Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2020 12:40 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á tali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á ráðstefnu um málefni Líbíu í janúar. Ríkisstjórn hans er gagnrýnd fyrir að hafa tafið birtingu skýrslu um afskipti Rússlands af breskum kosningum. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. Skýrsluhöfundar kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að bregðast við afskiptunum. Skýrslu þingmannanna um rússnesk afskipti hefur verið beðið lengi. Boris Johnson forsætisráðherra var sakaður um að beita sér til að koma í veg fyrir birtingu hennar fyrir þingkosningar í vetur en hann hafnar því. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um upplýsingafals Rússa, tölvuárásir og rússneska borgara í Bretlandi. Telja skýrsluhöfundar að Bretlands sé eitt helsta skotmark rússneskra stjórnvalda. Kusu þeir að birta ekki nákvæmar upplýsingar um afskiptin af ótta við að Rússar gætu notfært sér þær til þess að ógna Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að skýrslan sé að nafninu til um afskipti Rússa beina þingmennirnir sem tóku hana saman spjótum sínum fyrst og fremst að breskum stjórnvöldum sjálfum sem þeir telja hafa brugðist algerlega í að taka á aðgerðum Rússa. Kevan Jones, einn skýrsluhöfunda, gagnrýndi bresku ríkisstjórnina fyrir að hafa tafið birtingu skýrslunnar þegar hún var kynnt í dag. Engin gild ástæða hafi verið fyrir töfunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra, hvatti Rússa til að hætta afskiptum sínum í dag. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, afskrifaði skýrsluna sem „Rússafælni“ í dag. Talsmaður stjórnvalda í Kreml fullyrti að þau skiptu sér ekki af kosningum í öðrum ríkjum. Rannsökuðu ekki því þeir vildu ekki vita Tilraunir Rússa til að dreifa fölskum upplýsingum og ala á sundrung í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslnanna umdeildu urðu að „heitri kartöflu“ innan stjórnkerfisins. Engin ríkisstofnun, þar á meðal leyniþjónustan, hafi viljað snerta á því. Enginn hafi vitað hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna „því þeir vildu ekki vitað það“, sagði Stewart Hosie, einn þingmannanna sem sat í nefndinni sem tók skýrsluna saman. „Það hefði átt að leggja mat á afskipti Rússlands af þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB og það verður að gera það núna og almenningur verður að fá niðurstöður þess mats,“ sagði Hosie ennfremur. Vísaði þingmannanefndin til þess að trúverðugar frásagnir væru einnig til staðar af því að Rússar hefðu reynt að blanda sér inn í þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Í víðara samhengi gagnrýna þingmennirnir að bresk stjórnvöld hafi ekkert gert til þess að bregðast við innstreymi rússneskra fjármuna og áhrifa í Bretlandi um árabil. Þannig telja nefndarmenn að rússneskir auðkýfingar hafi lengi misnotað svonefnt landvistarleyfi fyrir fjárfesta. „Bretland tók rússneskum peningum fagnandi og fárra spurninga, ef einhverra, var spurt um uppruna þessara umtalsverðu fjármuna,“ segir í skýrslunni. Sundrung hefur ríkt í breskum stjórnmálum og samfélagi undanfarin ár, ekki síst í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðildina að Evrópusambandinu árið 2016.Vísir/EPA Telja sig hagnast á að koma höggi á vestræn ríki Rússar hafa áður verið sakaðir um að reyna að hafa áhrif á kosningar í vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur þannig að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um umfangsmikla samfélagsmiðlaherferð og tölvuárásir til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri. Í bresku skýrslunni telja þingmennirnir að með afskiptum sínum vaki fyrir Rússum að skapa þá ímynd af sér að þeir séu stórveldi á uppleið. Þeir telji það bæta hag sinn að koma höggi á vestræn ríki. Líklegt sé að Rússar beini spjótum sínum sérstaklega að Bretlandi vegna náinna tengsla þess við Bandaríkin. Bretland Rússland Brexit Skotland Tengdar fréttir Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. Skýrsluhöfundar kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að bregðast við afskiptunum. Skýrslu þingmannanna um rússnesk afskipti hefur verið beðið lengi. Boris Johnson forsætisráðherra var sakaður um að beita sér til að koma í veg fyrir birtingu hennar fyrir þingkosningar í vetur en hann hafnar því. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um upplýsingafals Rússa, tölvuárásir og rússneska borgara í Bretlandi. Telja skýrsluhöfundar að Bretlands sé eitt helsta skotmark rússneskra stjórnvalda. Kusu þeir að birta ekki nákvæmar upplýsingar um afskiptin af ótta við að Rússar gætu notfært sér þær til þess að ógna Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að skýrslan sé að nafninu til um afskipti Rússa beina þingmennirnir sem tóku hana saman spjótum sínum fyrst og fremst að breskum stjórnvöldum sjálfum sem þeir telja hafa brugðist algerlega í að taka á aðgerðum Rússa. Kevan Jones, einn skýrsluhöfunda, gagnrýndi bresku ríkisstjórnina fyrir að hafa tafið birtingu skýrslunnar þegar hún var kynnt í dag. Engin gild ástæða hafi verið fyrir töfunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra, hvatti Rússa til að hætta afskiptum sínum í dag. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, afskrifaði skýrsluna sem „Rússafælni“ í dag. Talsmaður stjórnvalda í Kreml fullyrti að þau skiptu sér ekki af kosningum í öðrum ríkjum. Rannsökuðu ekki því þeir vildu ekki vita Tilraunir Rússa til að dreifa fölskum upplýsingum og ala á sundrung í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslnanna umdeildu urðu að „heitri kartöflu“ innan stjórnkerfisins. Engin ríkisstofnun, þar á meðal leyniþjónustan, hafi viljað snerta á því. Enginn hafi vitað hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna „því þeir vildu ekki vitað það“, sagði Stewart Hosie, einn þingmannanna sem sat í nefndinni sem tók skýrsluna saman. „Það hefði átt að leggja mat á afskipti Rússlands af þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB og það verður að gera það núna og almenningur verður að fá niðurstöður þess mats,“ sagði Hosie ennfremur. Vísaði þingmannanefndin til þess að trúverðugar frásagnir væru einnig til staðar af því að Rússar hefðu reynt að blanda sér inn í þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Í víðara samhengi gagnrýna þingmennirnir að bresk stjórnvöld hafi ekkert gert til þess að bregðast við innstreymi rússneskra fjármuna og áhrifa í Bretlandi um árabil. Þannig telja nefndarmenn að rússneskir auðkýfingar hafi lengi misnotað svonefnt landvistarleyfi fyrir fjárfesta. „Bretland tók rússneskum peningum fagnandi og fárra spurninga, ef einhverra, var spurt um uppruna þessara umtalsverðu fjármuna,“ segir í skýrslunni. Sundrung hefur ríkt í breskum stjórnmálum og samfélagi undanfarin ár, ekki síst í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðildina að Evrópusambandinu árið 2016.Vísir/EPA Telja sig hagnast á að koma höggi á vestræn ríki Rússar hafa áður verið sakaðir um að reyna að hafa áhrif á kosningar í vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur þannig að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um umfangsmikla samfélagsmiðlaherferð og tölvuárásir til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri. Í bresku skýrslunni telja þingmennirnir að með afskiptum sínum vaki fyrir Rússum að skapa þá ímynd af sér að þeir séu stórveldi á uppleið. Þeir telji það bæta hag sinn að koma höggi á vestræn ríki. Líklegt sé að Rússar beini spjótum sínum sérstaklega að Bretlandi vegna náinna tengsla þess við Bandaríkin.
Bretland Rússland Brexit Skotland Tengdar fréttir Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58
Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12
„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59