„Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júlí 2020 19:00 Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. Dómsmálaráðherra mun hafa beðið Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra að flytja sig til Eyja og taka við lausu embætti lögreglustjóra þar vegna átaka innan embættisins á Suðurnesjum. Bæjarstjórinn í Eyjum segir bæjarbúa hissa. Sérstakt útspil „Þetta er mjög sérstakt útspil hjá ráðherra og hefur vakið talsverð viðbrögð hérna í Vestmannaeyjum. Ef dómsmálaráðherra metur viðkomandi einstakling óhæfan til að gegna því embætti sem hann er í dag er mjög sérstakt að flytja hann í sams konar embætti annars staðar,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Hún segist hafa óskað eftir skýringum frá dómsmálaráðherra. „Og ég geri bara ráð fyrir því að fleiri í bæjarstjórn hafi gert það. Margir í bæjarstjórn hafa tjáð sig um þetta opinberlega. Fólk er hissa á þessu en við hljótum að fá skýringar á næstu dögum um hvað er hér í gangi.“ Ólafur Helgi hafi andmælarétt Sérfræðingar í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem fréttastofa ræddi við segja réttindi skipaðs embættismanns ansi mikil, svo framarlega sem hann hafi ekki beinlínis brotið af sér í starfi og brugðist hafi verið við því með viðeigandi hætti. Vilji dómsmálaráðherra flytja Ólaf Helga frá Suðurnesjum verði það að gerast í samráði við hann, gæta þurfi meðalhófs við ákvörðunina og Ólafur Helgi verði að njóta andmælaréttar sé hann ekki sáttur við ákvörðun dómsmálaráðherra. Lögreglan Stjórnsýsla Suðurnesjabær Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. Dómsmálaráðherra mun hafa beðið Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra að flytja sig til Eyja og taka við lausu embætti lögreglustjóra þar vegna átaka innan embættisins á Suðurnesjum. Bæjarstjórinn í Eyjum segir bæjarbúa hissa. Sérstakt útspil „Þetta er mjög sérstakt útspil hjá ráðherra og hefur vakið talsverð viðbrögð hérna í Vestmannaeyjum. Ef dómsmálaráðherra metur viðkomandi einstakling óhæfan til að gegna því embætti sem hann er í dag er mjög sérstakt að flytja hann í sams konar embætti annars staðar,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Hún segist hafa óskað eftir skýringum frá dómsmálaráðherra. „Og ég geri bara ráð fyrir því að fleiri í bæjarstjórn hafi gert það. Margir í bæjarstjórn hafa tjáð sig um þetta opinberlega. Fólk er hissa á þessu en við hljótum að fá skýringar á næstu dögum um hvað er hér í gangi.“ Ólafur Helgi hafi andmælarétt Sérfræðingar í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem fréttastofa ræddi við segja réttindi skipaðs embættismanns ansi mikil, svo framarlega sem hann hafi ekki beinlínis brotið af sér í starfi og brugðist hafi verið við því með viðeigandi hætti. Vilji dómsmálaráðherra flytja Ólaf Helga frá Suðurnesjum verði það að gerast í samráði við hann, gæta þurfi meðalhófs við ákvörðunina og Ólafur Helgi verði að njóta andmælaréttar sé hann ekki sáttur við ákvörðun dómsmálaráðherra.
Lögreglan Stjórnsýsla Suðurnesjabær Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02
Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55