Gervigreind

Fréttamynd

Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan

Netverji sem var að rifja upp hverjir léku í frægri kvikmynd Michael Mann, Heat frá 1995, spurði leitarvélina Google hvort bandaríski stórleikarinn Marlon heitinn Brando hefði verið í glæstum leikarahóp myndarinnar. Svarið var á þá leið að Marlon Brando væri ekki á lóðaríi.

Lífið
Fréttamynd

Að apa eða skapa

Lýrufuglinn (e. lyrebird) er ein besta hermikráka náttúrunnar. Hann getur apað eftir nánast hvaða hljóði sem er, allt frá fuglasöng og hundagelti yfir í vélsög, myndavélasmelli og þjófavarnir.

Skoðun
Fréttamynd

Djöfullinn er í smá­at­riðunum

Það sem erfitt er að skilja fyrir flesta er hraðinn sem þróunin er á. Við höfum aldrei verið sérstaklega góð í að skilja stigvaxandi líkön eða veldisvöxt. Það sem hefur verið að gerast er að reiknigeta gervigreindarinnar hefur liðlega tífaldast á ári síðustu tíu árin. Það er ekki hundraðföldun eins og margir myndu kannski halda, heldur tíu í tíunda veldi eða tíu þúsund milljón sinnum hraðar en áður. Þetta er hröðun á tækni sem við höfum aldrei áður séð í mannkynssögunni.

Umræðan
Fréttamynd

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðar­skyni

Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vita ekki hver á­hrif fyrirætlanna Meta verða

Tæknifyrirtækið Meta hyggst nota opinbert efni notenda sinna á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram til að þjálfa gervigreind. Forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til að hafa varann á hvað það birti á samfélagsmiðlum. Hún ætlar sjálf að afþakka að efnið hennar verði notað en fólk þurfa taka sjálfstæða ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Mælir með því að tala við gervi­greind sem sál­fræðing

„Er hægt að spyrja hana að öllu?“ er spurning sem margir spyrja sig að þegar kemur að gervigreind. „Já, í raun og veru, þetta er eins og leitarvél á sterum”. Þetta segir Guðjón Már Guðjónsson, oftast kenndur við Oz, sem var gestur Bakarísins á Bylgjunni síðasta laugardag. ​​Sjálfur notar Guðjón gervigreindina daglega og bæði í leik og starfi. 

Lífið
Fréttamynd

Gervigreindin tekur yfir vinnu­staðinn; 15 dæmi

Árið 2035 er gervigreind ekki lengur framtíðin – hún er kerfið sem við vinnum innan. Sumir fagna frelsinu frá einhæfum verkefnum; aðrir hafa misst vinnuna, tilgang og sjálfsmynd. Í þessari grein heimsækjum við 15 vinnustaði sem Gervigreindin hefur umbreytt að 10 árum liðnum og veltum fyrir okkur: Erum við tilbúin fyrir afleiðingarnar?

Skoðun
Fréttamynd

Stalín á ekki roð í algrímið

Gervigreind er að verða betri en við sjálf í að þekkja og hafa áhrif á okkur. Sem þýðir að í fyrsta skipti í sögunni geta utanaðkomandi aðilar vitað meira um tilfinningalíf okkar en við sjálf og notað þær upplýsingar gegn okkur, til að viðhalda þeim kerfum sem eru uppspretta auðs þeirra og valda.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­endur ekki að hvetja starfs­fólk til að nýta gervi­greindina enda kynslóðamunur á not­endum

„Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum

Titill þessarar greinar er ekki valinn af tilviljun, með hraðri tækniþróun höfum við nú þegar snjalltæki á náttborðinu sem fylgjast með svefni, hjartslætti og súrefnismettun, eins og hjúkrunarfræðingur. Sama tækni er farin að veita heilsugreiningar og læknisráð á ferðinni, nánast eins og læknir sem býr í vasanum.

Skoðun
Fréttamynd

Fækkum kennurum um 90%

Gervigreind í íslensku skólakerfi: Skynsöm fjárfesting fyrir betra nám, hagkvæmari rekstur og samfélag framtíðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rök­hugsun?

Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­kerfið sé í vanda þegar ung­menni kunna ekki að beita rökum

Guðmundur Björnsson aðjunkt við ferðamálafræði segir það vekja upp spurningar um íslenska grunnskólakerfið ef nemendur skilji ekki lykilhugtök eins og rök eða röksemdarfærslu. Guðmundur segir frá því í aðsendri grein að fimmtán ára ungmenni hafi fengið það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð en ekki vitað hvað rök þýðir.

Innlent
Fréttamynd

Opið á­kall til þjóðarinnar – frá ótta til bjart­sýni á gervigreindaröld

Við stöndum á tímamótum. Gervigreind er ekki lengur fjarlæg framtíðartækni – hún er þegar orðin órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar. Hún mótar störfin okkar, samskipti, menntun, fjölmiðla og jafnvel lýðræði. Þrátt fyrir þetta ríkir enn mikil óvissa og víða ótti í samfélaginu. Sumir sjá ótal tækifæri, á meðan aðrir óttast hið óþekkta og spyrja sig: Hvert stefnum við?

Skoðun
Fréttamynd

Sér­fræðingur í gervi­greind til KPMG

Gísli Ragnar Guðmundsson hefur gengið til liðs við ráðgjafarsvið KPMG í stafrænni ráðgjöf, með áherslu á gervigreind. Hann hefur starfað við tækniþróun og innleiðingu á stafrænum verkefnum síðan 2015, bæði hérlendis og erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orðið er þitt: Af orð­snillingum og hjálpar­dekkjum

Það er mikil kúnst að geta komið fyrir sig orði. Mikilvægi þessarar færni hefur staðist tímans tönn og er líklega eitt af því fáa sem gervigreindin fær ekki haggað, sama hversu snjöll hún verður. Allt það mannlega verður verðmætara og þá ekki síst það hvernig við förum með orðin, bæði töluð og rituð.

Skoðun