Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 19:55 Gunnar Bragi Sveinsson er 7. þingmaður suðvesturkjördæmis. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðaði ný vinnubrögð og öflugra Alþingi en eins og svo margt af því sem frá ríkisstjórninni hefur komið eru umbúðirnar flottar, blaðamannafundirnir glæsilegir, frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið, mjög lítið, herra forseti,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir að Miðflokkurinn hafi reynt eftir fremsta megni að „ laga áform ríkisstjórnarinnar“ og liðka fyrir málum sem lögð hafa verið fram í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann segir stjórnarflokkana hafa hamast við að klára þingmál sem ekki hafi fengið nægilega góða umfjöllun í þingnefndum. „Það eru engin vinnubrögð að ganga á lagið gagnvart stjórnarandstöðunni og ætlast til að ráðherrar geti rennt stórum, umdeildum og kostnaðarsömum málum í gegnum þingið í skjóli þess að þingstörfin læstust um mál tengd Kórónuveirunni.“ Ekki kappsmál Miðflokksins að þvælast fyrir Gunnar Bragi sagði flokk sinn, Miðflokkinn, oft hafa verið sakaðan um að „þvælast fyrir“ málum stjórnarflokkanna á þingi. „Okkur er það ekkert kappsmál að þvælast fyrir en þegar um grundvallarmál er að ræða líkt og að taka einhliða upp orkustefnu Evrópusambandsins í gegnum orkupakkana eða senda ríkissjóði reikninginn fyrir Borgarlínu bruðlinu, þá tökum við til varna,“ sagði Gunnar Bragi. Hann bætti þá við að sér fyndist stjórnmál dagsins í dag snúast of lítið um stjórnmál og meira um „umbúðir og læk á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa.“ „Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna,“ sagði Gunnar Bragi. Vörður frjálsra skoðanaskipta Eins vék Gunnar Bragi máli sínu að tjáningarfrelsinu, og benti á að það væri ekki við lýði alls staðar í heiminum. „Við höfum notið þess á Íslandi að geta rætt hlutina, verið ósammála eða sammála, haft málfrelsi og allar skoðanir hafa fengið á njóta sín. Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“ Benti hann þá á að Alþingi ætti að vera vörður frjálsra skoðanaskipta. „Pössum uppá lýðræðið, fullveldið, málfrelsið og einstök gæði landsins okkar. Góðar stundir.“ Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með eldhúsdagsumræðum Alþingis í beinni útsendingu. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðaði ný vinnubrögð og öflugra Alþingi en eins og svo margt af því sem frá ríkisstjórninni hefur komið eru umbúðirnar flottar, blaðamannafundirnir glæsilegir, frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið, mjög lítið, herra forseti,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir að Miðflokkurinn hafi reynt eftir fremsta megni að „ laga áform ríkisstjórnarinnar“ og liðka fyrir málum sem lögð hafa verið fram í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann segir stjórnarflokkana hafa hamast við að klára þingmál sem ekki hafi fengið nægilega góða umfjöllun í þingnefndum. „Það eru engin vinnubrögð að ganga á lagið gagnvart stjórnarandstöðunni og ætlast til að ráðherrar geti rennt stórum, umdeildum og kostnaðarsömum málum í gegnum þingið í skjóli þess að þingstörfin læstust um mál tengd Kórónuveirunni.“ Ekki kappsmál Miðflokksins að þvælast fyrir Gunnar Bragi sagði flokk sinn, Miðflokkinn, oft hafa verið sakaðan um að „þvælast fyrir“ málum stjórnarflokkanna á þingi. „Okkur er það ekkert kappsmál að þvælast fyrir en þegar um grundvallarmál er að ræða líkt og að taka einhliða upp orkustefnu Evrópusambandsins í gegnum orkupakkana eða senda ríkissjóði reikninginn fyrir Borgarlínu bruðlinu, þá tökum við til varna,“ sagði Gunnar Bragi. Hann bætti þá við að sér fyndist stjórnmál dagsins í dag snúast of lítið um stjórnmál og meira um „umbúðir og læk á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa.“ „Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna,“ sagði Gunnar Bragi. Vörður frjálsra skoðanaskipta Eins vék Gunnar Bragi máli sínu að tjáningarfrelsinu, og benti á að það væri ekki við lýði alls staðar í heiminum. „Við höfum notið þess á Íslandi að geta rætt hlutina, verið ósammála eða sammála, haft málfrelsi og allar skoðanir hafa fengið á njóta sín. Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“ Benti hann þá á að Alþingi ætti að vera vörður frjálsra skoðanaskipta. „Pössum uppá lýðræðið, fullveldið, málfrelsið og einstök gæði landsins okkar. Góðar stundir.“ Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með eldhúsdagsumræðum Alþingis í beinni útsendingu.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira