Stjórn Rithöfundasambandsins vantreystir Storytel AB Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2020 16:01 Karl Ágúst Úlfsson er formaður Rithöfundasambands Íslands en stjórnin hefur nú lýst því yfir að hún beri takmarkað traust til Storytel AB sem í vikunni festi kaup á 70 prósent hlutafjár í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu Íslands. visir/vilhelm Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir áhyggjum sínum af kaupum Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu, stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar sem send hefur verið félagsmönnum í Rithöfundasambandinu vegna kaupanna sem vakið hafa mikla athygli. Í ályktuninni segir að stjórnin fagni nýrri tækni og auknum tækifærum fyrir lesendur til að njóta bókmenntaverka. Og að flestir rithöfundar vilji líka sækja fram á því sviði og ná til nýrra lesenda. Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi „Hins vegar hefur stjórnin áhyggjur af enn meira valdaójafnvægi á bókamarkaði ef kaupin ganga í gegn þar sem stærsta bókaútgáfa landsins og eina streymisveita hljóðbóka verði í eigu sama aðila. Samruni stórra aðila á markaði leiðir iðulega til skerðingar á virkri samkeppni sem kemur neytendum og öðrum á markaði illa. Þegar um er að ræða fákeppni á sviði menningar verður að stíga sérstaklega gætilega til jarðar.“ Þá lýsir stjórnin því yfir að hún beri ekki traust til Storytel AB: „Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi og stjórnendum þess því reynsla höfunda af dótturfélaginu Storytel á Íslandi er ekki góð og sömu sögu má heyra frá félögum okkar á hinum Norðurlöndunum.“ Í ályktuninni er bent á að samkvæmt kjarakönnun sem Rithöfundasambandið hefur gert meðal félagsmanna sem eiga verk hjá Storytel á Íslandi eru greiðslur til þeirra afar lágar og tekjumódelið ógegnsætt. Uggur í brjósti höfunda „Stjórnin óttast að tilgangur eiganda Storytel á Íslandi, Storytel AB í Svíþjóð, sé að komast nær höfundaverki íslenskra höfunda og eyða allri samkeppni á hljóðbókamarkaði. Margir félagsmenn hafa haft samband við stjórn og skrifstofu RSÍ og viðrað áhyggjur sínar. Höfundar og útgefendur ytra hafa borið því vitni að frelsi þeirra og menningarleg áhersla hafi beðið hnekki með eignarhaldi Storytel AB.“ Í ályktuninni segir að slíkt veki ugg í brjósti höfunda hér á landi, sporin ytra hræði, en reynslan ein mun leiða í ljós hvort sama öfugþróun verði hérlendis. Komi upp slík staða á Íslandi telur stjórn RSÍ sýnt að hún myndi þrengja verulega að höfundum og möguleikum þeirra til útgáfu á fjölbreyttum og burðugum bókamarkaði. „Aldrei má vega að listrænu frelsi þannig að litið sé á bókmenntir sem framleiðsluvöru sem þarf að skila hagnaði en ekki listræna tjáningu sem hefur gildi í sjálfu sér.“ Menning Bókmenntir Svíþjóð Bókaútgáfa Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Fleiri fréttir Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Sjá meira
Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir áhyggjum sínum af kaupum Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu, stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar sem send hefur verið félagsmönnum í Rithöfundasambandinu vegna kaupanna sem vakið hafa mikla athygli. Í ályktuninni segir að stjórnin fagni nýrri tækni og auknum tækifærum fyrir lesendur til að njóta bókmenntaverka. Og að flestir rithöfundar vilji líka sækja fram á því sviði og ná til nýrra lesenda. Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi „Hins vegar hefur stjórnin áhyggjur af enn meira valdaójafnvægi á bókamarkaði ef kaupin ganga í gegn þar sem stærsta bókaútgáfa landsins og eina streymisveita hljóðbóka verði í eigu sama aðila. Samruni stórra aðila á markaði leiðir iðulega til skerðingar á virkri samkeppni sem kemur neytendum og öðrum á markaði illa. Þegar um er að ræða fákeppni á sviði menningar verður að stíga sérstaklega gætilega til jarðar.“ Þá lýsir stjórnin því yfir að hún beri ekki traust til Storytel AB: „Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi og stjórnendum þess því reynsla höfunda af dótturfélaginu Storytel á Íslandi er ekki góð og sömu sögu má heyra frá félögum okkar á hinum Norðurlöndunum.“ Í ályktuninni er bent á að samkvæmt kjarakönnun sem Rithöfundasambandið hefur gert meðal félagsmanna sem eiga verk hjá Storytel á Íslandi eru greiðslur til þeirra afar lágar og tekjumódelið ógegnsætt. Uggur í brjósti höfunda „Stjórnin óttast að tilgangur eiganda Storytel á Íslandi, Storytel AB í Svíþjóð, sé að komast nær höfundaverki íslenskra höfunda og eyða allri samkeppni á hljóðbókamarkaði. Margir félagsmenn hafa haft samband við stjórn og skrifstofu RSÍ og viðrað áhyggjur sínar. Höfundar og útgefendur ytra hafa borið því vitni að frelsi þeirra og menningarleg áhersla hafi beðið hnekki með eignarhaldi Storytel AB.“ Í ályktuninni segir að slíkt veki ugg í brjósti höfunda hér á landi, sporin ytra hræði, en reynslan ein mun leiða í ljós hvort sama öfugþróun verði hérlendis. Komi upp slík staða á Íslandi telur stjórn RSÍ sýnt að hún myndi þrengja verulega að höfundum og möguleikum þeirra til útgáfu á fjölbreyttum og burðugum bókamarkaði. „Aldrei má vega að listrænu frelsi þannig að litið sé á bókmenntir sem framleiðsluvöru sem þarf að skila hagnaði en ekki listræna tjáningu sem hefur gildi í sjálfu sér.“
Menning Bókmenntir Svíþjóð Bókaútgáfa Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Fleiri fréttir Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Sjá meira