Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2020 20:30 Brynjar Björn og Viktor Bjarki Arnarsson virðast vita nákvæmlega hvað þarf til að vinna Íslandsmeistara KR. Vísir/Bára Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. „Já þetta eru fullkomin úrslit. Þetta var góður leikur af okkar hálfu, við stóðum af okkur smá stórskotahríð um miðjan seinni hálfleik en skorum þrjú frábær mörk og held mjög verðskulduð lokastaða,“ sagði Brynjar Björn aðspurður hvort þetta hefði verið hinn fullkomni leikur hjá HK-ingum. „Náðum að snúa því í hag. Gerðum ekki mistök sem við gerðum í síðasta leik. Vorum búnir að fara yfir það og tala um það. Vorum mjög fókuseraðir yfir því og koma hérna með svipað leikskipulag en skorum líka þrjú góð mörk úr frábærum sóknum,“ sagði Brynjar um muninn á leik kvöldsins og síðasta leik HK sem tapaðist 3-2 á móti FH. HK-ingar skoruðu samtals sex mörk gegn Íslandsmeisturum KR í fyrra. Tvö í Vesturbænum og fjögur í Kórnum. Mörkin eru því orðin níu í aðeins þremur leikjum. Brynjar var einfaldlega spurður hvað veldur. „Ég veit það bara ekki,“ sagði Brynjar og hló áður en hann hélt áfram. „Þeir spila með marga frammi. Þeir henda báðum bakvörðunum upp og það hentar leikstíl okkar ágætlega þegar við liggjum svona til baka. Að sama skapi getum við spilað okkur ágætlega upp völlinn líka og komið okkur í skot- og fyrirgjafastöður.“ „Ég held við megum fara búast við 1-2 meiðslum í hverjum leik. Við erum með tvo leikmenn sem eru ekki með leikheimild í dag og ég ætla að fara vona að þeir fari að koma inn í hópinn,“ sagði Brynjar að lokum um stöðuna á leikmannahópi HK. HK hefur misst Arnar Frey markvörð og Bjarna Gunnarsson framherja í meiðsli í síðasta leik. Þá fóru Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson af velli í dag eftir högg en mikið hefur verið um meiðsli í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 19:50 Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. „Já þetta eru fullkomin úrslit. Þetta var góður leikur af okkar hálfu, við stóðum af okkur smá stórskotahríð um miðjan seinni hálfleik en skorum þrjú frábær mörk og held mjög verðskulduð lokastaða,“ sagði Brynjar Björn aðspurður hvort þetta hefði verið hinn fullkomni leikur hjá HK-ingum. „Náðum að snúa því í hag. Gerðum ekki mistök sem við gerðum í síðasta leik. Vorum búnir að fara yfir það og tala um það. Vorum mjög fókuseraðir yfir því og koma hérna með svipað leikskipulag en skorum líka þrjú góð mörk úr frábærum sóknum,“ sagði Brynjar um muninn á leik kvöldsins og síðasta leik HK sem tapaðist 3-2 á móti FH. HK-ingar skoruðu samtals sex mörk gegn Íslandsmeisturum KR í fyrra. Tvö í Vesturbænum og fjögur í Kórnum. Mörkin eru því orðin níu í aðeins þremur leikjum. Brynjar var einfaldlega spurður hvað veldur. „Ég veit það bara ekki,“ sagði Brynjar og hló áður en hann hélt áfram. „Þeir spila með marga frammi. Þeir henda báðum bakvörðunum upp og það hentar leikstíl okkar ágætlega þegar við liggjum svona til baka. Að sama skapi getum við spilað okkur ágætlega upp völlinn líka og komið okkur í skot- og fyrirgjafastöður.“ „Ég held við megum fara búast við 1-2 meiðslum í hverjum leik. Við erum með tvo leikmenn sem eru ekki með leikheimild í dag og ég ætla að fara vona að þeir fari að koma inn í hópinn,“ sagði Brynjar að lokum um stöðuna á leikmannahópi HK. HK hefur misst Arnar Frey markvörð og Bjarna Gunnarsson framherja í meiðsli í síðasta leik. Þá fóru Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson af velli í dag eftir högg en mikið hefur verið um meiðsli í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 19:50 Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Leik lokið: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 19:50