Ekki sagt vera lán heldur hlutdeild í sameiginlegum kostnaði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 22:25 Það er mikill hiti í FH-hluta Hafnafjarðar. Vísir/HAG Það sem var upprunalega fimm milljón króna lán frá barna- og unglingastarfi FH til knattspyrnudeildar félagsins er nú sagt vera hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Þetta kemur fram í ársreikningi knattspyrnudeildarinnar. Í desember á síðasta ári fékk stjórn knattspyrnudeildar FH fimm milljón króna lán frá barna og unglingastarfi félagsins. Kom lánið til vegna fjárhagsvandræða í kringum meistaraflokk karla. Samkvæmt frétt Fjarðarfrétta var skuldabréf gefið út fyrir láninu. Átti að greiða það í maí á þessu ári. Það var þó aldrei greitt og verður ekki greitt að því virðist. Málið var tekið fyrir á fundi eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga þann 20. maí á þessu ári. Þar staðfesti Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, að um hlutdeild barna- og unglingastarfs FH í sameiginlegum stjórnarkostnaði knattspyrnudeildar hefði verið að ræða frekar en lán. Sjá einnig: Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Stjórn barna- og unglingastarfs sagði af sér efir að atvikið kom upp, ef frá er talinn einn meðlimur. Samkvæmt heimildum RÚV þá sinnir sá aðili einn öllum störfum ráðsins í dag. „Stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH sagði sig frá störfum fyrir deildina sl. vetur og var ástæðan sögð, í tilkynningu til foreldra, skoðanaágreiningur við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann FH, trúnaðarbrestur og óásættanleg vinnubrögð þeirra undangengnar vikur. Undanfarin ár hafa foreldrar þurft að greiða sérstakt gjald sem er leiga fyrir afnot af minnsta knatthúsinu, Dvergnum og hefur verið mikil óánægja með það meðal foreldra,“ segir í frétt Fjarðarfrétta um málið. Einnig fór fimm milljón króna styrkur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem ætlaður var barna- og unglingastarfi félagsins inn í aðalsjóð FH. Ástæðan var uppbygging á æfingasvæði félagsins en FH-ingar byggðu knatthúsið Skessuna á síðasta ári. Formaðurinn segir marga misskilja UEFA-styrkinn „Margir túlka styrkinn þannig að hann eigi alfarið að fara í barna- og unglingaráð. Það vill þannig til að þessi styrkur er hugsaður fyrir aldursflokkinn 18 ára og niður en hann er ekki eingöngu til að borga beinan kostnað barna- og unglingaráðs, þ.e.a.s. launakostnað sem er langstærsti hlutinn. Hann er einnig fyrir aðstöðusköpun og slíkt.“ Sjá einnig: Sportpakkinn: „Aldrei gaman að geta ekki greitt fólki“ „Ég held að þó að árið 2019 hafi styrkurinn farið í aðalsjóðinn þá er það, ef maður lítur á síðustu 10 árin, um 10% af þessum styrk. 90% hefur farið beint í barna- og unglingaráðið. Í mínum huga er þetta mjög eðlilegt og vel innan þess ramma sem UEFA setur og hefur sett. Svo ég sé akkúrat ekkert að þessu.“ sagði Viðar Halldórsson í samtali við íþróttadeild RÚV í dag. Samkvæmt heimildum RÚV er málinu ekki lokið af hálfu fyrrum stjórnar barna- og unglingaráðs. Vænta má yfirlýsingar á næstu dögum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira
Það sem var upprunalega fimm milljón króna lán frá barna- og unglingastarfi FH til knattspyrnudeildar félagsins er nú sagt vera hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Þetta kemur fram í ársreikningi knattspyrnudeildarinnar. Í desember á síðasta ári fékk stjórn knattspyrnudeildar FH fimm milljón króna lán frá barna og unglingastarfi félagsins. Kom lánið til vegna fjárhagsvandræða í kringum meistaraflokk karla. Samkvæmt frétt Fjarðarfrétta var skuldabréf gefið út fyrir láninu. Átti að greiða það í maí á þessu ári. Það var þó aldrei greitt og verður ekki greitt að því virðist. Málið var tekið fyrir á fundi eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga þann 20. maí á þessu ári. Þar staðfesti Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, að um hlutdeild barna- og unglingastarfs FH í sameiginlegum stjórnarkostnaði knattspyrnudeildar hefði verið að ræða frekar en lán. Sjá einnig: Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Stjórn barna- og unglingastarfs sagði af sér efir að atvikið kom upp, ef frá er talinn einn meðlimur. Samkvæmt heimildum RÚV þá sinnir sá aðili einn öllum störfum ráðsins í dag. „Stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH sagði sig frá störfum fyrir deildina sl. vetur og var ástæðan sögð, í tilkynningu til foreldra, skoðanaágreiningur við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann FH, trúnaðarbrestur og óásættanleg vinnubrögð þeirra undangengnar vikur. Undanfarin ár hafa foreldrar þurft að greiða sérstakt gjald sem er leiga fyrir afnot af minnsta knatthúsinu, Dvergnum og hefur verið mikil óánægja með það meðal foreldra,“ segir í frétt Fjarðarfrétta um málið. Einnig fór fimm milljón króna styrkur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem ætlaður var barna- og unglingastarfi félagsins inn í aðalsjóð FH. Ástæðan var uppbygging á æfingasvæði félagsins en FH-ingar byggðu knatthúsið Skessuna á síðasta ári. Formaðurinn segir marga misskilja UEFA-styrkinn „Margir túlka styrkinn þannig að hann eigi alfarið að fara í barna- og unglingaráð. Það vill þannig til að þessi styrkur er hugsaður fyrir aldursflokkinn 18 ára og niður en hann er ekki eingöngu til að borga beinan kostnað barna- og unglingaráðs, þ.e.a.s. launakostnað sem er langstærsti hlutinn. Hann er einnig fyrir aðstöðusköpun og slíkt.“ Sjá einnig: Sportpakkinn: „Aldrei gaman að geta ekki greitt fólki“ „Ég held að þó að árið 2019 hafi styrkurinn farið í aðalsjóðinn þá er það, ef maður lítur á síðustu 10 árin, um 10% af þessum styrk. 90% hefur farið beint í barna- og unglingaráðið. Í mínum huga er þetta mjög eðlilegt og vel innan þess ramma sem UEFA setur og hefur sett. Svo ég sé akkúrat ekkert að þessu.“ sagði Viðar Halldórsson í samtali við íþróttadeild RÚV í dag. Samkvæmt heimildum RÚV er málinu ekki lokið af hálfu fyrrum stjórnar barna- og unglingaráðs. Vænta má yfirlýsingar á næstu dögum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira