Vilja fá vísindalegar rannsóknir áður en ákvörðun er tekin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 13:04 Siglufjörður er hluti af sveitarfélaginu Fjallabyggð. Vísir/Egill Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því í umsögn til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að nokkrar ákvarðanir verði teknar um friðun Eyjafjarðar fyrir fiskeldi í sjó án þess að fyrst fari fram vísindalegar rannsóknir. Ráðherra er hvattur til að láta ljúka við og birta rannsóknir um burðarþol og áhættumat vegna mögulegs laxeldis í firðinum. Tekist hefur verið á um laxeldi í sjókvíum í Eyjafirði eftir að meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyri samþykkti nýverið að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Í kjölfarið kallaði ráðherra eftir umsögnum frá sveitarstjórnum á svæðinu, þremur stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum um hvort rétt væri að lýsa yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði með því að strika línu frá Siglunesi að Bjarnarfalli. Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið fyrir á fundi sínum í dag þar sem lögð var fram umsögn sveitarfélagsins til ráðherra í tilefni umsagnarbeiðnarinnar. Í bókun bæjarráðsins segir meðal annars að ekki sé tímabært að veita ráðherra endanlega umsögn um hvort banna eigi fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum við Eyjafjörð. Telur bæjarráð að stórar ákvarðanir um málefni sem getur varðað framtíðarhagsmuni og þróun samfélags í Fjallabyggð til langrar framtíðar megi ekki taka nema til þeirra sé vandað og upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna leika þar lykilhlutverk. Í umsögninni sem send var ráðherra segir að framtíðarstefnu varðandi nýtingu eða friðun fjarðarins verði að grundvallda á rannsóknum, sem taki bæði til efnahagslegra og samfélagslegra þátta sem og lífríkis. Án slíkra rannsókna sé ekki að móta stefnu eða taka ákvarðanir. Þannig sé ekki hægt að taka ákvörðun um að takmarka eða banna fiskeldi á ákveðnum svæðum sem teljist sérlæga viðkvæm nema fyrir liggi rannsóknir sem styðji við slíka ákvörðun. Telur bæjarráðið því að framkvæma verði vandað burðarþolsmat með tilliti til fiskeldis og áhættumat varðandi mögulega erfðablöndun fiskeldis á svæðinu áður en ákvörðun verði tekin um nýtingu eða friðun Eyjafjarðar. Án þess sé ekki hægt að taka endanleg afstöðu til hvort banna eigi eða takmarka fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Þá er ráðherra ennfremur eindregið hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat sem unnar hafa verið í firðinum varðandi mögulegt eldi. Tengd skjöl 2020-06-23_Umsogn_til_sjavarutvegs-_og_landbunadaradherraPDF291KBSækja skjal Fiskeldi Stjórnsýsla Fjallabyggð Akureyri Hörgársveit Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00 Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því í umsögn til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að nokkrar ákvarðanir verði teknar um friðun Eyjafjarðar fyrir fiskeldi í sjó án þess að fyrst fari fram vísindalegar rannsóknir. Ráðherra er hvattur til að láta ljúka við og birta rannsóknir um burðarþol og áhættumat vegna mögulegs laxeldis í firðinum. Tekist hefur verið á um laxeldi í sjókvíum í Eyjafirði eftir að meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyri samþykkti nýverið að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Í kjölfarið kallaði ráðherra eftir umsögnum frá sveitarstjórnum á svæðinu, þremur stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum um hvort rétt væri að lýsa yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði með því að strika línu frá Siglunesi að Bjarnarfalli. Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið fyrir á fundi sínum í dag þar sem lögð var fram umsögn sveitarfélagsins til ráðherra í tilefni umsagnarbeiðnarinnar. Í bókun bæjarráðsins segir meðal annars að ekki sé tímabært að veita ráðherra endanlega umsögn um hvort banna eigi fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum við Eyjafjörð. Telur bæjarráð að stórar ákvarðanir um málefni sem getur varðað framtíðarhagsmuni og þróun samfélags í Fjallabyggð til langrar framtíðar megi ekki taka nema til þeirra sé vandað og upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna leika þar lykilhlutverk. Í umsögninni sem send var ráðherra segir að framtíðarstefnu varðandi nýtingu eða friðun fjarðarins verði að grundvallda á rannsóknum, sem taki bæði til efnahagslegra og samfélagslegra þátta sem og lífríkis. Án slíkra rannsókna sé ekki að móta stefnu eða taka ákvarðanir. Þannig sé ekki hægt að taka ákvörðun um að takmarka eða banna fiskeldi á ákveðnum svæðum sem teljist sérlæga viðkvæm nema fyrir liggi rannsóknir sem styðji við slíka ákvörðun. Telur bæjarráðið því að framkvæma verði vandað burðarþolsmat með tilliti til fiskeldis og áhættumat varðandi mögulega erfðablöndun fiskeldis á svæðinu áður en ákvörðun verði tekin um nýtingu eða friðun Eyjafjarðar. Án þess sé ekki hægt að taka endanleg afstöðu til hvort banna eigi eða takmarka fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Þá er ráðherra ennfremur eindregið hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat sem unnar hafa verið í firðinum varðandi mögulegt eldi. Tengd skjöl 2020-06-23_Umsogn_til_sjavarutvegs-_og_landbunadaradherraPDF291KBSækja skjal
Fiskeldi Stjórnsýsla Fjallabyggð Akureyri Hörgársveit Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00 Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. 12. júní 2020 21:00
Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06