Fylgir þú lögum? Ugla Stefaníu Kristjönudóttir Jónsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 7. júlí 2020 09:00 Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Lög um kynrænt sjálfræði, langþráð tímamótalöggjöf í málefnum trans fólks, tóku gildi. Samkvæmt þeim þurfa allar stofnanir og fyrirtæki sem skrá upplýsingar um fólk að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns. Aðlögunarfrestur var gefinn, en lögin kveða á um að 18 mánuðum eftir að lögin taka gildi verði að bjóða upp á fleiri möguleika en karl og kona þegar upplýsingum um kyn er safnað. Samtökin ‘78 og Trans Ísland hafa því sett af stað átaksverkefni sem er ætlað að styðja við öll sem þurfa að uppfæra sig og auðvelda almenningi að benda á hvaða aðilar þurfi að bæta úr sínum málum. Ástæður þess að krafan um hlutlausa kynskráningu er rituð í landslög eru margvíslegar. Helstu ástæðurnar eru til að koma til móts við fólk sem skilgreinir sig utan hinna hefðbundnu kynjaflokka, eða kynsegin fólk. Kynsegin fólk hefur kynvitund sem fellur ekki eingöngu að því að vera karl eða kona, og getur fólk upplifað kynvitund sína fljótandi, bæði sem karl og kona eða algjörlega fyrir utan þessa flokka. Mikilvægt er að fólk geti skráð kyn sitt í samræmi við kynvitund til að auka aðgengi og lífsgæði hópsins í samfélaginu. Einnig er það mikilvægt til að tryggja að gagnaöflun sé sönn og rétt og endurspegli fjölbreytileika kynvitundar. En hvernig ber að standa að þessu? Ýmsir aðilar hafa haft samband við Samtökin ‘78 og Trans Ísland og leitað ráðgjafar um það hvernig sé best að standa að hlutlausri skráningu kyns. Til þess að mæta þessari þörf höfum við sett saman leiðbeiningar og gert þær aðgengilegar á vefnum. Í stuttu máli mælum við með því að valmöguleikar, t.a.m. á eyðublöðum, séu almennt hafðir fimm: karl, kona, kynsegin, annað og vil ekki svara. Við mælum eindregið með því að fólk kynni sér leiðbeiningarnar í heild sinni, þar sem þær eru mun ítarlegri og taka á hinum ýmsu vafamálum. Það skiptir máli að vandað sé til verka. Eftir aðeins sex mánuði, 18 mánuðum eftir gildistöku Laga um kynrænt sjálfræði, verður hlutlaus skráning kyns lögbundin og innleiðingartímabili lokið. Ólíkt því sem mörg halda, þá eiga lögin ekki aðeins við um Þjóðskrá Íslands, heldur segir í 6. grein: „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“ Við hvetjum stofnanir og fyrirtæki þess vegna til þess að breyta kynskráningu í kerfum sínum, skráningarformum og eyðublöðum í tæka tíð. Í dag hefja Samtökin ‘78 fjögurra vikna hvatningarátak til þess að styðja við innleiðingu laganna. Við biðjum fólk sem rekst á úrelt form að láta okkur vita, svo við getum minnt viðkomandi aðila á löggjöfina sem þarf að uppfylla innan tíðar. Á vefsíðu Samtakanna ‘78 munum við bæði taka við ábendingum um það sem betur má fara og halda utan um fyrirmyndarlista yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa breytt upplýsingaöflun sinni til betri vegar. Mikilvægt er að við byggjum saman samfélag þar sem við erum öll meðtalin og tryggjum að þessi stóra réttarbót fyrir hóp sem hefur hingað til verið ósýnilegur innan kerfisins gangi eftir. Þessar viðbætur munu koma til með að auðga samfélagsvitund okkar og sýna að við ætlum öll að gera okkar besta í það að tryggja sanngjarnt, réttlátt og aðgengilegt samfélag fyrir okkur öll, burtséð frá kynvitund. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Hinsegin Ugla Stefanía Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Lög um kynrænt sjálfræði, langþráð tímamótalöggjöf í málefnum trans fólks, tóku gildi. Samkvæmt þeim þurfa allar stofnanir og fyrirtæki sem skrá upplýsingar um fólk að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns. Aðlögunarfrestur var gefinn, en lögin kveða á um að 18 mánuðum eftir að lögin taka gildi verði að bjóða upp á fleiri möguleika en karl og kona þegar upplýsingum um kyn er safnað. Samtökin ‘78 og Trans Ísland hafa því sett af stað átaksverkefni sem er ætlað að styðja við öll sem þurfa að uppfæra sig og auðvelda almenningi að benda á hvaða aðilar þurfi að bæta úr sínum málum. Ástæður þess að krafan um hlutlausa kynskráningu er rituð í landslög eru margvíslegar. Helstu ástæðurnar eru til að koma til móts við fólk sem skilgreinir sig utan hinna hefðbundnu kynjaflokka, eða kynsegin fólk. Kynsegin fólk hefur kynvitund sem fellur ekki eingöngu að því að vera karl eða kona, og getur fólk upplifað kynvitund sína fljótandi, bæði sem karl og kona eða algjörlega fyrir utan þessa flokka. Mikilvægt er að fólk geti skráð kyn sitt í samræmi við kynvitund til að auka aðgengi og lífsgæði hópsins í samfélaginu. Einnig er það mikilvægt til að tryggja að gagnaöflun sé sönn og rétt og endurspegli fjölbreytileika kynvitundar. En hvernig ber að standa að þessu? Ýmsir aðilar hafa haft samband við Samtökin ‘78 og Trans Ísland og leitað ráðgjafar um það hvernig sé best að standa að hlutlausri skráningu kyns. Til þess að mæta þessari þörf höfum við sett saman leiðbeiningar og gert þær aðgengilegar á vefnum. Í stuttu máli mælum við með því að valmöguleikar, t.a.m. á eyðublöðum, séu almennt hafðir fimm: karl, kona, kynsegin, annað og vil ekki svara. Við mælum eindregið með því að fólk kynni sér leiðbeiningarnar í heild sinni, þar sem þær eru mun ítarlegri og taka á hinum ýmsu vafamálum. Það skiptir máli að vandað sé til verka. Eftir aðeins sex mánuði, 18 mánuðum eftir gildistöku Laga um kynrænt sjálfræði, verður hlutlaus skráning kyns lögbundin og innleiðingartímabili lokið. Ólíkt því sem mörg halda, þá eiga lögin ekki aðeins við um Þjóðskrá Íslands, heldur segir í 6. grein: „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“ Við hvetjum stofnanir og fyrirtæki þess vegna til þess að breyta kynskráningu í kerfum sínum, skráningarformum og eyðublöðum í tæka tíð. Í dag hefja Samtökin ‘78 fjögurra vikna hvatningarátak til þess að styðja við innleiðingu laganna. Við biðjum fólk sem rekst á úrelt form að láta okkur vita, svo við getum minnt viðkomandi aðila á löggjöfina sem þarf að uppfylla innan tíðar. Á vefsíðu Samtakanna ‘78 munum við bæði taka við ábendingum um það sem betur má fara og halda utan um fyrirmyndarlista yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa breytt upplýsingaöflun sinni til betri vegar. Mikilvægt er að við byggjum saman samfélag þar sem við erum öll meðtalin og tryggjum að þessi stóra réttarbót fyrir hóp sem hefur hingað til verið ósýnilegur innan kerfisins gangi eftir. Þessar viðbætur munu koma til með að auðga samfélagsvitund okkar og sýna að við ætlum öll að gera okkar besta í það að tryggja sanngjarnt, réttlátt og aðgengilegt samfélag fyrir okkur öll, burtséð frá kynvitund. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun