundi samninganefnda Fíh og ríkisins var slitið. Annar fundur er fyrirhugaður á mánudaginn næstkomandi. „Það er aldrei gott að fara í verkfall og það að boða til verkfalls er í rauninni eitt síðasta úrræðið sem stéttarfélag vill beita. Nú eru þetta orðnir tæpir fimmtán mánuðir í heildina og það er rúmur mánuður frá því að kjarasamningurinn sem skrifað var undir var felldur,“ segir Guðbjörg. „Við sjáum ekki fram á annað og það ber það mikið í milli að við sjáum enga aðra leið eins og staðan er núna en við erum alveg tilbúin í samtalið og við ætlum að gera það.“ Viðræður hafa nú staðið yfir í rúman mánuð síðan kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir síðan í lok mars 2019. „Eftir að samningurinn var felldur fyrir rúmum mánuði þá gerðum við könnun meðal okkar félagsmanna og fengum þar fram mjög afgerandi niðurstöðu í það hvað það var sem fólki fannst ábótavant og það er frekari hækkun grunnlauna.“ „Það samtal hefur ekki gengið eftir sem skyldi og það ber enn það mikið í milli og það er greinilegt með þessum skilaboðum, við erum að fá enn skýrari skilaboð frá félagsmönnum að þeir vilja að við höldum áfram baráttunni og við gerum það að sjálfsögðu,“ segir Guðbjörg. „Það eru gögn á borðinu sem við höfum verið að vinna með bæði frá fyrri samningi sem var felldur og eins auðvitað það sem við höfum verið að vinna að síðast liðinn mánuð. Þannig að við erum auðvitað með heilmikla vinnu á borðinu, við erum ekki alveg á núlli þar.“ „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst.“ Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
„Þessar niðurstöður eru að mínu mati mjög afgerandi þannig að við bara förum í þetta að stefna á verkfall mánudaginn 22. júní klukkan 08:00,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við fréttastofu. Félagsmenn sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálaráðherra samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kynntar um hálf tvö í dag en boðað var til atkvæðagreiðslunnar á þriðjudaginn síðastliðinn eftir að fundi samninganefnda Fíh og ríkisins var slitið. Annar fundur er fyrirhugaður á mánudaginn næstkomandi. „Það er aldrei gott að fara í verkfall og það að boða til verkfalls er í rauninni eitt síðasta úrræðið sem stéttarfélag vill beita. Nú eru þetta orðnir tæpir fimmtán mánuðir í heildina og það er rúmur mánuður frá því að kjarasamningurinn sem skrifað var undir var felldur,“ segir Guðbjörg. „Við sjáum ekki fram á annað og það ber það mikið í milli að við sjáum enga aðra leið eins og staðan er núna en við erum alveg tilbúin í samtalið og við ætlum að gera það.“ Viðræður hafa nú staðið yfir í rúman mánuð síðan kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir síðan í lok mars 2019. „Eftir að samningurinn var felldur fyrir rúmum mánuði þá gerðum við könnun meðal okkar félagsmanna og fengum þar fram mjög afgerandi niðurstöðu í það hvað það var sem fólki fannst ábótavant og það er frekari hækkun grunnlauna.“ „Það samtal hefur ekki gengið eftir sem skyldi og það ber enn það mikið í milli og það er greinilegt með þessum skilaboðum, við erum að fá enn skýrari skilaboð frá félagsmönnum að þeir vilja að við höldum áfram baráttunni og við gerum það að sjálfsögðu,“ segir Guðbjörg. „Það eru gögn á borðinu sem við höfum verið að vinna með bæði frá fyrri samningi sem var felldur og eins auðvitað það sem við höfum verið að vinna að síðast liðinn mánuð. Þannig að við erum auðvitað með heilmikla vinnu á borðinu, við erum ekki alveg á núlli þar.“ „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst.“
Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20