Ný flensuveira í svínum talin geta valdið faraldri Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 13:01 Höfundar kínversku rannsóknarinnar leggja til að tafarlaust verði tekin upp eftirlit með útbreiðslu flensuveirunnar í svínum og starfsmönnum svínabúa. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences í gær. Hún greinir frá nýju inflúensuafbrigði í svínum sem fannst í Kína og hefur fengið heitið G4 EA H1N1. Höfundarnir segja að þó að ekki stafi bráð hætta af veirunni strax hafi hún alla burði til að stökkbreytast þannig að hún smitist auðveldlega á milli manna. Vegna þess að afbrigðið er nýtt eru fólk lítið eða ekki ónæmt fyrir því. Leggja höfundarnir til að grannt verði fylgst með starfsmönnum svínabúa og útbreiðslu veirunnar í svínum nú þegar. Veirunni svipar til svínaflensunnar sem blossaði upp í heimsfaraldri árið 2009. Hún reyndist síður mannskæð en óttast var í fyrstu, meðal annars þar sem eldra fólk var ónæmt fyrir henni að hluta til. Var það rakið til líkinda svínflensunnar við önnur afbrigði flensu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Christian Lindmeier frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sagði að starfsmenn hennar ættu eftir að leggjast yfir greinina um rannsóknina til að átta sig á hvað væri nýtt við flensuveiruna. Lagði hann áherslu á mikilvægi samstarfs og að fylgst yrði með bústofnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta undirstrikar einnig að við getum ekki sofið á verðinum gagnvart inflúensu og að við verðum að gæta að okkur og halda áfram eftirlit þrátt fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn,“ sagði Lindmeier. Kína Vísindi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences í gær. Hún greinir frá nýju inflúensuafbrigði í svínum sem fannst í Kína og hefur fengið heitið G4 EA H1N1. Höfundarnir segja að þó að ekki stafi bráð hætta af veirunni strax hafi hún alla burði til að stökkbreytast þannig að hún smitist auðveldlega á milli manna. Vegna þess að afbrigðið er nýtt eru fólk lítið eða ekki ónæmt fyrir því. Leggja höfundarnir til að grannt verði fylgst með starfsmönnum svínabúa og útbreiðslu veirunnar í svínum nú þegar. Veirunni svipar til svínaflensunnar sem blossaði upp í heimsfaraldri árið 2009. Hún reyndist síður mannskæð en óttast var í fyrstu, meðal annars þar sem eldra fólk var ónæmt fyrir henni að hluta til. Var það rakið til líkinda svínflensunnar við önnur afbrigði flensu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Christian Lindmeier frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sagði að starfsmenn hennar ættu eftir að leggjast yfir greinina um rannsóknina til að átta sig á hvað væri nýtt við flensuveiruna. Lagði hann áherslu á mikilvægi samstarfs og að fylgst yrði með bústofnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta undirstrikar einnig að við getum ekki sofið á verðinum gagnvart inflúensu og að við verðum að gæta að okkur og halda áfram eftirlit þrátt fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn,“ sagði Lindmeier.
Kína Vísindi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira