„Fá skot eftir í byssunni“ ef bakslagið dregst á langinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 09:01 Ferðamennskan hefur aðeins glæðst í sumar, en er þó enn ekki í líkingu við það sem hún hefur verið undanfarin ár. vísir/vilhelm Stjórnvöld, fyrirtæki og heimilin eiga fá „skot eftir í byssunni“ til að bregðast við efnahagsáföllum, fari svo að bakslag Íslendinga í baráttunni við kórónuveiruna vari lengi. Erfitt er jafnframt að sjá að viðsnúningurinn verði jafn kröftugur og hann var í vor ef það tekur tíma að bæla kórónuveiruna niður aftur. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, sem ræddi heilsu hagkerfsins á Bítinu í morgun áður en hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni taka gildi á hádegi. Hann segir að efnahagslega staðan hafi farið að líta ágætlega út með hækkandi sól. Ferðalög innanlands hafi aukist, neysla heimilanna hafi verið mikil „og það virtist ekki vera eins mikið högg á fjárfestingu og leit út í fyrstu,“ segir Konráð. Óvissan hafi þó áfram verið mikil og möguleikinn á bakslagi alltaf fyrir hendi. Það sé því ómögulegt að segja hvenær áhrif faraldursins á líf landsmanna verða lítil sem enginn, hvort sem það verður með tilkomu bóluefnis eða leiða til þess að lifa með veirunni. Að sama skapi sé erfitt að segja til um hversu lengi hin nýju, hertu höft munu vara en staðan verður endurmetin að tveimur viknum liðnum. Konráð telur því allt eins líklegt að þeim verði aflétt, það sé þó áhyggjuefni ef það mun taka langan tíma að kveða niður veiruna aftur og að harðar takmarkanir séu komnar til að vera. „Það eru fá skot eftir í byssunni hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og heimilum til að bregðast við þessu,“ segir Konráð. Það hafi gengið ágætlega að bregðast við efnahagslega vanda vorsins en ætla má að það verði erfiðara núna. „Sem dæmi þá geturðu ekki lækkað vexti aftur um nokkur prósentustig þegar þeir eru eitt prósent. Það kemur að því að það eru takmörk,“ segir Konráð. Fyrst hafi verið gripið til auðveldari ráðstafana og þeirra sem lágu beinast við - „en þegar þú þarft að gera meira þá vandast kannski málið.“ Bankar og aðrir þurfa því að líkindum að búa sig undir aðlagast rekstrarumhverfi sem kann að vera erfitt í einhvern tíma, fari svo að bakslagið dragist á langinn. Erfitt að sjá jafn öflugan viðsnúning Konráð segir því ekki að neita að það hafi áhrif að bremsa hagkerfið af í tvær vikur eins og gert verður frá hádegi í dag. Fyrir höft dagsins stefndi þegar í að samdrátturinn í ár yrði sá versti á Íslandi í 100 ár. Aftur á móti séu efnahagsþrengingarnar núna ólíkar þeim sem landsmenn kynntust í hruninu 2008. „Þegar þú hættir samkomutakmörkunum og fólk fer aftur að lifa sínu eðlilega lífi þá ertu kominn mjög langa leið út úr þessari kreppu,“ segir Konráð. Hann spyr sig því hvernig þróunin verður núna, ef og þegar þessi nýjustu höft verða afnumin. „Fara heimilin og fyrirtækin jafn kröftulega af stað og síðast?“ spyr Konráð, sem segist þó eiga erfitt með að sjá fyrir sér að viðsnúningurinn verði jafn öflugur og hann var á vormánuðum ef þróunin verður neikvæð. „Það er áhyggjuefni eitt og sér, ég held að ansi margir þurfi nú að velta fyrir sér hvernig eigi að lifa með þessu þannig að við komumst ósködduð út úr þessu til lengri tíma,“ segir Konráð sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Bítið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Stjórnvöld, fyrirtæki og heimilin eiga fá „skot eftir í byssunni“ til að bregðast við efnahagsáföllum, fari svo að bakslag Íslendinga í baráttunni við kórónuveiruna vari lengi. Erfitt er jafnframt að sjá að viðsnúningurinn verði jafn kröftugur og hann var í vor ef það tekur tíma að bæla kórónuveiruna niður aftur. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, sem ræddi heilsu hagkerfsins á Bítinu í morgun áður en hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni taka gildi á hádegi. Hann segir að efnahagslega staðan hafi farið að líta ágætlega út með hækkandi sól. Ferðalög innanlands hafi aukist, neysla heimilanna hafi verið mikil „og það virtist ekki vera eins mikið högg á fjárfestingu og leit út í fyrstu,“ segir Konráð. Óvissan hafi þó áfram verið mikil og möguleikinn á bakslagi alltaf fyrir hendi. Það sé því ómögulegt að segja hvenær áhrif faraldursins á líf landsmanna verða lítil sem enginn, hvort sem það verður með tilkomu bóluefnis eða leiða til þess að lifa með veirunni. Að sama skapi sé erfitt að segja til um hversu lengi hin nýju, hertu höft munu vara en staðan verður endurmetin að tveimur viknum liðnum. Konráð telur því allt eins líklegt að þeim verði aflétt, það sé þó áhyggjuefni ef það mun taka langan tíma að kveða niður veiruna aftur og að harðar takmarkanir séu komnar til að vera. „Það eru fá skot eftir í byssunni hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og heimilum til að bregðast við þessu,“ segir Konráð. Það hafi gengið ágætlega að bregðast við efnahagslega vanda vorsins en ætla má að það verði erfiðara núna. „Sem dæmi þá geturðu ekki lækkað vexti aftur um nokkur prósentustig þegar þeir eru eitt prósent. Það kemur að því að það eru takmörk,“ segir Konráð. Fyrst hafi verið gripið til auðveldari ráðstafana og þeirra sem lágu beinast við - „en þegar þú þarft að gera meira þá vandast kannski málið.“ Bankar og aðrir þurfa því að líkindum að búa sig undir aðlagast rekstrarumhverfi sem kann að vera erfitt í einhvern tíma, fari svo að bakslagið dragist á langinn. Erfitt að sjá jafn öflugan viðsnúning Konráð segir því ekki að neita að það hafi áhrif að bremsa hagkerfið af í tvær vikur eins og gert verður frá hádegi í dag. Fyrir höft dagsins stefndi þegar í að samdrátturinn í ár yrði sá versti á Íslandi í 100 ár. Aftur á móti séu efnahagsþrengingarnar núna ólíkar þeim sem landsmenn kynntust í hruninu 2008. „Þegar þú hættir samkomutakmörkunum og fólk fer aftur að lifa sínu eðlilega lífi þá ertu kominn mjög langa leið út úr þessari kreppu,“ segir Konráð. Hann spyr sig því hvernig þróunin verður núna, ef og þegar þessi nýjustu höft verða afnumin. „Fara heimilin og fyrirtækin jafn kröftulega af stað og síðast?“ spyr Konráð, sem segist þó eiga erfitt með að sjá fyrir sér að viðsnúningurinn verði jafn öflugur og hann var á vormánuðum ef þróunin verður neikvæð. „Það er áhyggjuefni eitt og sér, ég held að ansi margir þurfi nú að velta fyrir sér hvernig eigi að lifa með þessu þannig að við komumst ósködduð út úr þessu til lengri tíma,“ segir Konráð sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan.
Bítið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira