Mennskir blaðamenn löguðu til eftir gervigreindina sem kemur í staðinn fyrir þá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 11:09 Upprunalega fréttin á vef MSN birtist með mynd af Leigh-Anne Pinnock, en ekki Jade Thirlwall, sem sjá má hér. Vísir/Getty Nýtt gervigreindarforrit Microsoft sem sér um að velja og ritstýra efni sem birtist á MSN.com gerði afdrifarík mistök á dögunum þegar það valdi ranga mynd af hljómsveitarmeðlimi hljómsveitarinnar Little Mix í frétt um hugleiðingar söngkonu sveitarinnar um kynþáttafordóma. Microsoft hefur haft her fréttamanna að störfum við að velja fréttir frá öðrum fjölmiðlum sem birtast á forsíðu MSN.com. Fréttamennirnir hafa séð um að velja hvaða fréttir birtast á forsíðunni. Sjá þeir um um að velja myndir, setja greinarnar upp og birta í búningi MSN. Microsoft deilir svo tekjunum sem fást vegna birtingarinnar á MSN með fréttamiðlunum sem upphaflega birtu fréttirnar sem valdar eru. Fyrir stuttu voru hins vegar áætlanir Microsoft um að segja fréttamönnunum upp sem sinnt hafa þessari þjónustu og nota þess í stað gervigreindarforrir kynntar. Microsoft virðist þegar vera byrjað að nýta sér þjónustu gervigreindarinnar ef marka má frétt Guardian. Blaðið hefur nefnilega heimildir fyrir því að það hafi verið gervigreindin sem varð til þess að MSN endurbirti frétt með hugleiðingum Jade Thirlwall, söngkonu Little Mix, um kynþáttafordóma. Forritið virðist hins vegar hafa valið mynd af Leigh-Anne Pinnock, sem er með Thirlwall í hljómsveitinni Little Mix með fréttinni, en ekki mynd af Thirlwall. Thirlwall og Pinnock voru ekki sáttar ef marka má Twitter-færslu þeirra um málið. Sagði Thirwall að þær stöllur lendi oft í þessum ruglingi og hún sé afar móðguð yfir því að MSN hafi ekki tekist að þekkja í sundur þá tvo hljómsveitarmeðlimi af fjórum sem séu ekki hvítir. It's really disrespectful. Is it so hard to remember 2 out of 4 members of the group ? I don't think so...We are worth more. If you want us to respect you, do the same. https://t.co/K91mUuCQKf— jade amelia thirlwall (@iamjadeamelia) June 6, 2020 Samkvæmt heimildum Guardian var það gervigreindarforritið sem gerði þessi mistök. Aðspurður um hvort til stæði að endurskoða ákvörðun um að segja upp mennskum fréttamönnum á kostnað gervigreindarinnar svaraði talsmaður fyrirtækisins því eingöngu að búið væri að setja rétta mynd við fréttina. Í frétt Guardian segir einnig að þeim fréttamönnum sem enn eru í starfi hjá Microsoft hafi verið sagt að ganga úr skugga um að frétt Guardian um málið, sem þessi frétt er byggð á, myndi ekki birtast á vef MSN, ef til þess kæmi að gervigreindin teldi þá frétt vera þess virði að endurbirta á MSN, þar sem Microsoft hafi í raun ekki stjórn á því hvaða efni hún velur til birtingar. Þá segir einnig að hinum mennsku fréttamönnum hafi einnig verið gert að eyða fréttum um gagnrýni á Microsoft vegna málsins, sem gervigreindin hafði valið á forsíðu MSN. Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tækni Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Nýtt gervigreindarforrit Microsoft sem sér um að velja og ritstýra efni sem birtist á MSN.com gerði afdrifarík mistök á dögunum þegar það valdi ranga mynd af hljómsveitarmeðlimi hljómsveitarinnar Little Mix í frétt um hugleiðingar söngkonu sveitarinnar um kynþáttafordóma. Microsoft hefur haft her fréttamanna að störfum við að velja fréttir frá öðrum fjölmiðlum sem birtast á forsíðu MSN.com. Fréttamennirnir hafa séð um að velja hvaða fréttir birtast á forsíðunni. Sjá þeir um um að velja myndir, setja greinarnar upp og birta í búningi MSN. Microsoft deilir svo tekjunum sem fást vegna birtingarinnar á MSN með fréttamiðlunum sem upphaflega birtu fréttirnar sem valdar eru. Fyrir stuttu voru hins vegar áætlanir Microsoft um að segja fréttamönnunum upp sem sinnt hafa þessari þjónustu og nota þess í stað gervigreindarforrir kynntar. Microsoft virðist þegar vera byrjað að nýta sér þjónustu gervigreindarinnar ef marka má frétt Guardian. Blaðið hefur nefnilega heimildir fyrir því að það hafi verið gervigreindin sem varð til þess að MSN endurbirti frétt með hugleiðingum Jade Thirlwall, söngkonu Little Mix, um kynþáttafordóma. Forritið virðist hins vegar hafa valið mynd af Leigh-Anne Pinnock, sem er með Thirlwall í hljómsveitinni Little Mix með fréttinni, en ekki mynd af Thirlwall. Thirlwall og Pinnock voru ekki sáttar ef marka má Twitter-færslu þeirra um málið. Sagði Thirwall að þær stöllur lendi oft í þessum ruglingi og hún sé afar móðguð yfir því að MSN hafi ekki tekist að þekkja í sundur þá tvo hljómsveitarmeðlimi af fjórum sem séu ekki hvítir. It's really disrespectful. Is it so hard to remember 2 out of 4 members of the group ? I don't think so...We are worth more. If you want us to respect you, do the same. https://t.co/K91mUuCQKf— jade amelia thirlwall (@iamjadeamelia) June 6, 2020 Samkvæmt heimildum Guardian var það gervigreindarforritið sem gerði þessi mistök. Aðspurður um hvort til stæði að endurskoða ákvörðun um að segja upp mennskum fréttamönnum á kostnað gervigreindarinnar svaraði talsmaður fyrirtækisins því eingöngu að búið væri að setja rétta mynd við fréttina. Í frétt Guardian segir einnig að þeim fréttamönnum sem enn eru í starfi hjá Microsoft hafi verið sagt að ganga úr skugga um að frétt Guardian um málið, sem þessi frétt er byggð á, myndi ekki birtast á vef MSN, ef til þess kæmi að gervigreindin teldi þá frétt vera þess virði að endurbirta á MSN, þar sem Microsoft hafi í raun ekki stjórn á því hvaða efni hún velur til birtingar. Þá segir einnig að hinum mennsku fréttamönnum hafi einnig verið gert að eyða fréttum um gagnrýni á Microsoft vegna málsins, sem gervigreindin hafði valið á forsíðu MSN.
Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tækni Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira