Nik: Pirrandi að fá á sig mark svona seint Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2020 22:10 Nik var ekki sáttur með að fá á sig mark seint í leiknum. Vísir/Þróttur Þróttur gerði í kvöld 1-1 jafntefli við KR á útivelli í Pepsi Max deild kvenna. KR skoruðu jöfnunarmarkið í uppbótartíma en markið var ansi óvænt þar sem Þróttur voru búnar að vera betra liðið í seinni hálfleik. Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var vonsvikinn eftir leik en á sama tíma stoltur af einni flottu frammistöðunni hjá þessu unga liði Þróttar en meðalaldurinn í byrjunarliði Þróttar var 20,4 ár í kvöld. „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur,” sagði Nik um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara út af. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Þróttur gerði í kvöld 1-1 jafntefli við KR á útivelli í Pepsi Max deild kvenna. KR skoruðu jöfnunarmarkið í uppbótartíma en markið var ansi óvænt þar sem Þróttur voru búnar að vera betra liðið í seinni hálfleik. Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var vonsvikinn eftir leik en á sama tíma stoltur af einni flottu frammistöðunni hjá þessu unga liði Þróttar en meðalaldurinn í byrjunarliði Þróttar var 20,4 ár í kvöld. „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur,” sagði Nik um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara út af. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira