Klopp ber ómælda virðingu fyrir Rashford Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 09:14 Jürgen Klopp á æfingu Liverpool. Liðið snýr aftur til keppni í dag. VÍSIR/GETTY Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, hafa sýnt að fótboltamenn geti nýtt sína stöðu til að knýja fram afar mikilvægar breytingar. Rashford barðist fyrir því, og hafði loks í gegn í nýliðinni viku, að bresk stjórnvöld myndu draga til baka ákvörðun sína um að hætta með fríar skólamáltíðir. Barátta Rashford gagnast 1,3 milljón skólakrakka. „Marcus Rashford, ég verð að segja að ég ber ómælda virðingu fyrir því sem þú gerðir. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp við Sky Sports í aðdraganda grannaslagsins við Everton í dag. „Það er svolítil synd að þú skulir hafa þurft að gera þetta en samt ótrúlegt að þú skyldir gera það. Þetta sýnir svo vel hvað ein manneskja, með nafni sínu og eljusemi, getur breytt mikilvægum hlutum. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og tökum öll þátt í því,“ sagði Klopp. Ekki hægt að bera saman leiki með og án stuðningsmanna Klopp var einnig spurður út í það að snúa nú aftur til keppni en án stuðningsmanna á vellinum. Hann kvaðst vonast til að fótboltasamfélagið hefði lært ýmislegt af síðustu mánuðum, í kórónuveirufaraldrinum, og það mikilvægasta væri að „við viljum aldrei aftur þurfa að spila fyrir luktum dyrum.“ Hann vonast til að leikmenn láti það sem minnst á sig fá á Goodison Park í dag. „Það ætti enginn að bera saman frammistöðu manna með eða án stuðningsmanna, því ekkert af þessum frægu Meistaradeildarkvöldum á Anfield hefði orðið til án stuðningsmannanna,“ sagði Klopp. „Menn geta ekki snúið leik við, eða jú þeir geta það, en það er ekki eins líklegt þegar það eru ekki stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að þetta hefur oft tekist á Anfield eru lætin í stuðningsmönnum. Það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, hafa sýnt að fótboltamenn geti nýtt sína stöðu til að knýja fram afar mikilvægar breytingar. Rashford barðist fyrir því, og hafði loks í gegn í nýliðinni viku, að bresk stjórnvöld myndu draga til baka ákvörðun sína um að hætta með fríar skólamáltíðir. Barátta Rashford gagnast 1,3 milljón skólakrakka. „Marcus Rashford, ég verð að segja að ég ber ómælda virðingu fyrir því sem þú gerðir. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp við Sky Sports í aðdraganda grannaslagsins við Everton í dag. „Það er svolítil synd að þú skulir hafa þurft að gera þetta en samt ótrúlegt að þú skyldir gera það. Þetta sýnir svo vel hvað ein manneskja, með nafni sínu og eljusemi, getur breytt mikilvægum hlutum. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og tökum öll þátt í því,“ sagði Klopp. Ekki hægt að bera saman leiki með og án stuðningsmanna Klopp var einnig spurður út í það að snúa nú aftur til keppni en án stuðningsmanna á vellinum. Hann kvaðst vonast til að fótboltasamfélagið hefði lært ýmislegt af síðustu mánuðum, í kórónuveirufaraldrinum, og það mikilvægasta væri að „við viljum aldrei aftur þurfa að spila fyrir luktum dyrum.“ Hann vonast til að leikmenn láti það sem minnst á sig fá á Goodison Park í dag. „Það ætti enginn að bera saman frammistöðu manna með eða án stuðningsmanna, því ekkert af þessum frægu Meistaradeildarkvöldum á Anfield hefði orðið til án stuðningsmannanna,“ sagði Klopp. „Menn geta ekki snúið leik við, eða jú þeir geta það, en það er ekki eins líklegt þegar það eru ekki stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að þetta hefur oft tekist á Anfield eru lætin í stuðningsmönnum. Það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15