Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 11:26 Bandarískir hermenn í Afganistan. Rússneska herleyniþjónustan er sögð hafa lagt fé þeim til höfuðs og greitt talibönum fyrir dráp. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrði að honum hafi aldrei verið kynntar upplýsingar um verðlaunaféð „munnlega“. Rússneska herleyniþjónustan (GRU) er talin hafa boðið vígamönnum sem tengjast talibönum fé fyrir árásir á hermenn Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Afganistan, að minnsta kosti frá árinu 2018. Rafræn gögn sem bandaríska leyniþjónustan komst yfir sýna umfangsmikla fjármagnsflutninga frá GRU til reikninga sem tengjast talibönum og handsamaðir vígamenn hafa lýst verðlaunafénu í yfirleysum hjá bandaríska hernum. Þegar New York Times greindi fyrst frá tilvist verðlaunafjárins á föstudag kom fram að Trump forseti hafi fengið upplýsingar um það í mars en að ríkisstjórn hans hafi ekki gripið til neinna aðgerða til að refsa Rússum. Trump hefur þvertekið fyrir það og kallað fréttirnar „gabb“ sem sé ætlað að koma höggi á hann og repúblikana. Hvíta húsið hefur lýst upplýsingum leyniþjónustunnar sem „umdeildum“ og óstaðfestum. Því hafi ekki verið talin ástæða til að upplýsa Trump um málið. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Ekki er ljóst hvort Trump hafi verið kynntir möguleikar þess efnis sem voru allt frá því að senda stjórnvöldum í Kreml harðort bréf til þess að beita Rússa frekari refsiaðgerðum. Bandarískir fjölmiðlar hafa svo í þessari viku greint frá því að Hvíta húsið hafi fyrst haft spurnir af rússneska verðlaunafénu í fyrra. Upplýsingar um það hafi verið að finna í skriflegri skýrslu sem Trump fær daglega um þjóðaröryggismál í lok febrúar. Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgafi Trump, fullyrti í gær að forsetinn hafi ekki fengið „munnlega“ skýrslu um njósnirnar vegna þess að starfsmaður leyniþjónustunnar sem sér um að upplýsa hann hafi ekki talið þær áreiðanlegar. O‘Brien svaraði því ekki hvort að Trump hefði fengið skriflegar upplýsingar um verðlaunaféð. Vel þekkt er að Trump les helst ekki slíkar skýrslur og kýs heldur að láta aðstoðarmenn lesa samantekt á þeim með nokkurra daga millibili. Trump hefur ítrekað tekið upp hanskann fyrir Pútín Rússlandsforseta. Hér eru þeir félagarnir saman á G20-fundinum í Japan síðasta sumar.Vísir/EPA Milligöngumaðurinn talinn hafa flúið til Rússlands Nú segir New York Times að Rahmatullah Azizi, maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslu verðlaunafjárins í Afganistan, hafi upphaflega verið umsvifalítill fíkniefnasmyglari sem hafi síðan snúið sér að verktöku til að næla sér í sneið af þeim milljörðum dollara sem bandalagsríkin hafi lagt í uppbyggingu í landinu. Verktakinn hafi snöggefnast eftir að hann byrjað að venja ferðir sínar til Rússlands. Nágrönnum hans og ættingjum hafi þó ekki verið ljóst á hverju hann hefði auðgast. Þegar öryggissveitir reyndu að hafa hendur í hári Azizi fyrir um hálfu ári greindu ættingjar hans og viðskiptafélagar frá því að hann hefði flúið land og væri líklega í Rússlandi. Bandarískir og afganskir embættismenn segja blaðinu að Azizi hafi verið á meðal þeirra sem sóttu verðlaunafé til Rússlands. Hann hafi svo komið fénu til vígamanna í gegnum ýmsar krókaleiðir. Verðlaunaféð er talið hafa numið allt að 100.000 dollurum, jafnvirði um 13,9 milljóna íslenskra króna, fyrir hvern hermann Bandaríkjanna og bandamanna þeirra sem var felldur. Dauði þriggja bandarískra landgönguliða hefur verið tengdur við verðlaunafé Rússa. Bæði Rússar og talibanar hafa hafnað því að verðlaunafé hafi verið í boði fyrir að drepa vestræna hermenn. Trump hefur tekið undir það og fullyrt að hann hafi „heyrt“ að margir leyniþjónustufulltrúar hafi talið að þetta „hafi alls ekki gerst“. GRU, rússneska herleyniþjónustan, sem er talin hafa boðið verðlaunaféð til höfuðs hermönnunum hefur staðið fyrir morðum og öðrum leynilegum aðgerðum á erlendri grundu í gegnum tíðina. Hún er meðal annars sökuð um að hafa staðið að morðtilræðinu gegn Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Trump trúir ekki leyniþjónustunni Þrátt fyrir að þingmenn bæði demókrata og repúblikana hafi lýst áhyggjum af fréttunum af verðlaunafé Rússa og krafist frekari upplýsinga um það segist Hvíta húsið ekki hafa nein áform um að gríða til aðgerða gegn Rússum vegna þess að Trump forseti trúi ekki mati leyniþjónustunnar og telur sig ekki eiga að aðhafast nokkuð, að sögn Washington Post. Fyrrverandi starfsmenn þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hafa lýst efasemdum um fullyrðingar Hvíta hússins að upplýsingarnar um verðlaunafé Rússa hafi verið svo óáreiðanlegar og óstaðfestar að ekki hafi verið ástæða til að kynna Trump þær. Ósennilegt sé að gripið hefði verið til viðbúnaðar í Afganistan og þjóðaröryggisráðið mótað valkosti um að svara Rússum ef það teldi upplýsingarnar ekki trúverðugar. Leiðtogar demókrata hafa ýjað að því að ef það er satt að Trump hafi ekki verið upplýstur um verðlaunaféð kunni það að vera vegna þess að ráðgjafar forsetans óttuðust að bera fyrir hann nokkuð sem gæti kastað skugga á samband hans við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Trump hefur lagt sig í lima við að þóknast Pútín og lofað hann sem mikinn leiðtoga. Mikla hneykslun vakti, bæði hjá demókrötum og repúblikönum, þegar Trump tók orð Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa af forsetakosninunum árið 2016 þegar forsetarnir tveir hittust í Helsinki í júlí árið 2018. Eftir að Trump á að hafa verið greint frá rússneska verðlaunafénu hefur hann meðal annars talað fyrir því að Rússum verði hleypt aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims þrátt fyrir að þeim hafi verið vísað þaðan fyrir að innlima Krímskaga árið 2014. Afganistan Bandaríkin Rússland Donald Trump Tengdar fréttir Fjármagnsflutningar til talibana taldir styðja ásakanir um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan hafði njósnir af umfangsmiklum fjármagnsflutningum af bankareikningi rússnesku herleyniþjónustunnar yfir á reikningi sem tengist talibönum í Afganistan. 1. júlí 2020 12:31 Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. 30. júní 2020 11:22 Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrði að honum hafi aldrei verið kynntar upplýsingar um verðlaunaféð „munnlega“. Rússneska herleyniþjónustan (GRU) er talin hafa boðið vígamönnum sem tengjast talibönum fé fyrir árásir á hermenn Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Afganistan, að minnsta kosti frá árinu 2018. Rafræn gögn sem bandaríska leyniþjónustan komst yfir sýna umfangsmikla fjármagnsflutninga frá GRU til reikninga sem tengjast talibönum og handsamaðir vígamenn hafa lýst verðlaunafénu í yfirleysum hjá bandaríska hernum. Þegar New York Times greindi fyrst frá tilvist verðlaunafjárins á föstudag kom fram að Trump forseti hafi fengið upplýsingar um það í mars en að ríkisstjórn hans hafi ekki gripið til neinna aðgerða til að refsa Rússum. Trump hefur þvertekið fyrir það og kallað fréttirnar „gabb“ sem sé ætlað að koma höggi á hann og repúblikana. Hvíta húsið hefur lýst upplýsingum leyniþjónustunnar sem „umdeildum“ og óstaðfestum. Því hafi ekki verið talin ástæða til að upplýsa Trump um málið. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Ekki er ljóst hvort Trump hafi verið kynntir möguleikar þess efnis sem voru allt frá því að senda stjórnvöldum í Kreml harðort bréf til þess að beita Rússa frekari refsiaðgerðum. Bandarískir fjölmiðlar hafa svo í þessari viku greint frá því að Hvíta húsið hafi fyrst haft spurnir af rússneska verðlaunafénu í fyrra. Upplýsingar um það hafi verið að finna í skriflegri skýrslu sem Trump fær daglega um þjóðaröryggismál í lok febrúar. Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgafi Trump, fullyrti í gær að forsetinn hafi ekki fengið „munnlega“ skýrslu um njósnirnar vegna þess að starfsmaður leyniþjónustunnar sem sér um að upplýsa hann hafi ekki talið þær áreiðanlegar. O‘Brien svaraði því ekki hvort að Trump hefði fengið skriflegar upplýsingar um verðlaunaféð. Vel þekkt er að Trump les helst ekki slíkar skýrslur og kýs heldur að láta aðstoðarmenn lesa samantekt á þeim með nokkurra daga millibili. Trump hefur ítrekað tekið upp hanskann fyrir Pútín Rússlandsforseta. Hér eru þeir félagarnir saman á G20-fundinum í Japan síðasta sumar.Vísir/EPA Milligöngumaðurinn talinn hafa flúið til Rússlands Nú segir New York Times að Rahmatullah Azizi, maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslu verðlaunafjárins í Afganistan, hafi upphaflega verið umsvifalítill fíkniefnasmyglari sem hafi síðan snúið sér að verktöku til að næla sér í sneið af þeim milljörðum dollara sem bandalagsríkin hafi lagt í uppbyggingu í landinu. Verktakinn hafi snöggefnast eftir að hann byrjað að venja ferðir sínar til Rússlands. Nágrönnum hans og ættingjum hafi þó ekki verið ljóst á hverju hann hefði auðgast. Þegar öryggissveitir reyndu að hafa hendur í hári Azizi fyrir um hálfu ári greindu ættingjar hans og viðskiptafélagar frá því að hann hefði flúið land og væri líklega í Rússlandi. Bandarískir og afganskir embættismenn segja blaðinu að Azizi hafi verið á meðal þeirra sem sóttu verðlaunafé til Rússlands. Hann hafi svo komið fénu til vígamanna í gegnum ýmsar krókaleiðir. Verðlaunaféð er talið hafa numið allt að 100.000 dollurum, jafnvirði um 13,9 milljóna íslenskra króna, fyrir hvern hermann Bandaríkjanna og bandamanna þeirra sem var felldur. Dauði þriggja bandarískra landgönguliða hefur verið tengdur við verðlaunafé Rússa. Bæði Rússar og talibanar hafa hafnað því að verðlaunafé hafi verið í boði fyrir að drepa vestræna hermenn. Trump hefur tekið undir það og fullyrt að hann hafi „heyrt“ að margir leyniþjónustufulltrúar hafi talið að þetta „hafi alls ekki gerst“. GRU, rússneska herleyniþjónustan, sem er talin hafa boðið verðlaunaféð til höfuðs hermönnunum hefur staðið fyrir morðum og öðrum leynilegum aðgerðum á erlendri grundu í gegnum tíðina. Hún er meðal annars sökuð um að hafa staðið að morðtilræðinu gegn Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Trump trúir ekki leyniþjónustunni Þrátt fyrir að þingmenn bæði demókrata og repúblikana hafi lýst áhyggjum af fréttunum af verðlaunafé Rússa og krafist frekari upplýsinga um það segist Hvíta húsið ekki hafa nein áform um að gríða til aðgerða gegn Rússum vegna þess að Trump forseti trúi ekki mati leyniþjónustunnar og telur sig ekki eiga að aðhafast nokkuð, að sögn Washington Post. Fyrrverandi starfsmenn þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hafa lýst efasemdum um fullyrðingar Hvíta hússins að upplýsingarnar um verðlaunafé Rússa hafi verið svo óáreiðanlegar og óstaðfestar að ekki hafi verið ástæða til að kynna Trump þær. Ósennilegt sé að gripið hefði verið til viðbúnaðar í Afganistan og þjóðaröryggisráðið mótað valkosti um að svara Rússum ef það teldi upplýsingarnar ekki trúverðugar. Leiðtogar demókrata hafa ýjað að því að ef það er satt að Trump hafi ekki verið upplýstur um verðlaunaféð kunni það að vera vegna þess að ráðgjafar forsetans óttuðust að bera fyrir hann nokkuð sem gæti kastað skugga á samband hans við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Trump hefur lagt sig í lima við að þóknast Pútín og lofað hann sem mikinn leiðtoga. Mikla hneykslun vakti, bæði hjá demókrötum og repúblikönum, þegar Trump tók orð Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa af forsetakosninunum árið 2016 þegar forsetarnir tveir hittust í Helsinki í júlí árið 2018. Eftir að Trump á að hafa verið greint frá rússneska verðlaunafénu hefur hann meðal annars talað fyrir því að Rússum verði hleypt aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims þrátt fyrir að þeim hafi verið vísað þaðan fyrir að innlima Krímskaga árið 2014.
Afganistan Bandaríkin Rússland Donald Trump Tengdar fréttir Fjármagnsflutningar til talibana taldir styðja ásakanir um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan hafði njósnir af umfangsmiklum fjármagnsflutningum af bankareikningi rússnesku herleyniþjónustunnar yfir á reikningi sem tengist talibönum í Afganistan. 1. júlí 2020 12:31 Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. 30. júní 2020 11:22 Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira
Fjármagnsflutningar til talibana taldir styðja ásakanir um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan hafði njósnir af umfangsmiklum fjármagnsflutningum af bankareikningi rússnesku herleyniþjónustunnar yfir á reikningi sem tengist talibönum í Afganistan. 1. júlí 2020 12:31
Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. 30. júní 2020 11:22
Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47