Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2020 20:00 Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Arkitektinn hafði sent viðvörun á byggingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg þar sem hann lýsti hættulegum aðstæðum íbúa í húsinu sem brann. Birgir Jóhannesson arkitekt á heima beint á móti húsinu. Þrír létust í eldsvoðanum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Félagið HD verk á húsið en þar bjuggu útlendingar sem vinna hér á landi. Birgir hefur mikla reynslu af endurgerð gamalla húsa og hafði lengi haft áhyggjur af íbúum hússins. Hann sendi bréf á byggingarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg í lok apríl í fyrra sem ber heitið Hætta vegna Bræðraborgarstígs 1. Afrit var sent á borgarstjóra. Þar segir að íbúar á Vesturgötu 51a telji að þeir séu í hættu vegna hússins á Bræðraborgarstíg. Þar leki rigningarvatn inn með öllum gluggum, klæðning sé dottin af þaki og rennur brotnar. Það sé greinilega mikill raki inn í veggjum og rafmagn inn í veggjum. Hann telji að þar geti verið virkileg hætta á ferð. Burðarvirkið gæti verið virkilega skaddað og rafmagnið hættulegt í rakanum. Ef það kvikni í húsinu þá muni það brenna hratt og falla fljótt. Þá segir húsið hafi viljandi verið látið grotna niður í mörg ár og að nú þurfi virkilega að bregðast við. Hættan sé raunveruleg. „Ég sá að það lak inn í það, undir gluggum og það var sýnilegt að það voru ekki flóttaleiðir og mikið af fólki sem býr í húsinu. Það er bara ein flóttaleið, engar brunahurðir og engir opnanlegir gluggar á báðum efri hæðunum,“ segir Birgir. Hann segir að ástand hússins hafi lengi verið slæmt. „Síðan brotnuðu reglulega rúður í húsinu og það tók stundum marga mánuði að gera við gluggana,“ segir Birgir. Hann segist einnig hafa hringt í byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlitið vegna málsins. „Þeir töluðu nú um að það væru litlir möguleikar til að gera eitthvað í lögunum. Ég var nú samt að reyna benda þeim á að það væri nú fólk í hættu og það þyrfti þá að breyta lögunum , þetta gæti ekki verið svona.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt að sjá húsið brenna. „Það var fullt af góðu fólki sem bjó í þessu húsi og sérstaklega á efri hæðunum sem sumt er búið að vera hérna lengi. Fólk er náttúrulega bara í sjokki. Við vorum að horfa upp á nágranna okkar brenna inni,“ segir Birgir. Þá hafi barn búið í húsinu fyrir ekki svo löngu. „Það var skólafélagi sonar míns,“ segir Birgir. Húsið var í eigu HD verk ehf. Félagið á einnig húsið á Bræðraborgarstíg þrjú og þar býr einnig erlent verkafólk. „Við höfum enn þá áhyggjur af hinu húsinu. Það er ekki jafn slæmt því það er minna hús en það eru ekki flóttaleiðir þar. Það væri gott ef það hús yrðið skoðað,“ segir Birgir. Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Arkitektinn hafði sent viðvörun á byggingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg þar sem hann lýsti hættulegum aðstæðum íbúa í húsinu sem brann. Birgir Jóhannesson arkitekt á heima beint á móti húsinu. Þrír létust í eldsvoðanum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Félagið HD verk á húsið en þar bjuggu útlendingar sem vinna hér á landi. Birgir hefur mikla reynslu af endurgerð gamalla húsa og hafði lengi haft áhyggjur af íbúum hússins. Hann sendi bréf á byggingarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg í lok apríl í fyrra sem ber heitið Hætta vegna Bræðraborgarstígs 1. Afrit var sent á borgarstjóra. Þar segir að íbúar á Vesturgötu 51a telji að þeir séu í hættu vegna hússins á Bræðraborgarstíg. Þar leki rigningarvatn inn með öllum gluggum, klæðning sé dottin af þaki og rennur brotnar. Það sé greinilega mikill raki inn í veggjum og rafmagn inn í veggjum. Hann telji að þar geti verið virkileg hætta á ferð. Burðarvirkið gæti verið virkilega skaddað og rafmagnið hættulegt í rakanum. Ef það kvikni í húsinu þá muni það brenna hratt og falla fljótt. Þá segir húsið hafi viljandi verið látið grotna niður í mörg ár og að nú þurfi virkilega að bregðast við. Hættan sé raunveruleg. „Ég sá að það lak inn í það, undir gluggum og það var sýnilegt að það voru ekki flóttaleiðir og mikið af fólki sem býr í húsinu. Það er bara ein flóttaleið, engar brunahurðir og engir opnanlegir gluggar á báðum efri hæðunum,“ segir Birgir. Hann segir að ástand hússins hafi lengi verið slæmt. „Síðan brotnuðu reglulega rúður í húsinu og það tók stundum marga mánuði að gera við gluggana,“ segir Birgir. Hann segist einnig hafa hringt í byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlitið vegna málsins. „Þeir töluðu nú um að það væru litlir möguleikar til að gera eitthvað í lögunum. Ég var nú samt að reyna benda þeim á að það væri nú fólk í hættu og það þyrfti þá að breyta lögunum , þetta gæti ekki verið svona.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt að sjá húsið brenna. „Það var fullt af góðu fólki sem bjó í þessu húsi og sérstaklega á efri hæðunum sem sumt er búið að vera hérna lengi. Fólk er náttúrulega bara í sjokki. Við vorum að horfa upp á nágranna okkar brenna inni,“ segir Birgir. Þá hafi barn búið í húsinu fyrir ekki svo löngu. „Það var skólafélagi sonar míns,“ segir Birgir. Húsið var í eigu HD verk ehf. Félagið á einnig húsið á Bræðraborgarstíg þrjú og þar býr einnig erlent verkafólk. „Við höfum enn þá áhyggjur af hinu húsinu. Það er ekki jafn slæmt því það er minna hús en það eru ekki flóttaleiðir þar. Það væri gott ef það hús yrðið skoðað,“ segir Birgir.
Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira