Útlandastemning í borginni og Hafnartorg vaknaði til lífs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. júní 2020 22:00 Þórey Einarsdóttir, Sara Jónsdóttir og Hlín Helga Guðlaugsdóttir ræddu byrjunina á HönnunarMars sem fer fram alla helgina. MYnd/Studio 2020 Þórey Einarsdóttir núverandi stjórnandi HönnunarMars og Sara Jónsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri hátíðarinnar voru á meðal viðmælanda í Hönnunarspjalli Studio 2020 á Vísi í dag. Þáttinn má finna neðst í fréttinni. „Maður er ennþá að átta sig á því að við höfum náð að koma hátíðinni af stað í júní,“ segir Þórey sem er í skýjunum með það hvernig hátíðin hefur farið af stað. HönnunarMars hófst formlega í gær og stendur fram á sunnudag, þó einhverjar sýningar verði opnar lengur fram á sumarið. Sara var hrifin af stemningunni á Hafnartorgi, en þar eru margar sýningar á HönnunarMars og mikið um að vera. Borgin hefur iðað af mannlífi síðan HönnunarMars var settur í gær. „Það voru flottar sýningar. Arkitektasýning, keramiksýning og það var rosalega gaman að vera í þessu nýja hverfi sem er svolítið öðruvísi. Maður er svolítið kominn til útlanda, það er svolítið mikið hátt til lofts og falllegt og skemmtilegt.“ „Það var bara geggjuð stemning og Hafnartorg vaknaði til lífs,“ bætir Þórey við. Einnig nefndu þær vel heppnaða opnun í Ásmundarsal. „Mér fannst gaman að sjá nýsköpun og tækni og hönnun saman, á mjög flottum sýningum hjá Genki og Halldóri Eldjárn,“ segir Sara. Halldór var í helgarviðtali hér á Vísi um síðustu helgi og fór þar meðal annars yfir það hvernig innblásturinn af sýningunni kom frá Veðurstofu Íslands. Einnig deildi hann leyndardómnum á bak við fjólubláu plöntumyndirnar sem vakið hafa verðskuldaða athygli á hátíðinni. Sjá einnig: Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva Á sýningu Genki geta gestir fengið að stjórna tónlist með sérstökum hringjum og það voru margir sem stukku upp á svið og prófuðu hönnunina. „Það sem er svo geggjað við þetta er að þetta er afleiðing af Covid,“ útskýrir Þórey varðandi uppsetningu sýningarinnar. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við Berg Finnbogason, sköpunarstjóra EVE Online hjá CCP. Umsjón með Hönnunarspjallinu hafa Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks og Garðar Eyjólfsson fagstjóri meistaranáms í hönnun við LHÍ. Upptaka er í höndum Einars Egilssonar og Steinn Einar Jónsson stýrir útliti. Þættirnir verða þrír talsins og munu þeir allir birtast hér á Vísi. Hægt er að horfa á Hönnunarspjallið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. HönnunarMars Reykjavík Tíska og hönnun Tengdar fréttir Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt Í hönnunarspjallþættinum verður farið yfir sýningar og viðburði HönnunarMars hátíðarinnar með vel völdum einstaklingum á meðan hátíðin stendur yfir sem og samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 25. júní 2020 14:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Sjá meira
Þórey Einarsdóttir núverandi stjórnandi HönnunarMars og Sara Jónsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri hátíðarinnar voru á meðal viðmælanda í Hönnunarspjalli Studio 2020 á Vísi í dag. Þáttinn má finna neðst í fréttinni. „Maður er ennþá að átta sig á því að við höfum náð að koma hátíðinni af stað í júní,“ segir Þórey sem er í skýjunum með það hvernig hátíðin hefur farið af stað. HönnunarMars hófst formlega í gær og stendur fram á sunnudag, þó einhverjar sýningar verði opnar lengur fram á sumarið. Sara var hrifin af stemningunni á Hafnartorgi, en þar eru margar sýningar á HönnunarMars og mikið um að vera. Borgin hefur iðað af mannlífi síðan HönnunarMars var settur í gær. „Það voru flottar sýningar. Arkitektasýning, keramiksýning og það var rosalega gaman að vera í þessu nýja hverfi sem er svolítið öðruvísi. Maður er svolítið kominn til útlanda, það er svolítið mikið hátt til lofts og falllegt og skemmtilegt.“ „Það var bara geggjuð stemning og Hafnartorg vaknaði til lífs,“ bætir Þórey við. Einnig nefndu þær vel heppnaða opnun í Ásmundarsal. „Mér fannst gaman að sjá nýsköpun og tækni og hönnun saman, á mjög flottum sýningum hjá Genki og Halldóri Eldjárn,“ segir Sara. Halldór var í helgarviðtali hér á Vísi um síðustu helgi og fór þar meðal annars yfir það hvernig innblásturinn af sýningunni kom frá Veðurstofu Íslands. Einnig deildi hann leyndardómnum á bak við fjólubláu plöntumyndirnar sem vakið hafa verðskuldaða athygli á hátíðinni. Sjá einnig: Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva Á sýningu Genki geta gestir fengið að stjórna tónlist með sérstökum hringjum og það voru margir sem stukku upp á svið og prófuðu hönnunina. „Það sem er svo geggjað við þetta er að þetta er afleiðing af Covid,“ útskýrir Þórey varðandi uppsetningu sýningarinnar. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við Berg Finnbogason, sköpunarstjóra EVE Online hjá CCP. Umsjón með Hönnunarspjallinu hafa Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks og Garðar Eyjólfsson fagstjóri meistaranáms í hönnun við LHÍ. Upptaka er í höndum Einars Egilssonar og Steinn Einar Jónsson stýrir útliti. Þættirnir verða þrír talsins og munu þeir allir birtast hér á Vísi. Hægt er að horfa á Hönnunarspjallið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars Reykjavík Tíska og hönnun Tengdar fréttir Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt Í hönnunarspjallþættinum verður farið yfir sýningar og viðburði HönnunarMars hátíðarinnar með vel völdum einstaklingum á meðan hátíðin stendur yfir sem og samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 25. júní 2020 14:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Sjá meira
Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00
Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt Í hönnunarspjallþættinum verður farið yfir sýningar og viðburði HönnunarMars hátíðarinnar með vel völdum einstaklingum á meðan hátíðin stendur yfir sem og samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 25. júní 2020 14:00
Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00