Framleiðslu Olympus-myndavéla hætt Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2020 07:29 Fyrsta Olympus-myndavélin var framleidd árið 1936. Vélin á myndinni er umtalsvert nýrri. Getty Japanska fyrirtækið Olympus hefur hætt framleiðslu myndavéla eftir 84 ár á markaðnum. Greint var frá því að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta framleiðslunni þrátt fyrir tilraunir til að halda lífi í framleiðslunni. Hún væri hins vegar ekki lengur arðbær á tímum stafrænna myndavéla. Fyritækið segir að tilkoma snjallsíma með góðum myndavélum hafi dregið úr eftirspurn eftir sérstökum myndavélum. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðastliðin þrjú ár. Olympus framleiddi sína fyrstu myndavél árið 1936 eftir að hafa þá staðið að framleiðslu smásjáa um nokkurra ára skeið. Í frétt BBC segir að Semi-Olympus I vélin frá 1936 hafi verið með mikinn belg, sem teygðist út líkt og harmonikkubelgur, og hafi vélin á sínum tíma kostað meira en sem svaraði meðalmánaðarlaunum í Japan. Fyrirtækið hélt áfram að þróa og selja myndavélar og varð svo eitt af stærstu merkjunum á myndavélamarkaðnum, en Olympus-vélarnar nutu sérstakra vinsælda á áttunda áratugnum þar sem ljósmyndarar á borð við David Bailey og Lord Lichfield notuðust við Olympus-vélar. Talið er að sala á myndavélum hafi dregist saman um 84 prósent milli áranna 2010 og 2018. Olympus vonast nú til að geta selt framleiðsluna á ákveðnum hlutum vélanna, svo sem Zuiko-linsum sem hæglega gætu nýst í framleiðslu á öðrum vörum. Olympus mun áfram standa að framleiðslu smásjáa og vörum sem nýtast innan heilbrigðisgeirans. Tímamót Japan Ljósmyndun Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Japanska fyrirtækið Olympus hefur hætt framleiðslu myndavéla eftir 84 ár á markaðnum. Greint var frá því að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta framleiðslunni þrátt fyrir tilraunir til að halda lífi í framleiðslunni. Hún væri hins vegar ekki lengur arðbær á tímum stafrænna myndavéla. Fyritækið segir að tilkoma snjallsíma með góðum myndavélum hafi dregið úr eftirspurn eftir sérstökum myndavélum. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðastliðin þrjú ár. Olympus framleiddi sína fyrstu myndavél árið 1936 eftir að hafa þá staðið að framleiðslu smásjáa um nokkurra ára skeið. Í frétt BBC segir að Semi-Olympus I vélin frá 1936 hafi verið með mikinn belg, sem teygðist út líkt og harmonikkubelgur, og hafi vélin á sínum tíma kostað meira en sem svaraði meðalmánaðarlaunum í Japan. Fyrirtækið hélt áfram að þróa og selja myndavélar og varð svo eitt af stærstu merkjunum á myndavélamarkaðnum, en Olympus-vélarnar nutu sérstakra vinsælda á áttunda áratugnum þar sem ljósmyndarar á borð við David Bailey og Lord Lichfield notuðust við Olympus-vélar. Talið er að sala á myndavélum hafi dregist saman um 84 prósent milli áranna 2010 og 2018. Olympus vonast nú til að geta selt framleiðsluna á ákveðnum hlutum vélanna, svo sem Zuiko-linsum sem hæglega gætu nýst í framleiðslu á öðrum vörum. Olympus mun áfram standa að framleiðslu smásjáa og vörum sem nýtast innan heilbrigðisgeirans.
Tímamót Japan Ljósmyndun Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira