Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-1 | FH-ingar með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2020 21:55 FH-ingar fagna. Þeir eru með fullt hús stiga í Pepsi Max-deildinni líkt og Blikar og Stjörnumenn. vísir/hag FH vann góðan sigur á ÍA, 2-1, í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Jónatan Ingi Jónsson og Steven Lennon skoruðu mörk FH-inga sem eru með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði mark Skagamanna úr vítaspyrnu. ÍA er áfram með þrjú stig. FH-ingar voru mun sterkari aðilinn, sérstaklega í seinni hálfleik, og sigurinn hefði átt að vera mun öruggari. Heimamenn fóru hins vegar illa með færin sín og mark Tryggva sex mínútum fyrir leikslok hleypti spennu í leikinn. Í fyrri hálfleik voru FH-ingar betri, héldu boltanum vel og voru hættulegir. Á 17. mínútu sendi Daníel Hafsteinsson inn fyrir vörn ÍA á Jónatan sem vippaði boltanum yfir markið. Andartaki síðar komst Björn Daníel Sverrisson í dauðafæri eftir misheppnað uppspil Skagamanna en Árni Snær Ólafsson varði skot hans. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks átti Árni misheppnaða spyrnu fram sem fór beint á Jónatan. Hann fann Steven Lennon vinstra megin í vítateig ÍA en Árni varði slakt skot hans. Mínútu fyrir hálfleik átti Steinar Þorsteinsson hörkuskot, rétt framhjá marki FH. Það var besta tækifæri gestanna í fyrri hálfleik. Á 51. mínútu kom Jónatan FH yfir eftir frábært einstaklingsframtak. Hann lék glæsilega á Brynjar Snæ Pálsson og skoraði svo með skoti úr þröngu færi. Sex mínútum síðar sendi Daníel boltann inn fyrir vörn ÍA á Lennon sem setti boltann framhjá Árna og skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu. Eftir rúmlega klukkutíma leik ætlaði Lennon að endurgjalda greiðann. Skotinn lagði upp dauðafæri fyrir Daníel en Akureyringurinn hitti ekki markið. Á 63. mínútu missti Árni boltann svo klaufalega fyrir fætur Mortens Beck Guldsmed sem átti skot í stöngina. Tækifærin til að skora fleiri mörk vantaði ekki en FH-ingar nýttu þau ekki. Það kom næstum því í bakið á þeim. Loksins þegar um tíu mínútur voru eftir hrukku Skagamenn í gang og létu aðeins reyna á Gunnar Nielsen í marki FH-inga. Þegar sex mínútur voru til leiksloka fékk ÍA vítaspyrnu. Tryggvi fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi, sitt annað mark á tímabilinu. Nær komust Skagamenn hins vegar ekki og fóru stigalausir úr Kaplakrika. Jónatan Ingi (til vinstri) átti frábæran leik á hægri kantinum hjá FH.vísir/hag Af hverju vann FH? FH-ingar voru mun sterkari í leiknum. Þeir léku betur en gegn HK-ingum í 1. umferðinni og sköpuðu fleiri færi. FH pressaði vel þegar ÍA reyndi að spila úr vörninni og vann boltann oft á hættulegum stöðum. Þá voru FH-ingar duglegir að fóðra Jónatan og láta hann hlaupa á varnarmenn Skagamanna með góðum árangri. Hverjir stóðu upp úr? Jónatan átti góðan leik gegn HK en frábæran leik í kvöld. Hann fór hrikalega illa með vinstri bakverði ÍA, sama hvort þeir hétu Aron Kristófer Lárusson eða Brynjar Snær Pálsson, og var hættulegur allan tímann. Daníel var einnig virkilega sprækur og bætir miklu við FH-liðið. Hann átti eina stoðsendingu og þær hefðu getað orðið fleiri. Lennon var alltaf ógnandi og Björn Daníel og Baldur Sigurðsson áttu góðan leik á miðjunni. Guðmann Þórisson og Guðmundur Kristjánsson voru einnig traustir í miðri vörninni. Stefán Teitur Þórðarson reyndi hvað hann gat hjá ÍA og Gísli Laxdal Unnarsson átti góða innkomu á hægri kantinn. Hvað gekk illa? ÍA lék ekkert sérstaklega vel í fyrri hálfleik en frammistaðan þar var hátíð miðað við frammistöðuna lengst af seinni hálfleiks. Akurnesingar áttu í stökustu vandræðum með flesta þætti leiksins og voru heppnir að fá ekki fleiri en tvö mörk á sig. Það er kannski ástæða fyrir því að Skagamenn fóru oftast leið eitt á síðasta tímabili en tilraunir þeirra til að spila út í kvöld gengu yfirleitt illa. Gestirnir misstu boltann oft á hættulegum stöðum og Árni átti nokkur slök útspörk. Sem fyrr sagði áttu vinstri bakverðir ÍA í miklum vandræðum með Jónatan og fengu líka litla hjálp. Bjarki Steinn Bjarkason, sem skaust fram á sjónarsviðið í leik ÍA og FH í fyrra, var svo ósýnilegur þær 59 mínútur sem hann spilaði. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga útileiki í Mjólkurbikarnum á miðvikudaginn. FH mætir Þrótti R. Í Laugardalnum á meðan ÍA sækir Kórdrengi heim. Á sunnudaginn fær ÍA svo KR í heimsókn í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Degi síðar mætir FH Víkingi í Víkinni. Ólafur: Frammistaðan mjög góð Ólafur ræðir við aðstoðarmann sinn, Guðlaug Baldursson.vísir/hag Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sáttur eftir sigurinn á ÍA, bæði með niðurstöðu leiksins og frammistöðu sinna manna. „Frammistaðan var mjög góð. Leikurinn hefði samt getað farið öðruvísi undir lokin því við nýttum ekki færin okkar. Við bjuggum til góð færi og þriðja markið hefði sennilega drepið þetta,“ sagði Ólafur eftir leik. „Svo opnuðu þeir dyrnar aðeins og áttu möguleika á stigi. Það var óþarfi en frammistaðan var heilt yfir góð. Við lokuðum á spilið þeirra, vorum góðir í skyndisóknum og skoruðum fín mörk.“ Öfugt við síðasta tímabil reyna Skagamenn að oftar spila boltanum út úr vörninni. FH-ingar settu mikla pressu á gestina og unnu boltann oft á hættulegum stöðum. „Ég er ánægður með pressuna hjá mínu liði. Við leyfðum þeim aðeins að spila út en reyndum svo að vinna boltann á miðsvæðinu. Það heppnaðist ágætlega,“ sagði Ólafur. Jónatan Ingi Jónsson var besti maður vallarins í dag og hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. „Ég hef lengi vitað hvað Jónatan getur. Núna setti hann mark sem vantaði svolítið í fyrra. Hann þarf bara að halda þessu áfram. Hann er mjög öflugur fótboltamaður, er góður maður gegn manni og hefur skemmtilega eiginleika. Hann var ekkert slæmur í fyrra en það vantaði bara að skora og leggja upp fleiri mörk,“ sagði Ólafur að endingu. Jóhannes Karl: Þurfum að þora að spila frá byrjun „Ég er stoltur af strákunum, að við höfum haldið áfram og ekki gefist upp á móti hörku FH-liði,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Við fórum að spila betri fótbolta þegar við lentum undir og við þurfum að þora að gera það frá byrjun.“ Jóhannes Karl var ekki sammála því að ÍA hefði byrjað seinni hálfleikinn illa, jafnvel þótt bæði mörk FH hafi komið á fyrstu tólf mínútum hans. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekkert sérstaklega illa. Það eru bara svakaleg gæði í FH-liðinu. Jónatan Ingi og Lennon eru frábærir leikmenn. Í byrjun seinni hálfleiks réðum við ekki nógu vel við þá og þeir refsuðu okkur,“ sagði Jóhannes Karl. „Við vissum alveg að það yrði krefjandi verkefni að halda þessum mönnum í skefjum og því miður heppnaðist það ekki í upphafi seinni hálfleiks.“ Skiptingarnar sem Jóhannes Karl gerði hleyptu auknu lífi í leik Skagamanna sem sóttu stíft undir lokin. „Við erum með hörkuleikmenn sem eru tilbúnir að leggja sig fram og eru góðir. Undir lokin ógnuðum við meira inn fyrir vörn FH. Það var farið að hægjast á þeim og þeir féllu aftar. Við ætluðum að koma okkur aftur inn í leikinn sem og við gerðum,“ sagði Jóhannes Karl. Hann kveðst sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrstu tveimur leikjum þeirra í Pepsi Max-deildinni. „Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna í báðum leikjunum. Við förum inn í leikina á okkar hátt og höfðum trú á því að við gætum sótt stig hér í dag. Því miður fengum við ekkert en kannski voru þetta sanngjörn úrslit miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla FH ÍA
FH vann góðan sigur á ÍA, 2-1, í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Jónatan Ingi Jónsson og Steven Lennon skoruðu mörk FH-inga sem eru með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði mark Skagamanna úr vítaspyrnu. ÍA er áfram með þrjú stig. FH-ingar voru mun sterkari aðilinn, sérstaklega í seinni hálfleik, og sigurinn hefði átt að vera mun öruggari. Heimamenn fóru hins vegar illa með færin sín og mark Tryggva sex mínútum fyrir leikslok hleypti spennu í leikinn. Í fyrri hálfleik voru FH-ingar betri, héldu boltanum vel og voru hættulegir. Á 17. mínútu sendi Daníel Hafsteinsson inn fyrir vörn ÍA á Jónatan sem vippaði boltanum yfir markið. Andartaki síðar komst Björn Daníel Sverrisson í dauðafæri eftir misheppnað uppspil Skagamanna en Árni Snær Ólafsson varði skot hans. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks átti Árni misheppnaða spyrnu fram sem fór beint á Jónatan. Hann fann Steven Lennon vinstra megin í vítateig ÍA en Árni varði slakt skot hans. Mínútu fyrir hálfleik átti Steinar Þorsteinsson hörkuskot, rétt framhjá marki FH. Það var besta tækifæri gestanna í fyrri hálfleik. Á 51. mínútu kom Jónatan FH yfir eftir frábært einstaklingsframtak. Hann lék glæsilega á Brynjar Snæ Pálsson og skoraði svo með skoti úr þröngu færi. Sex mínútum síðar sendi Daníel boltann inn fyrir vörn ÍA á Lennon sem setti boltann framhjá Árna og skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu. Eftir rúmlega klukkutíma leik ætlaði Lennon að endurgjalda greiðann. Skotinn lagði upp dauðafæri fyrir Daníel en Akureyringurinn hitti ekki markið. Á 63. mínútu missti Árni boltann svo klaufalega fyrir fætur Mortens Beck Guldsmed sem átti skot í stöngina. Tækifærin til að skora fleiri mörk vantaði ekki en FH-ingar nýttu þau ekki. Það kom næstum því í bakið á þeim. Loksins þegar um tíu mínútur voru eftir hrukku Skagamenn í gang og létu aðeins reyna á Gunnar Nielsen í marki FH-inga. Þegar sex mínútur voru til leiksloka fékk ÍA vítaspyrnu. Tryggvi fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi, sitt annað mark á tímabilinu. Nær komust Skagamenn hins vegar ekki og fóru stigalausir úr Kaplakrika. Jónatan Ingi (til vinstri) átti frábæran leik á hægri kantinum hjá FH.vísir/hag Af hverju vann FH? FH-ingar voru mun sterkari í leiknum. Þeir léku betur en gegn HK-ingum í 1. umferðinni og sköpuðu fleiri færi. FH pressaði vel þegar ÍA reyndi að spila úr vörninni og vann boltann oft á hættulegum stöðum. Þá voru FH-ingar duglegir að fóðra Jónatan og láta hann hlaupa á varnarmenn Skagamanna með góðum árangri. Hverjir stóðu upp úr? Jónatan átti góðan leik gegn HK en frábæran leik í kvöld. Hann fór hrikalega illa með vinstri bakverði ÍA, sama hvort þeir hétu Aron Kristófer Lárusson eða Brynjar Snær Pálsson, og var hættulegur allan tímann. Daníel var einnig virkilega sprækur og bætir miklu við FH-liðið. Hann átti eina stoðsendingu og þær hefðu getað orðið fleiri. Lennon var alltaf ógnandi og Björn Daníel og Baldur Sigurðsson áttu góðan leik á miðjunni. Guðmann Þórisson og Guðmundur Kristjánsson voru einnig traustir í miðri vörninni. Stefán Teitur Þórðarson reyndi hvað hann gat hjá ÍA og Gísli Laxdal Unnarsson átti góða innkomu á hægri kantinn. Hvað gekk illa? ÍA lék ekkert sérstaklega vel í fyrri hálfleik en frammistaðan þar var hátíð miðað við frammistöðuna lengst af seinni hálfleiks. Akurnesingar áttu í stökustu vandræðum með flesta þætti leiksins og voru heppnir að fá ekki fleiri en tvö mörk á sig. Það er kannski ástæða fyrir því að Skagamenn fóru oftast leið eitt á síðasta tímabili en tilraunir þeirra til að spila út í kvöld gengu yfirleitt illa. Gestirnir misstu boltann oft á hættulegum stöðum og Árni átti nokkur slök útspörk. Sem fyrr sagði áttu vinstri bakverðir ÍA í miklum vandræðum með Jónatan og fengu líka litla hjálp. Bjarki Steinn Bjarkason, sem skaust fram á sjónarsviðið í leik ÍA og FH í fyrra, var svo ósýnilegur þær 59 mínútur sem hann spilaði. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga útileiki í Mjólkurbikarnum á miðvikudaginn. FH mætir Þrótti R. Í Laugardalnum á meðan ÍA sækir Kórdrengi heim. Á sunnudaginn fær ÍA svo KR í heimsókn í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Degi síðar mætir FH Víkingi í Víkinni. Ólafur: Frammistaðan mjög góð Ólafur ræðir við aðstoðarmann sinn, Guðlaug Baldursson.vísir/hag Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sáttur eftir sigurinn á ÍA, bæði með niðurstöðu leiksins og frammistöðu sinna manna. „Frammistaðan var mjög góð. Leikurinn hefði samt getað farið öðruvísi undir lokin því við nýttum ekki færin okkar. Við bjuggum til góð færi og þriðja markið hefði sennilega drepið þetta,“ sagði Ólafur eftir leik. „Svo opnuðu þeir dyrnar aðeins og áttu möguleika á stigi. Það var óþarfi en frammistaðan var heilt yfir góð. Við lokuðum á spilið þeirra, vorum góðir í skyndisóknum og skoruðum fín mörk.“ Öfugt við síðasta tímabil reyna Skagamenn að oftar spila boltanum út úr vörninni. FH-ingar settu mikla pressu á gestina og unnu boltann oft á hættulegum stöðum. „Ég er ánægður með pressuna hjá mínu liði. Við leyfðum þeim aðeins að spila út en reyndum svo að vinna boltann á miðsvæðinu. Það heppnaðist ágætlega,“ sagði Ólafur. Jónatan Ingi Jónsson var besti maður vallarins í dag og hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. „Ég hef lengi vitað hvað Jónatan getur. Núna setti hann mark sem vantaði svolítið í fyrra. Hann þarf bara að halda þessu áfram. Hann er mjög öflugur fótboltamaður, er góður maður gegn manni og hefur skemmtilega eiginleika. Hann var ekkert slæmur í fyrra en það vantaði bara að skora og leggja upp fleiri mörk,“ sagði Ólafur að endingu. Jóhannes Karl: Þurfum að þora að spila frá byrjun „Ég er stoltur af strákunum, að við höfum haldið áfram og ekki gefist upp á móti hörku FH-liði,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Við fórum að spila betri fótbolta þegar við lentum undir og við þurfum að þora að gera það frá byrjun.“ Jóhannes Karl var ekki sammála því að ÍA hefði byrjað seinni hálfleikinn illa, jafnvel þótt bæði mörk FH hafi komið á fyrstu tólf mínútum hans. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekkert sérstaklega illa. Það eru bara svakaleg gæði í FH-liðinu. Jónatan Ingi og Lennon eru frábærir leikmenn. Í byrjun seinni hálfleiks réðum við ekki nógu vel við þá og þeir refsuðu okkur,“ sagði Jóhannes Karl. „Við vissum alveg að það yrði krefjandi verkefni að halda þessum mönnum í skefjum og því miður heppnaðist það ekki í upphafi seinni hálfleiks.“ Skiptingarnar sem Jóhannes Karl gerði hleyptu auknu lífi í leik Skagamanna sem sóttu stíft undir lokin. „Við erum með hörkuleikmenn sem eru tilbúnir að leggja sig fram og eru góðir. Undir lokin ógnuðum við meira inn fyrir vörn FH. Það var farið að hægjast á þeim og þeir féllu aftar. Við ætluðum að koma okkur aftur inn í leikinn sem og við gerðum,“ sagði Jóhannes Karl. Hann kveðst sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrstu tveimur leikjum þeirra í Pepsi Max-deildinni. „Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna í báðum leikjunum. Við förum inn í leikina á okkar hátt og höfðum trú á því að við gætum sótt stig hér í dag. Því miður fengum við ekkert en kannski voru þetta sanngjörn úrslit miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti