Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 23:13 Geofrrey Berman hefur verið saksóknari í New York frá því í janúar 2018. Vísir/Getty Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. Greint var frá því í fréttatilkynningu bandaríska dómsmálaráðuneytisins að Berman myndi stíga til hliðar og Jay Clayton myndi taka við. Berman komst að því að hann ætti að stíga til hliðar þegar hann sjálfur las tilkynninguna. Berman hafnaði því að stíga til hliðar en í bréfi sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi Berman í dag kom fram að ráðherrann hafi beðið Bandaríkjaforseta að víkja Berman úr starfi og hann hafi gert það. „Með yfirlýsingu þinni ákvaðst þú því miður að reka málið í opinberri umræðu í stað þess að vera hliðhollur hinu opinbera. Þar sem þú hyggst ekki segja af þér hef ég beðið forsetann um að víkja þér úr starfi og hefur hann þegar gert það,“ sagði í bréfi Barr til Berman en CNN greinir frá. Blaðamenn ræddu stuttlega við Bandaríkjaforseta fyrir utan Hvíta húsið áður en hann hélt af stað til Oklahoma þar sem hann heldur kosningafund í kvöld. „Þetta veltur allt á dómsmálaráðherranum. Barr er að vinna í málinu. Þetta er hans svið ekki mitt svið. Hann er mjög hæfur til þess að taka þessa ákvörðun svo þetta veltur á honum. Ég er ekki viðriðinn málið,“ sagði Trump í dag. Berman hefur nú tilkynnt að hann muni segja af sér og að eftirmaður hans í starfi verði varasaksóknari hans, Audrey Strauss. Berman sagði að embættið væri í góðum höndum undir stjórn Strauss. Á meðal helstu mála sem voru rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að greint var frá því að Berman hafi ákveðið að segja af sér. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. Greint var frá því í fréttatilkynningu bandaríska dómsmálaráðuneytisins að Berman myndi stíga til hliðar og Jay Clayton myndi taka við. Berman komst að því að hann ætti að stíga til hliðar þegar hann sjálfur las tilkynninguna. Berman hafnaði því að stíga til hliðar en í bréfi sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi Berman í dag kom fram að ráðherrann hafi beðið Bandaríkjaforseta að víkja Berman úr starfi og hann hafi gert það. „Með yfirlýsingu þinni ákvaðst þú því miður að reka málið í opinberri umræðu í stað þess að vera hliðhollur hinu opinbera. Þar sem þú hyggst ekki segja af þér hef ég beðið forsetann um að víkja þér úr starfi og hefur hann þegar gert það,“ sagði í bréfi Barr til Berman en CNN greinir frá. Blaðamenn ræddu stuttlega við Bandaríkjaforseta fyrir utan Hvíta húsið áður en hann hélt af stað til Oklahoma þar sem hann heldur kosningafund í kvöld. „Þetta veltur allt á dómsmálaráðherranum. Barr er að vinna í málinu. Þetta er hans svið ekki mitt svið. Hann er mjög hæfur til þess að taka þessa ákvörðun svo þetta veltur á honum. Ég er ekki viðriðinn málið,“ sagði Trump í dag. Berman hefur nú tilkynnt að hann muni segja af sér og að eftirmaður hans í starfi verði varasaksóknari hans, Audrey Strauss. Berman sagði að embættið væri í góðum höndum undir stjórn Strauss. Á meðal helstu mála sem voru rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að greint var frá því að Berman hafi ákveðið að segja af sér.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira