Tíu ár fyrir tilraun til manndráps Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2020 17:01 Árásin átti sér stað í Neskaupstað á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í árás sem gerð var í heimahúsi í Neskaupstað síðasta sumar. Dómurinn þyngdi þar með dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi manninn í sex ára fangelsi í nóvember síðastliðinn. Sigurði var sömuleiðis gert að greiða fórnarlambinu 2,7 milljónir króna í miskabætur. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, margsinnis ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi í Neskaupstað með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Stakk fórnarlambið í háls og margsinnis í líkama Sigurður stakk manninn í hálsinn og margsinnis í líkama, þar á meðal hægra megin framan á brjóstkassa, í kvið, í hægri síðu, mjaðmakamb og bak, hægri öxl, upphandlegg og hendi og vinstri hendi. Málinu var áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins, en Landsréttur staðfesti sakfellingu og heimfærslu brots hans til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að sannað þótti að Sigurður hefði sýnt einbeittan brotavilja við verknaðinn og að hending ein hefði ráðið því að fórnarlambið hefði ekki látist. Beinn ásetningur að fórnarlambið biði bana af Talið var að atlagan hefði verið með þeim hætti að það hafi verið beinn ásetningur Sigurðar að fórnarlambið biði bana af. Í dómi héraðsdóms kom fram að Sigurður hafi farið frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili mannsins í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Landsréttur hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í árás sem gerð var í heimahúsi í Neskaupstað síðasta sumar. Dómurinn þyngdi þar með dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi manninn í sex ára fangelsi í nóvember síðastliðinn. Sigurði var sömuleiðis gert að greiða fórnarlambinu 2,7 milljónir króna í miskabætur. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, margsinnis ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi í Neskaupstað með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Stakk fórnarlambið í háls og margsinnis í líkama Sigurður stakk manninn í hálsinn og margsinnis í líkama, þar á meðal hægra megin framan á brjóstkassa, í kvið, í hægri síðu, mjaðmakamb og bak, hægri öxl, upphandlegg og hendi og vinstri hendi. Málinu var áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins, en Landsréttur staðfesti sakfellingu og heimfærslu brots hans til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að sannað þótti að Sigurður hefði sýnt einbeittan brotavilja við verknaðinn og að hending ein hefði ráðið því að fórnarlambið hefði ekki látist. Beinn ásetningur að fórnarlambið biði bana af Talið var að atlagan hefði verið með þeim hætti að það hafi verið beinn ásetningur Sigurðar að fórnarlambið biði bana af. Í dómi héraðsdóms kom fram að Sigurður hafi farið frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili mannsins í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka.
Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira