Hrun á Wall Steet eftir svartar kórónuveirutölur Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2020 22:45 Kórónuveiran heldur áfram að hafa mikil áhrif á efnahag heimsins. Svartsýnari tölur um þróun faraldursins í Bandaríkjunum virðast hafa skekið fjárfesta á Wall Street. AP/Mark Lennihan Verð á hlutabréfum á Wall Street hrundi meira en það hefur gert frá upphafsdögum kórónuveirufaraldursins um miðjan mars eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik vestanhafs í dag. Seðlabanki Bandaríkjanna varaði við því í gær að efnahagsbati eftir dýpstu niðursveiflu í áratugi yrði hægur. Dow Jones-vísitalan lækkaði um meira en 1.800 stig í dag og S&P500-vísitalan um 5,9%. Slíkt verðhrun hefur ekki átt sér stað frá um miðjan mars þegar viðskipti voru ítrekað stöðvuð í kauphöllinni. Þrátt fyrir tugi þúsunda dauðsfalla og mestu efnahagsþrengingar í áratugi höfðu hlutabréfamarkaðir náð sér nær algerlega undanfarnar vikur. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar hafi talið að viðsnúningurinn frá því í mars hafi verið ýktur og endurspeglaði ekki alvarlegt efnahagsástandið. Nýjum kórónuveirusmitum fjölgar nú í tæpum helmingi ríkja Bandaríkjanna. Sú þróun er að hluta til rakin til þess að ríki eru byrjuð að slaka á takmörkunum sem var komið á vegna faraldursins. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í dag að Bandaríkin gætu ekki látið faraldurinn stöðva hjól efnahagslífsins aftur. Hann sé tilbúinn að biðja þingið um meiri fjármuni til að örva efnahagslífið en frekari fjárútlátum yrði beint að þeim geirum sem væru í mestu kröggunum, þar á meðal til veitingastaða, hótela, ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækja, að sögn Reuters. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Verð á hlutabréfum á Wall Street hrundi meira en það hefur gert frá upphafsdögum kórónuveirufaraldursins um miðjan mars eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik vestanhafs í dag. Seðlabanki Bandaríkjanna varaði við því í gær að efnahagsbati eftir dýpstu niðursveiflu í áratugi yrði hægur. Dow Jones-vísitalan lækkaði um meira en 1.800 stig í dag og S&P500-vísitalan um 5,9%. Slíkt verðhrun hefur ekki átt sér stað frá um miðjan mars þegar viðskipti voru ítrekað stöðvuð í kauphöllinni. Þrátt fyrir tugi þúsunda dauðsfalla og mestu efnahagsþrengingar í áratugi höfðu hlutabréfamarkaðir náð sér nær algerlega undanfarnar vikur. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar hafi talið að viðsnúningurinn frá því í mars hafi verið ýktur og endurspeglaði ekki alvarlegt efnahagsástandið. Nýjum kórónuveirusmitum fjölgar nú í tæpum helmingi ríkja Bandaríkjanna. Sú þróun er að hluta til rakin til þess að ríki eru byrjuð að slaka á takmörkunum sem var komið á vegna faraldursins. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í dag að Bandaríkin gætu ekki látið faraldurinn stöðva hjól efnahagslífsins aftur. Hann sé tilbúinn að biðja þingið um meiri fjármuni til að örva efnahagslífið en frekari fjárútlátum yrði beint að þeim geirum sem væru í mestu kröggunum, þar á meðal til veitingastaða, hótela, ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækja, að sögn Reuters.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33