Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Sylvía Hall skrifar 14. júlí 2020 07:00 Donald Trump og Dr. Anthony Fauci. Vísir/Getty Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Fauci er yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og helsti smitsjúkdómasérfræðingur landsins. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Hvíta húsinu sem lak til fjölmiðla um helgina. Þar er jafnframt talið upp dæmi þess að Fauci tali í mótsögn við sjálfan sig og hafi skipt um skoðun frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjölmiðlar vestanhafs segja minnisblaðið augljósa tilraun Hvíta hússins til þess að koma höggi á sérfræðingana sem hafa stýrt aðgerðum vegna faraldursins, enda hafi þeir ekki alltaf verið sammála forsetanum. Meðal þess sem er talið upp í minnisblaðinu eru tilmæli Fauci um andlitsgrímur og ummæli um alvarleika faraldursins. Þrátt fyrir að Hvíta hússins hafi fullyrt að forsetinn bæri enn traust til Fauci og smitsjúkdómastofnunarinnar og að minnisblaðið endurspeglaði ekki skoðanir allra Hvíta hússins, tók Peter Navarro, efnahagslegur ráðgjafi Trump, í svipaðan streng í viðtali við CBS og sagðist taka tilmælum Fauci með fyrirvara. „Þegar ég varaði við mögulega banvænum heimsfaraldri í minnisblaði seint í janúar sagði Fauci fjölmiðlum að það væri engin ástæða til þess að hafa áhyggjur,“ sagði Navarro. Brett Giroir, aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins og meðlimur í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins, sagði í samtali við fréttastofu NBC að hann bæri mikla virðingu fyrir Fauci. Hann hefði þó ekki alltaf rétt fyrir sér. „Dr. Fauci hefur ekki 100% rétt fyrir sér og hann hefur ekki hag þjóðarinnar í huga, hann viðurkennir það. Hann horfir á þetta frá mjög þröngu lýðheilsusjónarmiði.“ Mikill óróleiki er sagður vera í Hvíta húsinu vegna þess hversu mörg tilfelli greinast í Bandaríkjunum um þessar mundir. Rúmlega 3,3 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú greinst með veiruna og yfir 135 þúsund látið lífið. Faraldurinn virðist verða verri með degi hverjum vestanhafs, sérstaklega í suður- og vesturríkjum Bandaríkjanna, og hafa mörg ríki þurft að grípa til harðari aðgerða og seinka afléttingum á takmörkunum vegna veirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Fauci er yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og helsti smitsjúkdómasérfræðingur landsins. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Hvíta húsinu sem lak til fjölmiðla um helgina. Þar er jafnframt talið upp dæmi þess að Fauci tali í mótsögn við sjálfan sig og hafi skipt um skoðun frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjölmiðlar vestanhafs segja minnisblaðið augljósa tilraun Hvíta hússins til þess að koma höggi á sérfræðingana sem hafa stýrt aðgerðum vegna faraldursins, enda hafi þeir ekki alltaf verið sammála forsetanum. Meðal þess sem er talið upp í minnisblaðinu eru tilmæli Fauci um andlitsgrímur og ummæli um alvarleika faraldursins. Þrátt fyrir að Hvíta hússins hafi fullyrt að forsetinn bæri enn traust til Fauci og smitsjúkdómastofnunarinnar og að minnisblaðið endurspeglaði ekki skoðanir allra Hvíta hússins, tók Peter Navarro, efnahagslegur ráðgjafi Trump, í svipaðan streng í viðtali við CBS og sagðist taka tilmælum Fauci með fyrirvara. „Þegar ég varaði við mögulega banvænum heimsfaraldri í minnisblaði seint í janúar sagði Fauci fjölmiðlum að það væri engin ástæða til þess að hafa áhyggjur,“ sagði Navarro. Brett Giroir, aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins og meðlimur í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins, sagði í samtali við fréttastofu NBC að hann bæri mikla virðingu fyrir Fauci. Hann hefði þó ekki alltaf rétt fyrir sér. „Dr. Fauci hefur ekki 100% rétt fyrir sér og hann hefur ekki hag þjóðarinnar í huga, hann viðurkennir það. Hann horfir á þetta frá mjög þröngu lýðheilsusjónarmiði.“ Mikill óróleiki er sagður vera í Hvíta húsinu vegna þess hversu mörg tilfelli greinast í Bandaríkjunum um þessar mundir. Rúmlega 3,3 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú greinst með veiruna og yfir 135 þúsund látið lífið. Faraldurinn virðist verða verri með degi hverjum vestanhafs, sérstaklega í suður- og vesturríkjum Bandaríkjanna, og hafa mörg ríki þurft að grípa til harðari aðgerða og seinka afléttingum á takmörkunum vegna veirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira
Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50