Ford smíðaði 1400 hestafla raf-Mustang Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. júlí 2020 07:00 Mustang Mach-E 1400 að drifta. Ford hefur undanfarið verið að prófa bíllinn sem skilar 1400 hestöflum frá sjö mótorum og er hannaður til að stunda drift akstur, spyrnu nú eða bara hvað annað sem hugurinn girnist. Hann er kallaður Mustan Mach-E 1400. Bíllinn er samvinnuverkefni Ford og RTR sem er stillingafyrirtæki í eigu Ford. Aflrásin er fremur flókinn eins og gefur að skilja með sjö mótora til taks. „Mustang Mach-E 1400 er með sjö mótora - fimm meira en jafnvel Mustang Mach-E GT. Þrír eru tengdir fremra mismunadrifinu og fjórir eru að aftar í pönnukökustíl, með eitt drifskaft til að tengja þá við mismunadrifin, það gefur gríðarlegt svigrúm í uppsetningu bílsins allt frá drifti yfir í háhraða brautarakstur,“ segir í kynningarefni frá Ford. Innra rými í Mustang Mach-E 1400. Þegar talað er um pönnukökustíl, þá er það raunar frekar nákvæm lýsing. Yasa P400 mótorarnir, sem hver og einn skilar 214 hestöflum liggja bókstaflega eins og pönnukökur hlið við hlið. Til stendur að sýna gripinn á NASCAR kappakstri í náinni framtíð en ekki hefur verið gefið upp á hvaða viðburði það verður. Vistvænir bílar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent
Ford hefur undanfarið verið að prófa bíllinn sem skilar 1400 hestöflum frá sjö mótorum og er hannaður til að stunda drift akstur, spyrnu nú eða bara hvað annað sem hugurinn girnist. Hann er kallaður Mustan Mach-E 1400. Bíllinn er samvinnuverkefni Ford og RTR sem er stillingafyrirtæki í eigu Ford. Aflrásin er fremur flókinn eins og gefur að skilja með sjö mótora til taks. „Mustang Mach-E 1400 er með sjö mótora - fimm meira en jafnvel Mustang Mach-E GT. Þrír eru tengdir fremra mismunadrifinu og fjórir eru að aftar í pönnukökustíl, með eitt drifskaft til að tengja þá við mismunadrifin, það gefur gríðarlegt svigrúm í uppsetningu bílsins allt frá drifti yfir í háhraða brautarakstur,“ segir í kynningarefni frá Ford. Innra rými í Mustang Mach-E 1400. Þegar talað er um pönnukökustíl, þá er það raunar frekar nákvæm lýsing. Yasa P400 mótorarnir, sem hver og einn skilar 214 hestöflum liggja bókstaflega eins og pönnukökur hlið við hlið. Til stendur að sýna gripinn á NASCAR kappakstri í náinni framtíð en ekki hefur verið gefið upp á hvaða viðburði það verður.
Vistvænir bílar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent