Þrjú hlutu dóm fyrir innflutning fíkniefna Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2020 21:58 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Þrjú voru í dag dæmd til fangelsisvistar fyrir innflutning og skipulagningu innflutnings á kannabis og kókaíni til landsins frá Alicante um miðjan mars 2018. Ákærðu, þáverandi par og kunningi mannsins voru handtekin við komuna til Keflavíkur. Mennirnir tveir voru báðir dæmdir í tíu mánaða fangelsi en konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi sem fellur niður að liðnum þremur árum haldi hún skilorð. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Konan var ákærð fyrir innflutning á 155,54 grömmum af kókaíni falin innvortis í fjórum pakkningum. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir innflutning og skipulagningu á samtals 318,47 grömmum af kókaíni og 4.859,96 af hassi ætluðu til sölu hér á landi. Mennirnir voru kærðir fyrir að hafa fengið konuna til að flytja inn efnin en annar þeirra flutti sjálfur inn 162,93 gr. af kókaíni innvortis. Hinn flutti á fimmta kíló af hassi falin í botni ferðatösku sinnar. Við skýrslutökur sagði parið að þau hefðu verið í fjárhagserfiðleikum og því fengið lánað fyrir flugfargjaldi frá þriðja aðila. Konan sagðist ekki hafa þorað að segja nei þegar hún var beðin um að flytja efnin til landsins, hún hafi einnig óttast kærasta sinn sem hafi nefbrotið hana nokkrum dögum fyrir ferðalagið. Maðurinn kvaðst ekki hafa vitað af hassinu sem var að finna í tösku sinni en vissi af kókaíninu. Hann viðurkenndi að hafa skallað konuna og séð blóðið streyma úr nefi hennar. Hann hafnaði því að hafa beðið konuna um að flytja fíkniefnin til landsins ásamt hinum manninum. Þriðji aðilinn viðurkenndi að hafa samþykkt að flytja fíkniefni til Íslands og fékk greiðslu fyrir verkefnið. Hann hafi þó ekki skipulagt innflutninginn. Hann sagði fíkniefnin þegar hafa verið í íbúð hins mannsins. Konan játaði brot sitt fyrir dómi en mennirnir viðurkenndu að hafa flutt efnin til landsins en neituðu að öðru leyti sök. Framburður ákærðu í málinu þótti ótrúverðugur og voru öll þrjú sakfelld. Fíkn Dómsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þrjú voru í dag dæmd til fangelsisvistar fyrir innflutning og skipulagningu innflutnings á kannabis og kókaíni til landsins frá Alicante um miðjan mars 2018. Ákærðu, þáverandi par og kunningi mannsins voru handtekin við komuna til Keflavíkur. Mennirnir tveir voru báðir dæmdir í tíu mánaða fangelsi en konan var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi sem fellur niður að liðnum þremur árum haldi hún skilorð. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Konan var ákærð fyrir innflutning á 155,54 grömmum af kókaíni falin innvortis í fjórum pakkningum. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir innflutning og skipulagningu á samtals 318,47 grömmum af kókaíni og 4.859,96 af hassi ætluðu til sölu hér á landi. Mennirnir voru kærðir fyrir að hafa fengið konuna til að flytja inn efnin en annar þeirra flutti sjálfur inn 162,93 gr. af kókaíni innvortis. Hinn flutti á fimmta kíló af hassi falin í botni ferðatösku sinnar. Við skýrslutökur sagði parið að þau hefðu verið í fjárhagserfiðleikum og því fengið lánað fyrir flugfargjaldi frá þriðja aðila. Konan sagðist ekki hafa þorað að segja nei þegar hún var beðin um að flytja efnin til landsins, hún hafi einnig óttast kærasta sinn sem hafi nefbrotið hana nokkrum dögum fyrir ferðalagið. Maðurinn kvaðst ekki hafa vitað af hassinu sem var að finna í tösku sinni en vissi af kókaíninu. Hann viðurkenndi að hafa skallað konuna og séð blóðið streyma úr nefi hennar. Hann hafnaði því að hafa beðið konuna um að flytja fíkniefnin til landsins ásamt hinum manninum. Þriðji aðilinn viðurkenndi að hafa samþykkt að flytja fíkniefni til Íslands og fékk greiðslu fyrir verkefnið. Hann hafi þó ekki skipulagt innflutninginn. Hann sagði fíkniefnin þegar hafa verið í íbúð hins mannsins. Konan játaði brot sitt fyrir dómi en mennirnir viðurkenndu að hafa flutt efnin til landsins en neituðu að öðru leyti sök. Framburður ákærðu í málinu þótti ótrúverðugur og voru öll þrjú sakfelld.
Fíkn Dómsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira