Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2020 22:43 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hóf sérstaka umræðu um Reykjavíkurflugvöll á fundi borgarstjórnar í dag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sérstaka umræðu um flugvöllinn hóf Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. „Ég er að vekja athygli á málinu bara þannig að við séum öll – allir landsmenn – vakandi núna í sumar hvaða myrkraverk er verið að fara í á flugvellinum og á flugvallarsvæðinu. Ég er að vekja landsmenn upp, að við stöndum öll með flugvellinum í Vatnsmýri. Þetta er öryggi okkar allra,“ segir Vigdís. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til fyrir hönd borgarfulltrúa flokksins að uppbyggingu nýja Skerjafjarðar yrði frestaðStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Marta Guðjónsdóttir fór fyrir tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fresta nýrri byggð í Skerjafirði. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði einnig fram bókun um að fresta ætti byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann færi. „Okkur finnst borgaryfirvöld hafa farið fram með offorsi og hafa leynt og ljóst verið að reyna að loka Reykjavíkurflugvelli,“ sagði Marta. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar verið klofinn í afstöðu sinni til Skerjafjarðar en mjög breið samstaða um það í borgarstjórn að þetta sé frábært byggingarland með miklum tækifærum og auðvitað verðlaunaskipulag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það hafa ekki farið fram veðurfarslegar athuganir varðandi það hvaða áhrif ný byggð í Skerjafirði mun hafa á flugöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Marta. „Þetta atriði frá Isavia, þeir eru að leita til hollensku geimferðastofnunarinnar varðandi vindmælingar. Þetta mál er allt í uppnámi,“ segir Vigdís. „Ef að Isavia telur að það gagni að þeir meti stöðuna fyrir þá, þá er það bara sjálfsagt að fá það upp á borðið,“ segir Dagur. „Reykjavíkurborg er að verða skaðabótaskyld gagnvart ríkinu vegna þess að það virðist ekki vera neitt samráð við ríkið varðandi þessa uppbygginu í Skerjafirði,“ segir Vigdís. „Við munum að sjálfsögðu virða hann, í einu og öllu. Sextíu prósent af því landi sem núna er verið að skipuleggja kemur úr þessum ríkissamningi og fjörutíu prósent er borgarinnar. En við munum að sjálfsögðu standa við allt í honum gagnvart ríkinu,“ segir Dagur. „Þá hefur verið ofþétting byggðar miðsvæðis í Reykjavík. Við eigum nægt landrými í Úlfarsárdal. Við eigum landrými í Geldinganesi og á fleiri stöðum í borginni,“ segir Marta. Mynd af deiliskipulagstillögu að fyrri áfanga nýja Skerjafjarðar.Mynd/Reykjavíkurborg. „Það er mikill metnaður í þessu af okkar hálfu og við erum að vanda okkur,“ segir Dagur. -En kemur þá ekki til greina að fresta Skerjafjarðarbyggð? „Það væri óskynsamlegt. Við þurfum húsnæðisuppbyggingu. Við þurfum að setja verkefni í gang sem eru tilbúin. Líka bara efnahagslífsins vegna. Þannig að ef að við myndum hrökkva í kút í hvert einasta skipti sem við fengjum athugasemdir við skipulag þá myndi lítið byggjast í Reykjavík,“ svarar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sérstaka umræðu um flugvöllinn hóf Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. „Ég er að vekja athygli á málinu bara þannig að við séum öll – allir landsmenn – vakandi núna í sumar hvaða myrkraverk er verið að fara í á flugvellinum og á flugvallarsvæðinu. Ég er að vekja landsmenn upp, að við stöndum öll með flugvellinum í Vatnsmýri. Þetta er öryggi okkar allra,“ segir Vigdís. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til fyrir hönd borgarfulltrúa flokksins að uppbyggingu nýja Skerjafjarðar yrði frestaðStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Marta Guðjónsdóttir fór fyrir tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fresta nýrri byggð í Skerjafirði. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði einnig fram bókun um að fresta ætti byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann færi. „Okkur finnst borgaryfirvöld hafa farið fram með offorsi og hafa leynt og ljóst verið að reyna að loka Reykjavíkurflugvelli,“ sagði Marta. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar verið klofinn í afstöðu sinni til Skerjafjarðar en mjög breið samstaða um það í borgarstjórn að þetta sé frábært byggingarland með miklum tækifærum og auðvitað verðlaunaskipulag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það hafa ekki farið fram veðurfarslegar athuganir varðandi það hvaða áhrif ný byggð í Skerjafirði mun hafa á flugöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Marta. „Þetta atriði frá Isavia, þeir eru að leita til hollensku geimferðastofnunarinnar varðandi vindmælingar. Þetta mál er allt í uppnámi,“ segir Vigdís. „Ef að Isavia telur að það gagni að þeir meti stöðuna fyrir þá, þá er það bara sjálfsagt að fá það upp á borðið,“ segir Dagur. „Reykjavíkurborg er að verða skaðabótaskyld gagnvart ríkinu vegna þess að það virðist ekki vera neitt samráð við ríkið varðandi þessa uppbygginu í Skerjafirði,“ segir Vigdís. „Við munum að sjálfsögðu virða hann, í einu og öllu. Sextíu prósent af því landi sem núna er verið að skipuleggja kemur úr þessum ríkissamningi og fjörutíu prósent er borgarinnar. En við munum að sjálfsögðu standa við allt í honum gagnvart ríkinu,“ segir Dagur. „Þá hefur verið ofþétting byggðar miðsvæðis í Reykjavík. Við eigum nægt landrými í Úlfarsárdal. Við eigum landrými í Geldinganesi og á fleiri stöðum í borginni,“ segir Marta. Mynd af deiliskipulagstillögu að fyrri áfanga nýja Skerjafjarðar.Mynd/Reykjavíkurborg. „Það er mikill metnaður í þessu af okkar hálfu og við erum að vanda okkur,“ segir Dagur. -En kemur þá ekki til greina að fresta Skerjafjarðarbyggð? „Það væri óskynsamlegt. Við þurfum húsnæðisuppbyggingu. Við þurfum að setja verkefni í gang sem eru tilbúin. Líka bara efnahagslífsins vegna. Þannig að ef að við myndum hrökkva í kút í hvert einasta skipti sem við fengjum athugasemdir við skipulag þá myndi lítið byggjast í Reykjavík,“ svarar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25
Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45