Gjaldkerinn í ársfangelsi fyrir milljónafjárdrátt sem varð að „spennu og fíkn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 12:05 Björgunamiðstöðin á Selfossi, þar sem Björgunarfélag Árborgar er til húsa. Vísir/vilhelm Fyrrverandi gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar var í dag í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í ársfangelsi fyrir umfangsmikinn fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem gjaldkeri árin 2010 til 2017. Gjaldkerinn sagði fyrir dómi að enginn hefði fylgst með honum og fjárdrátturinn hefði fljótlega orðið að „spennu og fíkn“ en hann hefur þegar endurgreitt stærstan hluta fjársins. Félagið borgaði brúsann hjá Byko, Olís og Húsasmiðjunni Manninum, sem vikið var úr starfi gjaldkera björgunarfélagsins árið 2017 eftir að málið komst upp, var gefið að sök að hafa dregið sér samtals um 14,8 milljónir króna af fjármunum félagsins á árunum 2010 til og með 2017. Í ákæru eru rakin alls 177 tilvik þar sem gjaldkerinn var sakaður um að hafa tekið út og millifært fé af bankareikningi félagsins, ýmist inn á reikning sinn eða reikning annars einstaklings honum tengdum. Þá var hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013 til og með 2016 með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins. Hann hafi notað kreditkort félagsins og viðskiptareikninga til kaupa á vörum og þjónustu til eigin nota fyrir um 1,2 milljónir króna. Umræddar færslur lúta m.a. að viðskiptum hans við Byko, Olís, Húsasmiðjuna Toyota-umboðið á Selfossi, sjálfsala frá Ölgerðinni, áskrift að 365-miðlum og Bílasölu Suðurlands. Einnig var hann ákærður fyrir hafa notað sjálfur, eða heimilað öðrum að nota, eldsneytiskort björgunarfélagsins hjá N1 til að kaupa eldsneyti í eigin þágu eða annarra á árunum 2010 til 2017. Samtals námu viðskiptin um 1,8 milljónum króna. Hann var auk þess ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa ráðstafað ávinningi að fjárhæð 17,7 milljónir króna. Enginn fylgdist með Gjaldkerinn neitaði sök en játaði þó marga ákæruliði við aðalmeðferð málsins, sem fram fór í lok maí síðastliðnum. Hann lýsti því að hafa byrjað að draga sér fé um árið 2010 og það hafi enginn fylgst með og þetta hafi orðið spenna og fíkn. Að öðru leyti hafði hann ekki sérstaka skýringu á því að hafa dregið sér fé. Líkt og áður segir játaði gjaldkerinn sök í fjölmörgum ákæruliðum en þó ekki alla. Þá játaði hann sök í einum ákærulið að hluta en þar kannaðist hann ekki við nótu frá IKEA að fjárhæð 10.150 krónur. Hann hafði þó ekki skýringar á þeirri nótu. Gjaldkerinn gekkst m.a. við því að hafa látið líta svo út að kostnaður vegna bíla í hans eigu hafi verið vegna bíla og tækja björgunarfélagsins. Þá kvaðst hann ekki muna eftir mörgum tilvikum sem getið var í ákæru eða hafði ekki skýringar á þeim. Náðist á upptöku á N1 Þá lýsti vitni, sem áður var formaður félagsins, því að málið hefði komist upp af tilviljun árið 2017. Þá hefðu félagsmenn verið að skoða póst og séð kortafærslu á greiðslukortareikningi á Akureyri, sem gat ekki passað. Þeir fóru með málið til lögreglu sem náði í upptökur úr öryggismyndavélum N1 á Selfossi, þar sem gjaldkerinn sást kaupa ólitaða olíu á bíl sinn með korti björgunarfélagsins. Gjaldkerinn var að endingu sakfelldur fyrir bróðurpart þeirra ákæruliða sem honum voru gefnir að sök. Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar að brotin voru skipulögð og stóðu yfir um margra ára skeið. Þá sé óhjákvæmilegt að líta til þess að gjaldkerinn brást trúnaði í því starfi sem honum hafði verið falið hjá félaginu, sem gegni samfélagslega mikilvægu hlutverki og sé rekið í sjálfboðaliðastarfi. Á hinn bóginn beri að líta til þess að hann hafi náð sáttum við félagið, bætt fyrir brot sín og félagið ekki gert neinar kröfur í málinu. Gjaldkerinn var því dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilborðsbundna. Þá var gjaldkeranum gert að greiða allan sakarkostnað, þar af laun verjanda síns og aksturskostnað; alls rétt tæpar fjórar milljónir króna. Dómsmál Árborg Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Fyrrverandi gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar var í dag í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í ársfangelsi fyrir umfangsmikinn fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem gjaldkeri árin 2010 til 2017. Gjaldkerinn sagði fyrir dómi að enginn hefði fylgst með honum og fjárdrátturinn hefði fljótlega orðið að „spennu og fíkn“ en hann hefur þegar endurgreitt stærstan hluta fjársins. Félagið borgaði brúsann hjá Byko, Olís og Húsasmiðjunni Manninum, sem vikið var úr starfi gjaldkera björgunarfélagsins árið 2017 eftir að málið komst upp, var gefið að sök að hafa dregið sér samtals um 14,8 milljónir króna af fjármunum félagsins á árunum 2010 til og með 2017. Í ákæru eru rakin alls 177 tilvik þar sem gjaldkerinn var sakaður um að hafa tekið út og millifært fé af bankareikningi félagsins, ýmist inn á reikning sinn eða reikning annars einstaklings honum tengdum. Þá var hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013 til og með 2016 með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins. Hann hafi notað kreditkort félagsins og viðskiptareikninga til kaupa á vörum og þjónustu til eigin nota fyrir um 1,2 milljónir króna. Umræddar færslur lúta m.a. að viðskiptum hans við Byko, Olís, Húsasmiðjuna Toyota-umboðið á Selfossi, sjálfsala frá Ölgerðinni, áskrift að 365-miðlum og Bílasölu Suðurlands. Einnig var hann ákærður fyrir hafa notað sjálfur, eða heimilað öðrum að nota, eldsneytiskort björgunarfélagsins hjá N1 til að kaupa eldsneyti í eigin þágu eða annarra á árunum 2010 til 2017. Samtals námu viðskiptin um 1,8 milljónum króna. Hann var auk þess ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa ráðstafað ávinningi að fjárhæð 17,7 milljónir króna. Enginn fylgdist með Gjaldkerinn neitaði sök en játaði þó marga ákæruliði við aðalmeðferð málsins, sem fram fór í lok maí síðastliðnum. Hann lýsti því að hafa byrjað að draga sér fé um árið 2010 og það hafi enginn fylgst með og þetta hafi orðið spenna og fíkn. Að öðru leyti hafði hann ekki sérstaka skýringu á því að hafa dregið sér fé. Líkt og áður segir játaði gjaldkerinn sök í fjölmörgum ákæruliðum en þó ekki alla. Þá játaði hann sök í einum ákærulið að hluta en þar kannaðist hann ekki við nótu frá IKEA að fjárhæð 10.150 krónur. Hann hafði þó ekki skýringar á þeirri nótu. Gjaldkerinn gekkst m.a. við því að hafa látið líta svo út að kostnaður vegna bíla í hans eigu hafi verið vegna bíla og tækja björgunarfélagsins. Þá kvaðst hann ekki muna eftir mörgum tilvikum sem getið var í ákæru eða hafði ekki skýringar á þeim. Náðist á upptöku á N1 Þá lýsti vitni, sem áður var formaður félagsins, því að málið hefði komist upp af tilviljun árið 2017. Þá hefðu félagsmenn verið að skoða póst og séð kortafærslu á greiðslukortareikningi á Akureyri, sem gat ekki passað. Þeir fóru með málið til lögreglu sem náði í upptökur úr öryggismyndavélum N1 á Selfossi, þar sem gjaldkerinn sást kaupa ólitaða olíu á bíl sinn með korti björgunarfélagsins. Gjaldkerinn var að endingu sakfelldur fyrir bróðurpart þeirra ákæruliða sem honum voru gefnir að sök. Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar að brotin voru skipulögð og stóðu yfir um margra ára skeið. Þá sé óhjákvæmilegt að líta til þess að gjaldkerinn brást trúnaði í því starfi sem honum hafði verið falið hjá félaginu, sem gegni samfélagslega mikilvægu hlutverki og sé rekið í sjálfboðaliðastarfi. Á hinn bóginn beri að líta til þess að hann hafi náð sáttum við félagið, bætt fyrir brot sín og félagið ekki gert neinar kröfur í málinu. Gjaldkerinn var því dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilborðsbundna. Þá var gjaldkeranum gert að greiða allan sakarkostnað, þar af laun verjanda síns og aksturskostnað; alls rétt tæpar fjórar milljónir króna.
Dómsmál Árborg Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira