Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 09:18 Bargestir eru áfram beðnir um að haga sér. (AP/Frank Augstein) Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. Í morgun fór fram meiriháttar aflétting á aðgerðum sem Bretar hafa ráðist í til þess að stemma í stigu við faraldurinn. Þannig gátu bjórþyrstir kráaraðdáaendur og hárprúðir blaðamenn loksins fengið sér bjór eða farið í klippingu, þremur mánuðum eftir að þeim var skipað að loka vegna faraldursins. Veitingastaðir, hótel, listgallerí, bingósalir og kvikmyndahús eru á meðal þeirra staða sem mega opna á nýjan leik svo lengi sem ákveðnum takmörkunum og reglum sé fylgt. Blaðamenn hafa fylgst vel með líkt og sjá má á myndböndunum hér fyrir neðan þar sem fréttamenn BBC nýttu sér tækifærið og fóru í klippingu í beinni útsendingu. The haircut is underway on #BBCBreakfast 💇♂️✂️ALSO how much are @ChrisMasonBBC's glassing steaming up 😂😂 pic.twitter.com/3CGNFp18eo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 4, 2020 God love Jill for going on the box in a basin 🥰Making history here for @BBCBreakfast getting one of the very 1st post lockdown locks hair dos! Her las appointment was meant to be on the day the country closed. 5 months hair drought over today! pic.twitter.com/B9QCxr01VM— Jayne McCubbin (@JayneMcCubbinTV) July 4, 2020 Þá var blaðamaður Guardian einnig mættur á bar í London í morgun þar sem nokkrir tóku daginn mjög snemma. Eins og sjá má bað kráareigandinn þá sem mættu á svæðið að fylla út eyðublað með upplýsingum um nafn, hvernig væri hægt að ná í viðkomandi, hvenær hann kom á barinn og hvenær hann fór, allt til þess auðvelda smitrakningu ef til smits kemur. Ah, the classic English pub experience. pic.twitter.com/MMg3znMkvr— Rob Davies (@ByRobDavies) July 4, 2020 Og svo virðist sem að þeir sem mættu á krárnar í morgunsárið séu hæstánægðir. „Þetta er eins og að vinna úrvalsdeildina,“ sagði hinn 54 ára gamli Andrew Slawinski sem pantaði sér Guinnes-bjór. Ekki eru þó allir sammála um ágæti þess að opna barina á ný. Þannig varaði talsmaður sjúkraflutningamanna í Bretlandi við því að búast mætti við því að bráðamóttökur víðs vegar um Bretland myndu ekki ráða við álagið sem gæti fylgt því að Bretar gætu keypt sér bjór á krá í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Ráðamenn í Bretlandi hafa hvatt íbúa þar til þess að nýta sér tækifærið og styðja veitingastaði og krár í nærumhverfi sínu, enda hafi margir slíkir staðir tekið á sig mikið högg eftir að hafa þurft að loka. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Breta grátt en þar hafa alls 44,131 látist af völdum hans, samkvæmt opinberum tölum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. Í morgun fór fram meiriháttar aflétting á aðgerðum sem Bretar hafa ráðist í til þess að stemma í stigu við faraldurinn. Þannig gátu bjórþyrstir kráaraðdáaendur og hárprúðir blaðamenn loksins fengið sér bjór eða farið í klippingu, þremur mánuðum eftir að þeim var skipað að loka vegna faraldursins. Veitingastaðir, hótel, listgallerí, bingósalir og kvikmyndahús eru á meðal þeirra staða sem mega opna á nýjan leik svo lengi sem ákveðnum takmörkunum og reglum sé fylgt. Blaðamenn hafa fylgst vel með líkt og sjá má á myndböndunum hér fyrir neðan þar sem fréttamenn BBC nýttu sér tækifærið og fóru í klippingu í beinni útsendingu. The haircut is underway on #BBCBreakfast 💇♂️✂️ALSO how much are @ChrisMasonBBC's glassing steaming up 😂😂 pic.twitter.com/3CGNFp18eo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 4, 2020 God love Jill for going on the box in a basin 🥰Making history here for @BBCBreakfast getting one of the very 1st post lockdown locks hair dos! Her las appointment was meant to be on the day the country closed. 5 months hair drought over today! pic.twitter.com/B9QCxr01VM— Jayne McCubbin (@JayneMcCubbinTV) July 4, 2020 Þá var blaðamaður Guardian einnig mættur á bar í London í morgun þar sem nokkrir tóku daginn mjög snemma. Eins og sjá má bað kráareigandinn þá sem mættu á svæðið að fylla út eyðublað með upplýsingum um nafn, hvernig væri hægt að ná í viðkomandi, hvenær hann kom á barinn og hvenær hann fór, allt til þess auðvelda smitrakningu ef til smits kemur. Ah, the classic English pub experience. pic.twitter.com/MMg3znMkvr— Rob Davies (@ByRobDavies) July 4, 2020 Og svo virðist sem að þeir sem mættu á krárnar í morgunsárið séu hæstánægðir. „Þetta er eins og að vinna úrvalsdeildina,“ sagði hinn 54 ára gamli Andrew Slawinski sem pantaði sér Guinnes-bjór. Ekki eru þó allir sammála um ágæti þess að opna barina á ný. Þannig varaði talsmaður sjúkraflutningamanna í Bretlandi við því að búast mætti við því að bráðamóttökur víðs vegar um Bretland myndu ekki ráða við álagið sem gæti fylgt því að Bretar gætu keypt sér bjór á krá í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Ráðamenn í Bretlandi hafa hvatt íbúa þar til þess að nýta sér tækifærið og styðja veitingastaði og krár í nærumhverfi sínu, enda hafi margir slíkir staðir tekið á sig mikið högg eftir að hafa þurft að loka. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Breta grátt en þar hafa alls 44,131 látist af völdum hans, samkvæmt opinberum tölum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira