Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2020 19:20 Heilbrigðisráðherra segir bæði formlegar og óformlegar viðræður eiga sér stað til lausnar á kjaradeilu ríkisins og hjúkrunarfræðinga og hún voni að deilan leysist áður en til aðgerða þeirra komi eftir um hálfan mánuð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherrsa kynntu aðgerðir í dag til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Svandís segir að unnið hafi verið að því frá því í fyrra haust að móta aðgerðir til að fjölga nemendum í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þá verður boðið upp á nám í sjúkraþjálfun á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingum meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma, auk fjölgunar í inntöku í almennt hjúkrunarnám. Heilbrigðis- og menntamálaráðherra kynntu aðgerðir í morgun til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og til að koma á sjúkraliðanámi á háskólastigi frá og með haustinu 2021.Stöð 2/Baldur „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með 22. júní en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilu þeirra á fimmtudag. Svandís segir heilbrigðismál alltaf á dagskrá. „Þannig að þessi tillaga sprettur ekki bara upp úr því umhverfi sem við erum í núna varðandi kjaraviðræður við hjúkrunarfræðinga. Og heldur ekki þeirri staðreynd að við erum búin að vera að glíma við covid19 í vetur, heldur vegna þess að við erum búinn að undirbúa okkur undir þetta með löngum aðdraganda,“ segir Svandís. Hún vilji leggja allt að mörkum til að samningar náist sem fyrst við hjúkrunarfræðinga. „En Það eru samtöl í gangi, bæði formlega og óformleg og ég auðvitað vonast til að við náum að leysa þetta í tæka tíð.“ Þannig að það verði ekki að aðgerðum? „Já, þannig að það verði ekki að aðgerðum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir bæði formlegar og óformlegar viðræður eiga sér stað til lausnar á kjaradeilu ríkisins og hjúkrunarfræðinga og hún voni að deilan leysist áður en til aðgerða þeirra komi eftir um hálfan mánuð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherrsa kynntu aðgerðir í dag til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Svandís segir að unnið hafi verið að því frá því í fyrra haust að móta aðgerðir til að fjölga nemendum í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þá verður boðið upp á nám í sjúkraþjálfun á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingum meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma, auk fjölgunar í inntöku í almennt hjúkrunarnám. Heilbrigðis- og menntamálaráðherra kynntu aðgerðir í morgun til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og til að koma á sjúkraliðanámi á háskólastigi frá og með haustinu 2021.Stöð 2/Baldur „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með 22. júní en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilu þeirra á fimmtudag. Svandís segir heilbrigðismál alltaf á dagskrá. „Þannig að þessi tillaga sprettur ekki bara upp úr því umhverfi sem við erum í núna varðandi kjaraviðræður við hjúkrunarfræðinga. Og heldur ekki þeirri staðreynd að við erum búin að vera að glíma við covid19 í vetur, heldur vegna þess að við erum búinn að undirbúa okkur undir þetta með löngum aðdraganda,“ segir Svandís. Hún vilji leggja allt að mörkum til að samningar náist sem fyrst við hjúkrunarfræðinga. „En Það eru samtöl í gangi, bæði formlega og óformleg og ég auðvitað vonast til að við náum að leysa þetta í tæka tíð.“ Þannig að það verði ekki að aðgerðum? „Já, þannig að það verði ekki að aðgerðum,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16