Eru allir sveitarstjórnarmenn að vinna? Tómas Ellert Tómasson skrifar 29. júní 2020 09:00 Í mars sl. benti bæjarráð Svf. Árborgar á að kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi væri ógn við tekjustofna sveitarfélaga og að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að verja störfin með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar en með því fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantaði og þannig mætti verja störfin. Einnig lagði bæjarráð til að ríkið myndi tímabundið fella niður virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum, sem myndu þá gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum. Á dagskrá Alþingis liggur nú fyrir lagafrumvarp þar sem lögð er til breyting á bráðabirgðaákvæði um endurgreiðslu vegna vinnu manna á byggingarstað. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að bráðabirgðaákvæðið sé lagt til í kjölfar lagabreytinga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Samkvæmt frumvarpinu geta sveitarfélög fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vinnu manna sem innt er af hendi á byggingarstað innan tímabilsins 1. mars 2020 og til og með 31. desember 2020. Með boðaðri lagabreytingu er að hálfu leyti komið til móts við ábendingar bæjarráðs, sem er vel, en tímabilið sem lagt er til að ákvæðið sé virkt er alltof stutt. Á það bendir einnig Samband íslenskra sveitarfélaga í umsögn sinni um lagafrumvarpið ásamt því að upplýsa um að sveitarfélögin hafi mörg hver verið að flýta fyrir framkvæmdum á stórum verkum á árinu, sem verða þá komin tiltölulega skammt á veg um næstu áramót þegar endurgreiðslutímabilinu á að ljúka. Sambandið hvetur því fjármálaráðuneytið í því samhengi að hefja strax vinnu við gerð frumvarps til lengingar endurgreiðslutímabilsins út árið 2021 svo það geti verið lagt fyrir Alþingi ekki síðar en í haust. Þannig geti sveitarfélögin tekið tillit til þess að tímabilið hafi verið lengt þegar fjárhagsáætlun er tekin fyrir í sveitarstjórn og áætlanir um framkvæmdir næsta árs eru samþykktar. Undirritaður tekur undir hvatningarorð sambandsins og hvetur sveitarstjórnarmenn um land allt til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að koma skilaboðunum áleiðis til ráðherra og þingmanna í sínu héraði. Eru ekki allir sveitarstjórnarmenn að vinna í því? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Í mars sl. benti bæjarráð Svf. Árborgar á að kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi væri ógn við tekjustofna sveitarfélaga og að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að verja störfin með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar en með því fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantaði og þannig mætti verja störfin. Einnig lagði bæjarráð til að ríkið myndi tímabundið fella niður virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum, sem myndu þá gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum. Á dagskrá Alþingis liggur nú fyrir lagafrumvarp þar sem lögð er til breyting á bráðabirgðaákvæði um endurgreiðslu vegna vinnu manna á byggingarstað. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að bráðabirgðaákvæðið sé lagt til í kjölfar lagabreytinga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Samkvæmt frumvarpinu geta sveitarfélög fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vinnu manna sem innt er af hendi á byggingarstað innan tímabilsins 1. mars 2020 og til og með 31. desember 2020. Með boðaðri lagabreytingu er að hálfu leyti komið til móts við ábendingar bæjarráðs, sem er vel, en tímabilið sem lagt er til að ákvæðið sé virkt er alltof stutt. Á það bendir einnig Samband íslenskra sveitarfélaga í umsögn sinni um lagafrumvarpið ásamt því að upplýsa um að sveitarfélögin hafi mörg hver verið að flýta fyrir framkvæmdum á stórum verkum á árinu, sem verða þá komin tiltölulega skammt á veg um næstu áramót þegar endurgreiðslutímabilinu á að ljúka. Sambandið hvetur því fjármálaráðuneytið í því samhengi að hefja strax vinnu við gerð frumvarps til lengingar endurgreiðslutímabilsins út árið 2021 svo það geti verið lagt fyrir Alþingi ekki síðar en í haust. Þannig geti sveitarfélögin tekið tillit til þess að tímabilið hafi verið lengt þegar fjárhagsáætlun er tekin fyrir í sveitarstjórn og áætlanir um framkvæmdir næsta árs eru samþykktar. Undirritaður tekur undir hvatningarorð sambandsins og hvetur sveitarstjórnarmenn um land allt til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að koma skilaboðunum áleiðis til ráðherra og þingmanna í sínu héraði. Eru ekki allir sveitarstjórnarmenn að vinna í því? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun