„Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júlí 2020 06:30 Ásgeir Börkur Ásgeirsson í baráttu við Brynjólf Andersen Willumsson í Kórnum í gærkvöld. VÍSIR/DANÍEL „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og alltaf gaman að vinna Breiðablik. Ég held að við höfum bara átt þetta skilið. Það kannski lá á okkur á ákveðnum tímapunktum en mér leið aldrei eins og að þetta myndi leka inn hjá þeim,“ sagði Ásgeir Börkur en viðurkenndi þó að það hefði aðeins farið um sig á lokamínútum leiksins, þegar hann var farinn meiddur af velli. HK hafði tapað fyrstu þremur heimaleikjum sínum í sumar en kom sér þremur stigum frá fallsæti með sigrinum. „Já, já. Það er nóg eftir af þessu móti en ég er ánægður með leikinn. Við töluðum um það fyrir leik að það væri ekki til betri leikur til að rífa sig í gang en Kópavogsslagurinn. Breiðablik er auðvitað með mjög gott lið, vel drillað lið, eins og við vissum en við erum helvíti góðir líka þó að við höfum ekki náð að sýna það upp á síðkastið. Þetta small hjá okkur í dag,“ sagði Ásgeir Börkur. Hefðu getað dælt boltum inn í allt kvöld án þess að skora Hann tók undir að lið HK hefði eftir slaka frammistöðu að undanförnu nú aftur minnt á liðið sem stóð sig svo vel í fyrra: „Það er kannski óvanalegt hjá okkur í sumar að við höfum verið að hleypa inn mörkum eftir föst leikatriði og annað, en ég held að Breiðablik hefði getað dælt boltum inn í teig í allt kvöld og aldrei skorað. Þannig var tilfinningin í fyrra líka, að það væri ekkert að fara að brjóta okkur.“ Ásgeir Börkur lét finna vel fyrir sér í grannaslagnum og fékk slæm högg, og var með klakapoka og teip um allan fótinn þegar hann ræddi við blaðamann. Hann hafði hlaupið haltrandi um völlinn síðustu mínúturnar áður en honum var skipt af velli seint í leiknum og fann greinilega fyrir höggunum: „Svo er ég líka bara orðinn gamall. Nei, nei, ég var smá lemstraður fyrir leik og fékk svo „dead leg“ og þeir sem hafa lent í því vita að það er ekki gott. Þetta er bara hluti af fótboltanum – maður meiðir sig,“ sagði þungarokkarinn léttur. Pepsi Max-deild karla HK Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
„Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og alltaf gaman að vinna Breiðablik. Ég held að við höfum bara átt þetta skilið. Það kannski lá á okkur á ákveðnum tímapunktum en mér leið aldrei eins og að þetta myndi leka inn hjá þeim,“ sagði Ásgeir Börkur en viðurkenndi þó að það hefði aðeins farið um sig á lokamínútum leiksins, þegar hann var farinn meiddur af velli. HK hafði tapað fyrstu þremur heimaleikjum sínum í sumar en kom sér þremur stigum frá fallsæti með sigrinum. „Já, já. Það er nóg eftir af þessu móti en ég er ánægður með leikinn. Við töluðum um það fyrir leik að það væri ekki til betri leikur til að rífa sig í gang en Kópavogsslagurinn. Breiðablik er auðvitað með mjög gott lið, vel drillað lið, eins og við vissum en við erum helvíti góðir líka þó að við höfum ekki náð að sýna það upp á síðkastið. Þetta small hjá okkur í dag,“ sagði Ásgeir Börkur. Hefðu getað dælt boltum inn í allt kvöld án þess að skora Hann tók undir að lið HK hefði eftir slaka frammistöðu að undanförnu nú aftur minnt á liðið sem stóð sig svo vel í fyrra: „Það er kannski óvanalegt hjá okkur í sumar að við höfum verið að hleypa inn mörkum eftir föst leikatriði og annað, en ég held að Breiðablik hefði getað dælt boltum inn í teig í allt kvöld og aldrei skorað. Þannig var tilfinningin í fyrra líka, að það væri ekkert að fara að brjóta okkur.“ Ásgeir Börkur lét finna vel fyrir sér í grannaslagnum og fékk slæm högg, og var með klakapoka og teip um allan fótinn þegar hann ræddi við blaðamann. Hann hafði hlaupið haltrandi um völlinn síðustu mínúturnar áður en honum var skipt af velli seint í leiknum og fann greinilega fyrir höggunum: „Svo er ég líka bara orðinn gamall. Nei, nei, ég var smá lemstraður fyrir leik og fékk svo „dead leg“ og þeir sem hafa lent í því vita að það er ekki gott. Þetta er bara hluti af fótboltanum – maður meiðir sig,“ sagði þungarokkarinn léttur.
Pepsi Max-deild karla HK Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti