Hefur orðið fyrir árásum vegna óþægilegra mála og segir „ofbeldismenningu“ viðgangast á Alþingi Sylvía Hall skrifar 15. júní 2020 15:34 Halldóra Mogensen segist flokka þær persónulegu árásir sem hún hefur orðið fyrir sem andlegt ofbeldi. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýndi menninguna á Alþingi harðlega á þingfundi í dag. Hún veltir fyrir sér hvort öðruvísi sé komið fram við konur í valdastöðum en karla. Þetta sagði Halldóra eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tilkynnti að hún myndi ekki sinna formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd áfram. Persóna hennar hefði sífellt verið dregin í svaðið og hún hafi verið notuð sem blóraböggull í umræðu um mál sem meirihlutanum þætti erfið. „Ég hef þurft persónulega að líða árásir og það sem ég myndi flokka sem andlegt ofbeldi þegar ég varpa ljósi á mál sem hafa verið óþægileg fyrir meirihlutann. Það hefur verið komið fram við mig á hátt sem ég efast um að væri gert ef ég væri karlmaður,“ sagði Halldóra. Hún sagði mikilvægt að spyrja þessara spurninga í því skyni að ná fram einhverri umræðu um þessi mál. Þá hvatti hún aðra til sjálfsskoðunar varðandi þá ofbeldismenningu sem þrifist inni á þinginu. „Mér finnst mikilvægt að spyrja spurninganna í þeirri von um að hún hvetji til umræðu og einhvers konar sjálfsskoðunar um þá ofbeldismenningu sem þrífst á þessum vinnustað sem ég hef fundið fyrir síðan ég steig hérna inn og litar alla okkar vinnu, og að hverjum hún beinist þessi menning. Og hvernig við komum fram við hvort annað,“ sagði Halldóra. Alþingi Píratar Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22 Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýndi menninguna á Alþingi harðlega á þingfundi í dag. Hún veltir fyrir sér hvort öðruvísi sé komið fram við konur í valdastöðum en karla. Þetta sagði Halldóra eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tilkynnti að hún myndi ekki sinna formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd áfram. Persóna hennar hefði sífellt verið dregin í svaðið og hún hafi verið notuð sem blóraböggull í umræðu um mál sem meirihlutanum þætti erfið. „Ég hef þurft persónulega að líða árásir og það sem ég myndi flokka sem andlegt ofbeldi þegar ég varpa ljósi á mál sem hafa verið óþægileg fyrir meirihlutann. Það hefur verið komið fram við mig á hátt sem ég efast um að væri gert ef ég væri karlmaður,“ sagði Halldóra. Hún sagði mikilvægt að spyrja þessara spurninga í því skyni að ná fram einhverri umræðu um þessi mál. Þá hvatti hún aðra til sjálfsskoðunar varðandi þá ofbeldismenningu sem þrifist inni á þinginu. „Mér finnst mikilvægt að spyrja spurninganna í þeirri von um að hún hvetji til umræðu og einhvers konar sjálfsskoðunar um þá ofbeldismenningu sem þrífst á þessum vinnustað sem ég hef fundið fyrir síðan ég steig hérna inn og litar alla okkar vinnu, og að hverjum hún beinist þessi menning. Og hvernig við komum fram við hvort annað,“ sagði Halldóra.
Alþingi Píratar Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22 Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22
Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30