„Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júlí 2020 19:00 Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. Dómsmálaráðherra mun hafa beðið Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra að flytja sig til Eyja og taka við lausu embætti lögreglustjóra þar vegna átaka innan embættisins á Suðurnesjum. Bæjarstjórinn í Eyjum segir bæjarbúa hissa. Sérstakt útspil „Þetta er mjög sérstakt útspil hjá ráðherra og hefur vakið talsverð viðbrögð hérna í Vestmannaeyjum. Ef dómsmálaráðherra metur viðkomandi einstakling óhæfan til að gegna því embætti sem hann er í dag er mjög sérstakt að flytja hann í sams konar embætti annars staðar,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Hún segist hafa óskað eftir skýringum frá dómsmálaráðherra. „Og ég geri bara ráð fyrir því að fleiri í bæjarstjórn hafi gert það. Margir í bæjarstjórn hafa tjáð sig um þetta opinberlega. Fólk er hissa á þessu en við hljótum að fá skýringar á næstu dögum um hvað er hér í gangi.“ Ólafur Helgi hafi andmælarétt Sérfræðingar í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem fréttastofa ræddi við segja réttindi skipaðs embættismanns ansi mikil, svo framarlega sem hann hafi ekki beinlínis brotið af sér í starfi og brugðist hafi verið við því með viðeigandi hætti. Vilji dómsmálaráðherra flytja Ólaf Helga frá Suðurnesjum verði það að gerast í samráði við hann, gæta þurfi meðalhófs við ákvörðunina og Ólafur Helgi verði að njóta andmælaréttar sé hann ekki sáttur við ákvörðun dómsmálaráðherra. Lögreglan Stjórnsýsla Suðurnesjabær Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. Dómsmálaráðherra mun hafa beðið Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra að flytja sig til Eyja og taka við lausu embætti lögreglustjóra þar vegna átaka innan embættisins á Suðurnesjum. Bæjarstjórinn í Eyjum segir bæjarbúa hissa. Sérstakt útspil „Þetta er mjög sérstakt útspil hjá ráðherra og hefur vakið talsverð viðbrögð hérna í Vestmannaeyjum. Ef dómsmálaráðherra metur viðkomandi einstakling óhæfan til að gegna því embætti sem hann er í dag er mjög sérstakt að flytja hann í sams konar embætti annars staðar,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Hún segist hafa óskað eftir skýringum frá dómsmálaráðherra. „Og ég geri bara ráð fyrir því að fleiri í bæjarstjórn hafi gert það. Margir í bæjarstjórn hafa tjáð sig um þetta opinberlega. Fólk er hissa á þessu en við hljótum að fá skýringar á næstu dögum um hvað er hér í gangi.“ Ólafur Helgi hafi andmælarétt Sérfræðingar í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem fréttastofa ræddi við segja réttindi skipaðs embættismanns ansi mikil, svo framarlega sem hann hafi ekki beinlínis brotið af sér í starfi og brugðist hafi verið við því með viðeigandi hætti. Vilji dómsmálaráðherra flytja Ólaf Helga frá Suðurnesjum verði það að gerast í samráði við hann, gæta þurfi meðalhófs við ákvörðunina og Ólafur Helgi verði að njóta andmælaréttar sé hann ekki sáttur við ákvörðun dómsmálaráðherra.
Lögreglan Stjórnsýsla Suðurnesjabær Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02
Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55