Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 23:40 Ef kosið yrði í dag gæti svo farið að Joe Biden (t.v.) hefði afgerandi sigur gegn Trump forseta. Vísir/AP Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. Biden er ekki aðeins með stórt forskot á landsvísu heldur mælist með meiri stuðning í nánast öllum lykilríkjum. Frá upphafi kjörtímabils Trump árið 2017 hafa fleiri verið óánægðir með störf hans en ánægðir. Þrátt fyrir það bentu skoðanakannanir lengi vel til þess að tiltölulega mjótt yrði á munum þegar spurt var um mögulega mótframbjóðendur Demókrataflokksins. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og hávær mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hafa aukið enn á óvinsældir forsetans. Tæp 56% segjast nú óánægð með störf Trump en 40% ánægð. Kjósendur telja Trump hafa brugðist illa við faraldrinum og samskipti ólíkra kynþátta er sá málaflokkur sem þeir hafa treysta Trump minnst fyrir. Nú þegar tæpir fjórir mánuðir eru til kosninga eru teikn á lofti um að Trump gæti beðið afhroð gegn Biden. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana undanfarinn mánuð er Biden með á bilinu 8,9-9,6 prósentustiga forskot á forsetann á landsvísu, að því er segir í úttekt Five Thirty Eight, tölfræðivefs sem heldur utan um meðaltal kannana og vinnur kosningaspár. Nær öll lykilríkin hallast að Biden Úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast oftar en ekki af því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem tiltölulega litlu munar á stuðningi við flokkana tvo. Bandaríkjamenn kjósa forseta ekki beinni kosningu heldur fær hvert ríki jafnmarga svonefnda kjörmenn og þau hafa þingmenn á Bandaríkjaþingi. Kjörmennirnir svo forsetann. Þannig tryggði Trump sér sigur í kosningunum árið 2016 með því að sigra naumlega í lykilríkjum eins og Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan þrátt fyrir að hann fengi færri atkvæði en Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, á landsvísu. Skoðanakannanir í einstökum ríkjum bera þess merki að endurkjör Trump sé í raunverulegri hættu. Þannig er Biden með forskot í nærri því öllum lykilríkjunum um þessar mundir, þar á meðal í Georgíu sem hallast vanalega að Repúblikanaflokknum. Landaði Biden sigri í öllum þeim lykilríkjum sem hallast frekar að demókrötum tryggði hann sér nægan fjölda kjörmanna til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Greinandi Five Thirty Eight bendir þó á að enn sé töluvert í kosningarnar og landslagið geti breyst í millitíðinni. Nýleg greining CNN á forsetakosningum þar sem forseti sóttist eftir endurkjöri sýndi hins vegar að sjö prósentustiga sveifla varð að meðaltali frá skoðanakönnunum á þessu stigi kosningabaráttunnar og endanlegra úrslita kosninga. Jafnvel þó að Trump bætti sig um sjö prósentustig gagnvart Biden fyrir kjördag stæði hann enn höllum fæti. Enn verri væri staða forsetans ef sveiflan yrði aðeins 4,5 stig eins og hún hefur verið að miðgildi frá 1940. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. Biden er ekki aðeins með stórt forskot á landsvísu heldur mælist með meiri stuðning í nánast öllum lykilríkjum. Frá upphafi kjörtímabils Trump árið 2017 hafa fleiri verið óánægðir með störf hans en ánægðir. Þrátt fyrir það bentu skoðanakannanir lengi vel til þess að tiltölulega mjótt yrði á munum þegar spurt var um mögulega mótframbjóðendur Demókrataflokksins. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og hávær mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hafa aukið enn á óvinsældir forsetans. Tæp 56% segjast nú óánægð með störf Trump en 40% ánægð. Kjósendur telja Trump hafa brugðist illa við faraldrinum og samskipti ólíkra kynþátta er sá málaflokkur sem þeir hafa treysta Trump minnst fyrir. Nú þegar tæpir fjórir mánuðir eru til kosninga eru teikn á lofti um að Trump gæti beðið afhroð gegn Biden. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana undanfarinn mánuð er Biden með á bilinu 8,9-9,6 prósentustiga forskot á forsetann á landsvísu, að því er segir í úttekt Five Thirty Eight, tölfræðivefs sem heldur utan um meðaltal kannana og vinnur kosningaspár. Nær öll lykilríkin hallast að Biden Úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast oftar en ekki af því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem tiltölulega litlu munar á stuðningi við flokkana tvo. Bandaríkjamenn kjósa forseta ekki beinni kosningu heldur fær hvert ríki jafnmarga svonefnda kjörmenn og þau hafa þingmenn á Bandaríkjaþingi. Kjörmennirnir svo forsetann. Þannig tryggði Trump sér sigur í kosningunum árið 2016 með því að sigra naumlega í lykilríkjum eins og Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan þrátt fyrir að hann fengi færri atkvæði en Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, á landsvísu. Skoðanakannanir í einstökum ríkjum bera þess merki að endurkjör Trump sé í raunverulegri hættu. Þannig er Biden með forskot í nærri því öllum lykilríkjunum um þessar mundir, þar á meðal í Georgíu sem hallast vanalega að Repúblikanaflokknum. Landaði Biden sigri í öllum þeim lykilríkjum sem hallast frekar að demókrötum tryggði hann sér nægan fjölda kjörmanna til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Greinandi Five Thirty Eight bendir þó á að enn sé töluvert í kosningarnar og landslagið geti breyst í millitíðinni. Nýleg greining CNN á forsetakosningum þar sem forseti sóttist eftir endurkjöri sýndi hins vegar að sjö prósentustiga sveifla varð að meðaltali frá skoðanakönnunum á þessu stigi kosningabaráttunnar og endanlegra úrslita kosninga. Jafnvel þó að Trump bætti sig um sjö prósentustig gagnvart Biden fyrir kjördag stæði hann enn höllum fæti. Enn verri væri staða forsetans ef sveiflan yrði aðeins 4,5 stig eins og hún hefur verið að miðgildi frá 1940.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40
Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05