Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni Heimsljós 10. júní 2020 12:10 Forsíðumynd skýrslu NRC Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku, samkvæmt árlegum lista norska flóttamannaráðsins (NRC) sem birtur var í dag. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning og minnstu athyglina eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. Að mati NRC er óttast að ástandið versni á árinu vegna kórónaveirufaraldursins. Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins segir að fyrrnefnd átakasvæði í Afríku þar sem milljónir íbúa neyðist til að hrekjast burt af heimilum sínum, séu enn og aftur þau neyðarsvæði í heiminum sem fá minnst fjármagn og minnstu athygli fjölmiðla. „Þrátt fyrir óskaplega neyð og alþjóðleg neyðarköll er enginn að hlusta,“ segir Jan Egland. Listinn yfir vanræktustu neyðarsvæðin byggir á greiningu á 40 heimshlutum þar sem fólk neyðist til að flýja vegna átaka. Þrjú viðmið eru lögð til grundvallar: skortur á fjármagni, skortur á athygli fjölmiðla, og pólitískt og diplómatískt áhugaleysi. Venesúela er eina landið utan Afríku á listanum en tíu efstu löndin eru þessi: Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Búrkína Fasó, Búrúndi, Venesúela, Malí, Suður-Súdan, Nígería, Miðafríkulýðveldið og Níger. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Kamerún Búrkína Fasó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent
Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku, samkvæmt árlegum lista norska flóttamannaráðsins (NRC) sem birtur var í dag. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning og minnstu athyglina eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. Að mati NRC er óttast að ástandið versni á árinu vegna kórónaveirufaraldursins. Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins segir að fyrrnefnd átakasvæði í Afríku þar sem milljónir íbúa neyðist til að hrekjast burt af heimilum sínum, séu enn og aftur þau neyðarsvæði í heiminum sem fá minnst fjármagn og minnstu athygli fjölmiðla. „Þrátt fyrir óskaplega neyð og alþjóðleg neyðarköll er enginn að hlusta,“ segir Jan Egland. Listinn yfir vanræktustu neyðarsvæðin byggir á greiningu á 40 heimshlutum þar sem fólk neyðist til að flýja vegna átaka. Þrjú viðmið eru lögð til grundvallar: skortur á fjármagni, skortur á athygli fjölmiðla, og pólitískt og diplómatískt áhugaleysi. Venesúela er eina landið utan Afríku á listanum en tíu efstu löndin eru þessi: Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Búrkína Fasó, Búrúndi, Venesúela, Malí, Suður-Súdan, Nígería, Miðafríkulýðveldið og Níger. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Kamerún Búrkína Fasó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent