Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 15:47 Fólkið var handtekið í aðgerðum lögreglu í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. Vísir/vilhelm Tveir þeirra sem dæmdir voru fyrir amfetamínframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun höfðu leitað að acetone í verslun Bauhaus sem þótti styðja grunsemdir lögreglu um fyrirhugaða amfetamínframleiðslu þeirra. Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að annar þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum dómsins en mennirnir, Grzegorz Marcin Krzton og Jakub Pawel Rzasa voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Bartlomiej Szelengiewicz, Dawid Stanislaw Dolecki, Krzystof Sieracki og Jaroslava Davíðsson voru einnig dæmd í þriggja til fjögurra ára fangelsi vegna amfetamínframleiðslunnar sem fór fram í sumarhúsi í Borgarfirði. Aðeins Grzegorz og Jaroslava höfðu ekki gerst sek um refsiverða háttsemi áður, fyrir utan umferðarlagabrot Jaroslövu sem höfðu ekki áhrif við ákvörðun refsingar hennar. Var hún dæmd til þriggja ára fangelsisvistar vegna málsins. Meiriháttar umhverfisspjöll Þrír mannanna voru ákærðir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd með því að hafa sturtað afgangsefnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum sumarhúsið. Mynd var tekin af tveimur ákærðu þegar þeir voru að losa úrganginn. Þrátt fyrir að frekari sönnunargögn lágu ekki fyrir þótti fullvíst að mennirnir höfðu losað úrganginn í náttúruna og að þriðji maður, Krzysztof, hafi tekið þátt í þeim verknaði. Um skaðlegt efni væri að ræða og því skýrt brot gegn lögum um umhverfisvernd. Dómur féll í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Jaroslava mátti vita af amfetamínframleiðslunni Jaroslava Davíðsson, eiginkona Geira á Goldfinger, var handtekinn í aðgerðum lögreglu þann 29. febrúar við Hvalfjarðargöng. Í dómnum segir að hún hafi farið í tvígang með Jakub í sumarhúsið og í fyrra skiptið hafi verið varningur í bifreið hennar sem tengdist framleiðslunni. Í seinna skiptið sem hún fór í sumarhúsið var fíkniefnið sett í bifreið hennar sem leiddi til þess að „kemískt“ lykt var í bifreiðinni. Þá fór hún einnig í tvígang út á flugvöll að sækja hina mennina sem komu hingað til lands til þess að framleiða fíkniefni og lánaði þeim bifreið sína. Taldi dómurinn hafið yfir vafa að hún hafi verið þátttakandi í framleiðslunni og henni hafi verið kunnugt um framleiðsluna frá upphafi. Var hún því sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Losuðu sig við ruslapokana við Goldfinger Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærðu tjáðu sig takmarkað um atvik málsins og lýstu þau Grzegorz og Jaroslava því yfir að þau hefðu hvorki tekið þátt í framleiðslunni né vitað af henni. Þá var talið sannað að þeir Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins til þess eins að framleiða fíkniefni. Jakub hafði keypt flugmiða fyrir þá í þeim tilgangi en þeir Bartlomiej og Dawid komu til landsins þann 27. febrúar, tveimur dögum fyrir handtökuna. Krzystof hafði komið þremur dögum fyrr. Eftir að mennirnir höfðu komið til landsins keyptu þeir ýmsa muni fyrir framleiðsluna, til að mynda whire sprit og plastfilmu. Fóru þeir í kjölfarið í sumarhúsið ásamt Jaroslövu, sóttu þar tvo svarta ruslapoka sem voru settir í bifreiðina og óku aftur til Reykjavíkur. Jakub losaði sig við ruslapokana í ruslagám við Goldfinger í Kópavogi. Við handtökuna í og við Hvalfjarðargöngin fundust tæplega tvö kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 34 til 66 prósent. Þá var einnig lagt hald á rúmlega kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 1,7 til 3,2 prósent. Bíll Jaroslövu var jafnframt gerður upptækur, BMW bifreið með einkanúmerinu JARA ásamt úðavopni og tveimur rafbyssum. Voru þau dæmd til þess að greiða sameiginlega tæplega 3,6 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Hvalfjarðargöng Pólland Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Tveir þeirra sem dæmdir voru fyrir amfetamínframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun höfðu leitað að acetone í verslun Bauhaus sem þótti styðja grunsemdir lögreglu um fyrirhugaða amfetamínframleiðslu þeirra. Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að annar þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum dómsins en mennirnir, Grzegorz Marcin Krzton og Jakub Pawel Rzasa voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Bartlomiej Szelengiewicz, Dawid Stanislaw Dolecki, Krzystof Sieracki og Jaroslava Davíðsson voru einnig dæmd í þriggja til fjögurra ára fangelsi vegna amfetamínframleiðslunnar sem fór fram í sumarhúsi í Borgarfirði. Aðeins Grzegorz og Jaroslava höfðu ekki gerst sek um refsiverða háttsemi áður, fyrir utan umferðarlagabrot Jaroslövu sem höfðu ekki áhrif við ákvörðun refsingar hennar. Var hún dæmd til þriggja ára fangelsisvistar vegna málsins. Meiriháttar umhverfisspjöll Þrír mannanna voru ákærðir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd með því að hafa sturtað afgangsefnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum sumarhúsið. Mynd var tekin af tveimur ákærðu þegar þeir voru að losa úrganginn. Þrátt fyrir að frekari sönnunargögn lágu ekki fyrir þótti fullvíst að mennirnir höfðu losað úrganginn í náttúruna og að þriðji maður, Krzysztof, hafi tekið þátt í þeim verknaði. Um skaðlegt efni væri að ræða og því skýrt brot gegn lögum um umhverfisvernd. Dómur féll í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Jaroslava mátti vita af amfetamínframleiðslunni Jaroslava Davíðsson, eiginkona Geira á Goldfinger, var handtekinn í aðgerðum lögreglu þann 29. febrúar við Hvalfjarðargöng. Í dómnum segir að hún hafi farið í tvígang með Jakub í sumarhúsið og í fyrra skiptið hafi verið varningur í bifreið hennar sem tengdist framleiðslunni. Í seinna skiptið sem hún fór í sumarhúsið var fíkniefnið sett í bifreið hennar sem leiddi til þess að „kemískt“ lykt var í bifreiðinni. Þá fór hún einnig í tvígang út á flugvöll að sækja hina mennina sem komu hingað til lands til þess að framleiða fíkniefni og lánaði þeim bifreið sína. Taldi dómurinn hafið yfir vafa að hún hafi verið þátttakandi í framleiðslunni og henni hafi verið kunnugt um framleiðsluna frá upphafi. Var hún því sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Losuðu sig við ruslapokana við Goldfinger Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærðu tjáðu sig takmarkað um atvik málsins og lýstu þau Grzegorz og Jaroslava því yfir að þau hefðu hvorki tekið þátt í framleiðslunni né vitað af henni. Þá var talið sannað að þeir Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins til þess eins að framleiða fíkniefni. Jakub hafði keypt flugmiða fyrir þá í þeim tilgangi en þeir Bartlomiej og Dawid komu til landsins þann 27. febrúar, tveimur dögum fyrir handtökuna. Krzystof hafði komið þremur dögum fyrr. Eftir að mennirnir höfðu komið til landsins keyptu þeir ýmsa muni fyrir framleiðsluna, til að mynda whire sprit og plastfilmu. Fóru þeir í kjölfarið í sumarhúsið ásamt Jaroslövu, sóttu þar tvo svarta ruslapoka sem voru settir í bifreiðina og óku aftur til Reykjavíkur. Jakub losaði sig við ruslapokana í ruslagám við Goldfinger í Kópavogi. Við handtökuna í og við Hvalfjarðargöngin fundust tæplega tvö kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 34 til 66 prósent. Þá var einnig lagt hald á rúmlega kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 1,7 til 3,2 prósent. Bíll Jaroslövu var jafnframt gerður upptækur, BMW bifreið með einkanúmerinu JARA ásamt úðavopni og tveimur rafbyssum. Voru þau dæmd til þess að greiða sameiginlega tæplega 3,6 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Hvalfjarðargöng Pólland Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira