Myndarbragur meirihlutans í Garðabæ þegar framtíðarsýnina vantar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. júlí 2020 07:30 Nýverið fór fram forkynning á staðsetningu tveggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garðabæ. Markmiðið er að koma framkvæmdum af stað sem allra fyrst vegna óviðunandi stöðu Garðabæjar gagnvart fötluðum einstaklingum og skorti á búsetuúrræðum sem þeim bjóðast. Það húsnæði sem býðst er í misjöfnu ásigkomulagi og tryggir ekki íbúum þann aðbúnað sem þeim ber. Því liggur á. Í núverandi skipulagi eru einfaldlega ekki margar staðsetningar sem koma til greina þar sem hægt er að hefjast handa án mikillar fyrirhafnar. Þegar biðin er komin að þolmörkum og bregðast á skjótt við uppsöfnuðum langvarandi vanda, sem engin framtíðarsýn hefur verði mynduð um, er hættan sú að það verði teknar rangar ákvarðanir. Ákvarðanir sem byggja hvorki á rýnivinnu né mati á því sem fyrir er og hvernig til hefur tekist. Samráðsleysið við tilvonandi íbúa verður algjört, tillit til reglugerða, mannréttindasáttmála og laga um búseturétt fatlaðs fólks verður haft að vettugi. Meirihlutanum liggur á að bregðast við einni lagalegri skyldu og því víkja önnur meginsjónarmið, sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum, um rétt fatlaðs fólks til að koma að ákvörðunum um það húsnæði sem í boði verður. Hvorki verður höfð í heiðri 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um tækifæri fatlaðs fólks til þess að velja sér, til jafns við aðra, bæði búsetustað, hvar og með hverjum það býr og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Né heldur verður horft til stefnuskrár Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem byggir á alþjóðlegum mannréttindasamningum, þar sem fram kemur að heimili fatlaðra skulu dreifast milli hverfa og byggðarlaga. Af þessu höfum við í Garðabæjarlistanum miklar áhyggjur. Það er ekki bara hægt að gera betur, heldur ber okkur sem kjörnum fulltrúum skylda til þess að þjónusta alla íbúa og virða sjálfsagðan rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu þar sem ólíkum þörfum einstaklinga er mætt. Við höfum af því áhyggjur að það eigi að leggja upp með nákvæmlega eins íbúðakjarna og nýverið var tekinn í gagnið án nokkurrar athugunar á því hvernig hann er að reynast íbúum eða starfsfólki. Ég hef ítrekað lagt til að fram fari úttekt á því hvernig til tókst áður en ákvörðun um nýja kjarna verður tekin. Við höfum líka af því áhyggjur að fatlað fólk muni hafa skert frelsi til að velja búsetu sína þegar kemur að hverfum Garðabæjar, þar sem allir þrír íbúðakjarnarnir fyrir fatlað fók verða á svipuðum stað. Við teljum það hvorki samræmast kröfum nútímans né framtíðarinnar eða alþjóðlegum sáttmálum. Það færi betur á að Garðabær hefði yfir að ráða meirihluta með einhverja framtíðarsýn. Uppbygging á búsetu fatlaðs fólks er mikilvægt og þarft verkefni í stækkandi sveitarfélagi. Meirihluti með framtíðarsýn myndi meta fyrst þá reynslu sem komin er af núverandi skipulagi íbúakjarna og skipuleggja áframhaldandi uppbyggingu í eðlilegu samráði með fulltrúum tilvonandi íbúa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fór fram forkynning á staðsetningu tveggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garðabæ. Markmiðið er að koma framkvæmdum af stað sem allra fyrst vegna óviðunandi stöðu Garðabæjar gagnvart fötluðum einstaklingum og skorti á búsetuúrræðum sem þeim bjóðast. Það húsnæði sem býðst er í misjöfnu ásigkomulagi og tryggir ekki íbúum þann aðbúnað sem þeim ber. Því liggur á. Í núverandi skipulagi eru einfaldlega ekki margar staðsetningar sem koma til greina þar sem hægt er að hefjast handa án mikillar fyrirhafnar. Þegar biðin er komin að þolmörkum og bregðast á skjótt við uppsöfnuðum langvarandi vanda, sem engin framtíðarsýn hefur verði mynduð um, er hættan sú að það verði teknar rangar ákvarðanir. Ákvarðanir sem byggja hvorki á rýnivinnu né mati á því sem fyrir er og hvernig til hefur tekist. Samráðsleysið við tilvonandi íbúa verður algjört, tillit til reglugerða, mannréttindasáttmála og laga um búseturétt fatlaðs fólks verður haft að vettugi. Meirihlutanum liggur á að bregðast við einni lagalegri skyldu og því víkja önnur meginsjónarmið, sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum, um rétt fatlaðs fólks til að koma að ákvörðunum um það húsnæði sem í boði verður. Hvorki verður höfð í heiðri 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um tækifæri fatlaðs fólks til þess að velja sér, til jafns við aðra, bæði búsetustað, hvar og með hverjum það býr og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Né heldur verður horft til stefnuskrár Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem byggir á alþjóðlegum mannréttindasamningum, þar sem fram kemur að heimili fatlaðra skulu dreifast milli hverfa og byggðarlaga. Af þessu höfum við í Garðabæjarlistanum miklar áhyggjur. Það er ekki bara hægt að gera betur, heldur ber okkur sem kjörnum fulltrúum skylda til þess að þjónusta alla íbúa og virða sjálfsagðan rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu þar sem ólíkum þörfum einstaklinga er mætt. Við höfum af því áhyggjur að það eigi að leggja upp með nákvæmlega eins íbúðakjarna og nýverið var tekinn í gagnið án nokkurrar athugunar á því hvernig hann er að reynast íbúum eða starfsfólki. Ég hef ítrekað lagt til að fram fari úttekt á því hvernig til tókst áður en ákvörðun um nýja kjarna verður tekin. Við höfum líka af því áhyggjur að fatlað fólk muni hafa skert frelsi til að velja búsetu sína þegar kemur að hverfum Garðabæjar, þar sem allir þrír íbúðakjarnarnir fyrir fatlað fók verða á svipuðum stað. Við teljum það hvorki samræmast kröfum nútímans né framtíðarinnar eða alþjóðlegum sáttmálum. Það færi betur á að Garðabær hefði yfir að ráða meirihluta með einhverja framtíðarsýn. Uppbygging á búsetu fatlaðs fólks er mikilvægt og þarft verkefni í stækkandi sveitarfélagi. Meirihluti með framtíðarsýn myndi meta fyrst þá reynslu sem komin er af núverandi skipulagi íbúakjarna og skipuleggja áframhaldandi uppbyggingu í eðlilegu samráði með fulltrúum tilvonandi íbúa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun