Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 21:00 Pawel Bartoszek borgarfulltrúi er í Póllandi og fylgdist hann náið með forsetakosningunum. Hann segir spennuna hafa verið mikla og að blendnar tilfinningar séu í landinu eftir úrslit gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. „Ég er sannfærður um að við munum sigra,“ sagði Rafal Trzaskowki, forsetaframbjóðandi áður en niðurstöður kosninganna voru kynntar. Honum varð ekki að ósk sinni og síðdegis í dag viðurkenndi hann ósigur. Andrzej Duda forseti var endurkjörinn með rétt ríflega 51 prósentum atkvæða. Hann sækir stuðning sinn til sveitanna, líkt og stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti. Duda og ríkisstjórnin túlka sigurinn sem stuðning kjósenda við framhald á núverandi stjórnarstefnu. En Duda bað fólk að friðmælast hvert við annað eftir að sigurinn var í höfn í gærkvöldi. Andrzej Duda, forseti Póllands vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta.EPA-EFE/Leszek Szymanski „Réttu út sáttarhönd til nágranna þíns ef þú varst með minn áróðursborða og við hlið hans var borði til stuðnings herra Trzaskowski. Réttu honum höndina og segðu: Þetta er allt í lagi, Pólland er eitt, það er okkar og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera líf okkar í landinu sem best,“ sagði Andrzej Duda forseti Póllands. Pólska stjórnin þykir hafa þrengt að sjálfstæði dómstóla og gert ríkisútvarpið nánast að málgagni stjórnvalda. Hún, líkt og Duda, sækir fylgi sitt til eldra fólks, landsbyggðarinnar og hefur ræktað náið samband við kaþólsku kirkjuna. Þeir sem vonuðust eftir stefnubreytingu urðu fyrir vonbrigðum í nótt. Stjórnarandstaðan nú í sterkri stöðu Pawel Bartoszek borgarfulltrúi er í Póllandi. Pawel ræddi niðurstöður kosninganna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir tilfinningarnar blendnar í Póllandi eftir úrslit kosninganna. „Svo sannarlega, spennan var mikil, kosningaþátttakan var mikil og mjög litlu munaði þannig að eðlilega eru margir sem eru sáttir og nokkurn vegin jafn margir sem eru mjög ósáttir. Þetta er auðvitað sigur fyrir Andrzej Duda, sitjandi forseta, en að sama skapi má segja að með þessu hafi stjórnarandstöðunni tekist að sýna að hún hefur enn þá heilmikið af vopnum í sínum höndum.“ Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, tilkynnti ekki framboð sitt fyrr en í maí en hann varð fljótt einn sterkasti mótframbjóðandi Duda og komst hann í aðra umferð kosninganna.EPA-EFE/Pawel Supernak Hann segir að staðan hafi breyst mikið á síðustu tveimur mánuðum. „Fyrir tveimur mánuðum leit ekki einu sinni út fyrir að yrði seinni umferð heldur að Duda myndi hafa það í fyrri umferð en Tzarskowski, sem var í raun nýr frambjóðandi, tókst að koma sér í aðra umferð og næstum því hafa sigur. Þannig að ég held að þetta gæti gefið stjórnarandstöðunni meira sjálfstraust,“ segir Pawel. „Vandinn er hins vegar sá að næstu skipulögðu kosningar hvort sem er til sveitarstjórna, Evrópuþings eða þings eru 2023 þannig að hún getur ekki nýtt þessa reynslu neitt snemma heldur þarf að bíða í þrjú ár.“ Vonar að raunverulegra breytinga sé að vænta Hvers má vænta í pólskum þjóðmálum nú þegar ljóst er að forseti og ríkisstjórn verða samstíga næstu árin? „Það er í raun engin breyting hvað það varðar. Það hefur verið þannig undanfarin ár að forsetinn hefur verið frá Lögum og réttlæti. Neðri deild þingsins er þaðan en efri deildin hefur verið undir stjórn stjórnarandstöðunnar að undanförnu. Það verður kannski forvitnilegt að sjá, eins og kom fram í inngangi hjá ykkur, þá mælti Duda með því að menn myndu sammælast um að koma saman,“ segir Pawel. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið ákveðin taktík til að fá stjórnarandstöðuna til að sættast og friðast við úrslit kosninganna og kannski ekki gera nein mál úr því eða hvort það sé raunverulega breytinga að vænta. Maður vonar auðvitað það síðarnefnda en það á eftir að koma í ljós.“ Heldurðu að Pólverjar muni fjarlægast Evrópusambandið - eða jafnvel ganga úr því? „Í kosningunum voru menn spurðir að þessu. Lög og réttlæti hafa það ekki á sinni stefnuskrá að segja sig beint úr Evrópusambandinu þó svo að margir þeirra stuðningsmanna séu sannarlega með hjarta sitt þar. Ég get fullyrt að það eru miklu minni líkur á að Pólland taki til dæmis upp Evru með þessari stjórn en ef Tzarskowski eða jafnvel hans fólk hefði náð meirihluta á þingi en það verður samt að hafa það í huga að mikill meirihluti Pólverja styður aðild Póllands að Evrópusambandinu,“ segir Pawel. „Það er ólíklegt að stjórnarflokkur geti knúið það áfram að segja sig úr því að óbreyttu að mínu mati.“ Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. „Ég er sannfærður um að við munum sigra,“ sagði Rafal Trzaskowki, forsetaframbjóðandi áður en niðurstöður kosninganna voru kynntar. Honum varð ekki að ósk sinni og síðdegis í dag viðurkenndi hann ósigur. Andrzej Duda forseti var endurkjörinn með rétt ríflega 51 prósentum atkvæða. Hann sækir stuðning sinn til sveitanna, líkt og stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti. Duda og ríkisstjórnin túlka sigurinn sem stuðning kjósenda við framhald á núverandi stjórnarstefnu. En Duda bað fólk að friðmælast hvert við annað eftir að sigurinn var í höfn í gærkvöldi. Andrzej Duda, forseti Póllands vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta.EPA-EFE/Leszek Szymanski „Réttu út sáttarhönd til nágranna þíns ef þú varst með minn áróðursborða og við hlið hans var borði til stuðnings herra Trzaskowski. Réttu honum höndina og segðu: Þetta er allt í lagi, Pólland er eitt, það er okkar og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera líf okkar í landinu sem best,“ sagði Andrzej Duda forseti Póllands. Pólska stjórnin þykir hafa þrengt að sjálfstæði dómstóla og gert ríkisútvarpið nánast að málgagni stjórnvalda. Hún, líkt og Duda, sækir fylgi sitt til eldra fólks, landsbyggðarinnar og hefur ræktað náið samband við kaþólsku kirkjuna. Þeir sem vonuðust eftir stefnubreytingu urðu fyrir vonbrigðum í nótt. Stjórnarandstaðan nú í sterkri stöðu Pawel Bartoszek borgarfulltrúi er í Póllandi. Pawel ræddi niðurstöður kosninganna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir tilfinningarnar blendnar í Póllandi eftir úrslit kosninganna. „Svo sannarlega, spennan var mikil, kosningaþátttakan var mikil og mjög litlu munaði þannig að eðlilega eru margir sem eru sáttir og nokkurn vegin jafn margir sem eru mjög ósáttir. Þetta er auðvitað sigur fyrir Andrzej Duda, sitjandi forseta, en að sama skapi má segja að með þessu hafi stjórnarandstöðunni tekist að sýna að hún hefur enn þá heilmikið af vopnum í sínum höndum.“ Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, tilkynnti ekki framboð sitt fyrr en í maí en hann varð fljótt einn sterkasti mótframbjóðandi Duda og komst hann í aðra umferð kosninganna.EPA-EFE/Pawel Supernak Hann segir að staðan hafi breyst mikið á síðustu tveimur mánuðum. „Fyrir tveimur mánuðum leit ekki einu sinni út fyrir að yrði seinni umferð heldur að Duda myndi hafa það í fyrri umferð en Tzarskowski, sem var í raun nýr frambjóðandi, tókst að koma sér í aðra umferð og næstum því hafa sigur. Þannig að ég held að þetta gæti gefið stjórnarandstöðunni meira sjálfstraust,“ segir Pawel. „Vandinn er hins vegar sá að næstu skipulögðu kosningar hvort sem er til sveitarstjórna, Evrópuþings eða þings eru 2023 þannig að hún getur ekki nýtt þessa reynslu neitt snemma heldur þarf að bíða í þrjú ár.“ Vonar að raunverulegra breytinga sé að vænta Hvers má vænta í pólskum þjóðmálum nú þegar ljóst er að forseti og ríkisstjórn verða samstíga næstu árin? „Það er í raun engin breyting hvað það varðar. Það hefur verið þannig undanfarin ár að forsetinn hefur verið frá Lögum og réttlæti. Neðri deild þingsins er þaðan en efri deildin hefur verið undir stjórn stjórnarandstöðunnar að undanförnu. Það verður kannski forvitnilegt að sjá, eins og kom fram í inngangi hjá ykkur, þá mælti Duda með því að menn myndu sammælast um að koma saman,“ segir Pawel. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið ákveðin taktík til að fá stjórnarandstöðuna til að sættast og friðast við úrslit kosninganna og kannski ekki gera nein mál úr því eða hvort það sé raunverulega breytinga að vænta. Maður vonar auðvitað það síðarnefnda en það á eftir að koma í ljós.“ Heldurðu að Pólverjar muni fjarlægast Evrópusambandið - eða jafnvel ganga úr því? „Í kosningunum voru menn spurðir að þessu. Lög og réttlæti hafa það ekki á sinni stefnuskrá að segja sig beint úr Evrópusambandinu þó svo að margir þeirra stuðningsmanna séu sannarlega með hjarta sitt þar. Ég get fullyrt að það eru miklu minni líkur á að Pólland taki til dæmis upp Evru með þessari stjórn en ef Tzarskowski eða jafnvel hans fólk hefði náð meirihluta á þingi en það verður samt að hafa það í huga að mikill meirihluti Pólverja styður aðild Póllands að Evrópusambandinu,“ segir Pawel. „Það er ólíklegt að stjórnarflokkur geti knúið það áfram að segja sig úr því að óbreyttu að mínu mati.“
Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34
Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37
Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29