Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2020 10:47 Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur. Hún hefur mátt sæta ásökunum að undanförnu sem snúast um að hún vilji grafa undan lögreglustjóranum. Alda Hrönn vísar þessu alfarið á bug. stöð 2 Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. Þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu, svohljóðandi: „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Stöð 2 og Vísir fjölluðu ítarlega um samskiptaerfiðleika innan embættisins í gær en þar kemur fram að þau fjögur vilji fá Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra frá. Vísir ræddi við Helga nú fyrir hádegi, þá til að inna hann eftir því hvað það væri nákvæmlega sem rangt væri í því sem fram hefur komið en hann sagði að málið væri viðkvæmt. Helgi Þ Kristjánsson er mannauðsstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum. Helgi hafnar því alfarið að hann ásamt Öldu Hrönn yfirlögfræðingi, Pétri fjármálastjóra og Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjóni hafi grafið undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Og á þessu stigi hafi þau fjögur ákveðið að tjá sig ekki umfram það sem fram kemur í hinni stuttu yfirlýsingu. Þau beri hag embættisins fyrir brjósti og telja ekki vert að fara í hártoganir um einstök atriði. Málefni lögregluembættisins á Suðurnesjum hafa verið til rannsóknar af hálfu ráðgjafafyrirtækisins Attentus – mannauður og ráðgjöf. Eftir því sem næst verður komist hefur verið unnin skýrsla og er hún nú til skoðunar innan veggja dómsmálaráðuneytisins. Eins og fram kom í ítarlegri úttekt Vísis í gær hafa kvartanir sem snýr að þeim fjórum verið lagðar fram á fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ásamt þremur öðrum ráðuneytismönnum. Víst er að loft er lævi blandið innan lögreglunnar suður með sjó og horfa hlutaeigandi nú til ráðherra; til hvaða ráða hún mun grípa. En ljóst er að á einhverja hnúta þarf að höggva. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. Þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu, svohljóðandi: „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Stöð 2 og Vísir fjölluðu ítarlega um samskiptaerfiðleika innan embættisins í gær en þar kemur fram að þau fjögur vilji fá Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra frá. Vísir ræddi við Helga nú fyrir hádegi, þá til að inna hann eftir því hvað það væri nákvæmlega sem rangt væri í því sem fram hefur komið en hann sagði að málið væri viðkvæmt. Helgi Þ Kristjánsson er mannauðsstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum. Helgi hafnar því alfarið að hann ásamt Öldu Hrönn yfirlögfræðingi, Pétri fjármálastjóra og Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjóni hafi grafið undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Og á þessu stigi hafi þau fjögur ákveðið að tjá sig ekki umfram það sem fram kemur í hinni stuttu yfirlýsingu. Þau beri hag embættisins fyrir brjósti og telja ekki vert að fara í hártoganir um einstök atriði. Málefni lögregluembættisins á Suðurnesjum hafa verið til rannsóknar af hálfu ráðgjafafyrirtækisins Attentus – mannauður og ráðgjöf. Eftir því sem næst verður komist hefur verið unnin skýrsla og er hún nú til skoðunar innan veggja dómsmálaráðuneytisins. Eins og fram kom í ítarlegri úttekt Vísis í gær hafa kvartanir sem snýr að þeim fjórum verið lagðar fram á fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ásamt þremur öðrum ráðuneytismönnum. Víst er að loft er lævi blandið innan lögreglunnar suður með sjó og horfa hlutaeigandi nú til ráðherra; til hvaða ráða hún mun grípa. En ljóst er að á einhverja hnúta þarf að höggva.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira