Gleðilega hátíð! Sóley Tómasdóttir skrifar 19. júní 2020 11:00 Á Íslandi er því fagnað í dag að 105 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Í Bandaríkjunum er dagurinn táknrænn fyrir afnám þrælahalds fyrir 155 árum. 19. júní er kvenréttindadagurinn á Íslandi og Juneteenth í Bandaríkjunum. Það er hrein tilviljun að þessi dagur marki þessi tvenn tímamót en umhugsunarvert engu að síður. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að sem hvít kona mun ég aldrei skilja veruleika svarts fólks til fullnustu. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að leggja þrælahald og kosningarétt að jöfnu og það er ekki markmiðið með þessum pistli, heldur hitt, að beina athyglinni að lagskiptu valdakerfi heimsins þar sem forréttindahópar skilgreina og skammta frelsi og réttindi. Þrælahaldið var ekki afnumið á einum degi og þessi eini dagur var ekki endapunktur baráttunnar. Svart fólk hefur háð blóðuga baráttu þar sem fjöldi fólks hefur fórnað lífi sínu fyrir málstaðinn í árhundruð og enn er langt í land að það geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminum. Kosningarétturinn kom ekki heldur á einum degi. Konur öðluðust hann í skrefum eftir áralanga baráttu og kvenfrelsisbaráttan var engan veginn í höfn að honum loknum. Enn er langt í land að konur geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminium. Þessi dagur á þó fyrst og fremst eitt sameiginlegt í löndunum tveimur. Hann er sögulegur fyrir þær sakir að hvítir karlar afsöluðu sér broti af forréttindum sínum í þessum tveimur löndum. Hvítir karlar sem sátu aleinir og óskoraðir á valdastólum. Arfleifð hvítra karla er arfleifð kúgunar þó sögubækur geri henni ekkert sérstaklega góð skil. Hvítir karlar voru herrar og eigendur annars fólks og enn eimir eftir af þeirri arfleifð um heim allan. Black lives matter hreyfingin stendur nú fyrir löngu tímabærri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítu fólki á kostnað svarts fólks með beinni og óbeinni mismunun af völdum innbyggðra fordóma og stofnanabundins rasisma. Femínistahreyfingin hefur sömuleiðis staðið fyrir mikilvægri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítum körlum á kostnað kvenna og fólks sem er jaðarsett af öðrum ástæðum með beinni og óbeinni mismunun af völdum fordóma og stofnanabundinnar karlrembu. Ég vil því enda þennan pistil á að hvetja okkur öll, þó sér í lagi hvíta karla, til að horfa innávið og tileinka sér kröfur Black lives matter hreyfingarinnar. Hlustum, lærum og reynum að skilja hvernig við getum nýtt forréttindi okkar og samfélagslega stöðu til að stuðla að sanngjarnara samfélagi þar sem við getum öll verið óhult, þar sem við njótum öll sjálfsagðra réttinda og þar sem við höfum öll tækifæri til þátttöku og framlags á eigin forsendum. Þannig heiðrum við framlag formæðra okkar og -feðra sem vörðuðu veginn að þeim mannréttindum sem við fögnum í dag. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Á Íslandi er því fagnað í dag að 105 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Í Bandaríkjunum er dagurinn táknrænn fyrir afnám þrælahalds fyrir 155 árum. 19. júní er kvenréttindadagurinn á Íslandi og Juneteenth í Bandaríkjunum. Það er hrein tilviljun að þessi dagur marki þessi tvenn tímamót en umhugsunarvert engu að síður. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að sem hvít kona mun ég aldrei skilja veruleika svarts fólks til fullnustu. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að leggja þrælahald og kosningarétt að jöfnu og það er ekki markmiðið með þessum pistli, heldur hitt, að beina athyglinni að lagskiptu valdakerfi heimsins þar sem forréttindahópar skilgreina og skammta frelsi og réttindi. Þrælahaldið var ekki afnumið á einum degi og þessi eini dagur var ekki endapunktur baráttunnar. Svart fólk hefur háð blóðuga baráttu þar sem fjöldi fólks hefur fórnað lífi sínu fyrir málstaðinn í árhundruð og enn er langt í land að það geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminum. Kosningarétturinn kom ekki heldur á einum degi. Konur öðluðust hann í skrefum eftir áralanga baráttu og kvenfrelsisbaráttan var engan veginn í höfn að honum loknum. Enn er langt í land að konur geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminium. Þessi dagur á þó fyrst og fremst eitt sameiginlegt í löndunum tveimur. Hann er sögulegur fyrir þær sakir að hvítir karlar afsöluðu sér broti af forréttindum sínum í þessum tveimur löndum. Hvítir karlar sem sátu aleinir og óskoraðir á valdastólum. Arfleifð hvítra karla er arfleifð kúgunar þó sögubækur geri henni ekkert sérstaklega góð skil. Hvítir karlar voru herrar og eigendur annars fólks og enn eimir eftir af þeirri arfleifð um heim allan. Black lives matter hreyfingin stendur nú fyrir löngu tímabærri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítu fólki á kostnað svarts fólks með beinni og óbeinni mismunun af völdum innbyggðra fordóma og stofnanabundins rasisma. Femínistahreyfingin hefur sömuleiðis staðið fyrir mikilvægri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítum körlum á kostnað kvenna og fólks sem er jaðarsett af öðrum ástæðum með beinni og óbeinni mismunun af völdum fordóma og stofnanabundinnar karlrembu. Ég vil því enda þennan pistil á að hvetja okkur öll, þó sér í lagi hvíta karla, til að horfa innávið og tileinka sér kröfur Black lives matter hreyfingarinnar. Hlustum, lærum og reynum að skilja hvernig við getum nýtt forréttindi okkar og samfélagslega stöðu til að stuðla að sanngjarnara samfélagi þar sem við getum öll verið óhult, þar sem við njótum öll sjálfsagðra réttinda og þar sem við höfum öll tækifæri til þátttöku og framlags á eigin forsendum. Þannig heiðrum við framlag formæðra okkar og -feðra sem vörðuðu veginn að þeim mannréttindum sem við fögnum í dag. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun