Leikkonan Dóra Jóhannsdóttir hefur sett íbúð sína við Holtsgötu í miðborg í Reykjavíkur á sölu.
Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á jarðhæð og er eignin lítillega niðurgrafin. Fallegur garður er fyrir utan íbúðina en húsið var byggt árið 1922. Séð og heyrt greinir fyrst frá.
Fasteignin er um 84 fermetrar að stærð og er ásett verð 42,5 milljónir. Aftur á móti er fasteignamatið 45,2 milljónir.
Tvö svefnherbergi er í íbúðinni og vekur steyptur sturtuklefi athygli þegar myndirnar eru skoðaðar eins og sjá má hér að neðan.




