Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2020 23:25 Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir mat Geislavarna byggjast á heildstæðu mati á niðurstöðum rannsókna sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum og allar helstu alþjóðlegu stofnanir sammælast um. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það skapist umræða þegar verið er að innleiða nýja tækni og við búum í lýðræðisþjóðfélagi þannig að ef að fólki finnst að á því sé brotið þá kærir það það. En ef ég horfi á það sem er okkar hlutverk, það er að segja hugsanleg heilsufarsáhrif, að nú er ákaflega góður samhljómur í afstöðu þeirra helstu alþjóðlegu stofnana sem um þessi mál fjalla,“ segir Sigurður. Hann nefnir þá einna helst Alþjóða heilbrigðismálastofnunina, Alþjóða geislavarnaráðið, Vísindanefnd Evrópusambandsins og vísindanefndir ýmissa landa, þar á meðal Svíþjóðar. „Það er mjög góður samhljómur milli þessara aðila allra. Það er ósköp einfaldlega þannig að það hefur ekki verið sýnt fram á að okkar áliti, miðað við núverandi þekkingu, að það séu fyrir hendi skaðleg áhrif af rafsegulsviðum af þessari tíðni þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum.“ Finna geislunina á eigin skinni Hópur Íslendinga kærði á dögunum fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði Andrína Guðrún Jónsdóttir, einn kærenda, að hún hafi fundið fyrir óþægindum rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ sagði Andrína. „Það er vel þekkt að ákveðinn hópur fólks telur sig finna fyrir rafsegulsviði. Það er ekkert nýtt, það er ekkert sem kemur fram með 5G, sú umræða hefur verið í nokkur ár og það dregur enginn í efa að þessu fólki líður illa. Spurningin er hvers vegna. Og það hefur ekki tekist að sýna fram á bein tengsl milli rafsegulsviðs og svo þess að fólk telji sig verða vart við rafsegulsviðið og líði illa þess vegna,“ segir Sigurður. „Það hafa verið gerðar tilraunir með það að fólk sem telur sig skynja rafsegulsvið með þessum hætti að það er við sérstakar aðstæður og svo er sett á rafsegulsvið og tekið af og [fólkið] á að ýta á hnapp og það hefur ekkert komið út úr því.“ Varúðarráðstafanir í gildi til að koma í veg fyrir of mikinn styrk Umræða um 5G-kerfi hefur skapast víðar og segist Sigurður hafa fylgst með umræðunni, bæði hér á landi og erlendis þar sem hún hefur víða orðið hatrömm. „Ég hef fylgst með umræðunni hér á landi og á meginlandi Evrópu og líka í fjarlægari löndum eins og til dæmis Ástralíu þar sem hún hefur verið mjög hatrömm. Það er góður samhljómur á milli þeirra opinberu stofnanna sem um þessi mál fjalla og sá samhljómur er í fullu samræmi við okkar afstöðu,“ segir Sigurður. „Síðan eru ákveðnir hópar, það eru vísindamenn sem telja að áhrifin séu vanmetin, það er að segja að það séu þarna áhrif, og þeir hafa birt greinar því til staðfestingar en vandinn er bara sá að það er ekki alveg það sama, rannsóknir og rannsóknir. Það er mest lagt upp úr rannsóknum sem eru það vandaðar að niðurstöðurnar fást birtar í ritrýndum tímaritum.“ Þá segir hann miklar varúðarráðstafanir gerðar til að forðast að styrkur tíðninnar fari yfir viðmiðunarmörk. „Það eru ákveðnir varúðarstuðlar sem eru innbyggðir í viðmiðunarmörkin og fyrir almenning getum við sagt að varúðarstuðullinn sé 50, þannig að viðmiðunarmörkin eru sett fimmtíu sinnum lægri en kannski einhver áhrif sem hafa komið fram.“ Hann segir geislunina jafnframt finnast fyrst og fremst sem hita. „Þessi geislun veldur hita og við þekkjum það öll þegar við erum búin að vera að tala í farsíma í einhvern tíma, þá verður okkur heitt á eyranu. Það er geislunin sem er að valda þessum hita. Það eru þau áhrif sem eru fyrst og fremst þekkt og staðfest.“ Reykjavík síðdegis Fjarskipti Tækni Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir mat Geislavarna byggjast á heildstæðu mati á niðurstöðum rannsókna sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum og allar helstu alþjóðlegu stofnanir sammælast um. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það skapist umræða þegar verið er að innleiða nýja tækni og við búum í lýðræðisþjóðfélagi þannig að ef að fólki finnst að á því sé brotið þá kærir það það. En ef ég horfi á það sem er okkar hlutverk, það er að segja hugsanleg heilsufarsáhrif, að nú er ákaflega góður samhljómur í afstöðu þeirra helstu alþjóðlegu stofnana sem um þessi mál fjalla,“ segir Sigurður. Hann nefnir þá einna helst Alþjóða heilbrigðismálastofnunina, Alþjóða geislavarnaráðið, Vísindanefnd Evrópusambandsins og vísindanefndir ýmissa landa, þar á meðal Svíþjóðar. „Það er mjög góður samhljómur milli þessara aðila allra. Það er ósköp einfaldlega þannig að það hefur ekki verið sýnt fram á að okkar áliti, miðað við núverandi þekkingu, að það séu fyrir hendi skaðleg áhrif af rafsegulsviðum af þessari tíðni þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum.“ Finna geislunina á eigin skinni Hópur Íslendinga kærði á dögunum fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði Andrína Guðrún Jónsdóttir, einn kærenda, að hún hafi fundið fyrir óþægindum rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ sagði Andrína. „Það er vel þekkt að ákveðinn hópur fólks telur sig finna fyrir rafsegulsviði. Það er ekkert nýtt, það er ekkert sem kemur fram með 5G, sú umræða hefur verið í nokkur ár og það dregur enginn í efa að þessu fólki líður illa. Spurningin er hvers vegna. Og það hefur ekki tekist að sýna fram á bein tengsl milli rafsegulsviðs og svo þess að fólk telji sig verða vart við rafsegulsviðið og líði illa þess vegna,“ segir Sigurður. „Það hafa verið gerðar tilraunir með það að fólk sem telur sig skynja rafsegulsvið með þessum hætti að það er við sérstakar aðstæður og svo er sett á rafsegulsvið og tekið af og [fólkið] á að ýta á hnapp og það hefur ekkert komið út úr því.“ Varúðarráðstafanir í gildi til að koma í veg fyrir of mikinn styrk Umræða um 5G-kerfi hefur skapast víðar og segist Sigurður hafa fylgst með umræðunni, bæði hér á landi og erlendis þar sem hún hefur víða orðið hatrömm. „Ég hef fylgst með umræðunni hér á landi og á meginlandi Evrópu og líka í fjarlægari löndum eins og til dæmis Ástralíu þar sem hún hefur verið mjög hatrömm. Það er góður samhljómur á milli þeirra opinberu stofnanna sem um þessi mál fjalla og sá samhljómur er í fullu samræmi við okkar afstöðu,“ segir Sigurður. „Síðan eru ákveðnir hópar, það eru vísindamenn sem telja að áhrifin séu vanmetin, það er að segja að það séu þarna áhrif, og þeir hafa birt greinar því til staðfestingar en vandinn er bara sá að það er ekki alveg það sama, rannsóknir og rannsóknir. Það er mest lagt upp úr rannsóknum sem eru það vandaðar að niðurstöðurnar fást birtar í ritrýndum tímaritum.“ Þá segir hann miklar varúðarráðstafanir gerðar til að forðast að styrkur tíðninnar fari yfir viðmiðunarmörk. „Það eru ákveðnir varúðarstuðlar sem eru innbyggðir í viðmiðunarmörkin og fyrir almenning getum við sagt að varúðarstuðullinn sé 50, þannig að viðmiðunarmörkin eru sett fimmtíu sinnum lægri en kannski einhver áhrif sem hafa komið fram.“ Hann segir geislunina jafnframt finnast fyrst og fremst sem hita. „Þessi geislun veldur hita og við þekkjum það öll þegar við erum búin að vera að tala í farsíma í einhvern tíma, þá verður okkur heitt á eyranu. Það er geislunin sem er að valda þessum hita. Það eru þau áhrif sem eru fyrst og fremst þekkt og staðfest.“
Reykjavík síðdegis Fjarskipti Tækni Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira